Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 42
42 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015 Þ egar fólk byrjar að hugsa um hreyf-ingu og heilbrigðan lífsstíl á það til að skunda af stað í líkamsræktarstöðv- arnar af miklum móð og ætla að sigra heim- inn og sjálft sig í leiðinni á nokkrum vikum. Margir vilja hins vegar gleyma að hollt mat- aræði er ekki síður mikilvægt og lykillinn að góðum árangri er að ná góðu jafnvægi þarna á milli. Hágæðaprótein úr íslenskri mjólk Hleðsla er íþróttadrykkur sem inniheldur pró- tein og kolvetni til hleðslu. Björn S. Gunnars- son, vöruþróunarstjóri MS, segir að við þróun á drykknum hafi verið lögð mikil áhersla á að þróa hollan en jafnframt bragðgóðan drykk. „Það er ekki sjálfgefið að ná góðu bragði í svona próteinríkum vörum, en ég tel að okk- ar hafi tekist ágætlega upp í Hleðslu,“ segir Björn, en Hleðsla hefur nú verið á markaði í fimm ár, og gengið vel. „Hleðsla inniheldur eingöngu hágæðaprótein úr íslenskri mjólk, en í hverri fernu eða dós eru 22 g af próteinum sem eru mikilvæg til vöðvauppbyggingar og viðhalds,“ bætir Björn við. „Hleðsla er bæði fitulítil og kalkrík og reyndar er Hleðsla í fernu með kalkríkari mjólkurvörum, litla fern- an gefur meira en helming af ráðlögðum dag- skammti af kalki. Fernuvaran er einnig með klofnum mjólkursykri og getur því hentað þeim vel sem hafa mjólkursykuróþol,“ segir Björn. Mikilvægir orkugjafar Prótein í fæðunni eru samansett úr 20 amínó- sýrum, þar af eru 9 lífsnauðsynlegar. Þessar amínósýrur gegna mörgum mikilvægum hlut- verkum í líkamanum. Þær eru til dæmis grunn- einingar líkamspróteinanna sem eru meðal annars byggingarefni vöðva og beina. Til að líkaminn nái að nýta próteinin sem best er mikilvægt að neyta Hleðslu eða annarra pró- teingjafa eins nálægt æfingu og mögulegt er og skiptir þá einu hvort það sé fyrir eða eftir æfingu, aðalatriðið er að ekki líði langur tími þarna á milli. Kolvetni eru mikilvægasti orku- gjafi líkamans. Þau eru geymd í líkamanum í formi glýkógens sem er forðabúr fyrir kolvetni og er meðal annars að finna í vöðvum og lifur. Til marks um mikilvægi þeirra sem orkugjafa má benda á að heilinn nýtir aðeins kolvetni sem orkugjafa, en ekki prótein eða fitu. Fimm ljúffengar bragðtegundir Hleðsla hefur á síðustu misserum fengið mjög góðar viðtökur meðal íþróttafólks og annarra neytenda. Hleðsla fæst í fimm ljúffengum bragðtegundum; súkkulaði, kókos og súkk- ulaði, vanillu, jarðarberja og loks brómberja, svo neytendur ættu ekki að vera í miklum erf- iðleikum með að finna sitt uppáhaldsbragð. „Nýjasta Hleðslan er kælivara en hún er með súkkulaðibragði og er pakkað í 330 ml fernur með tappa. 250 ml fernurnar með röri inni- halda líka Hleðslu með súkkulaðibragði en þær geymast utan kælis,“ segir Björn. Hinar bragðtegundirnar fást í hentugum drykkjar- dósum og eru kælivörur. Hleðslan hentar vel fólki sem er á ferðinni, hvort sem það er á leið í ræktina, út að hlaupa, í golf eða í fjallgöngur eða þeim sem eru í vinnu og skóla og leita eftir hollri millimáltíð. „Hérna er því drykkur sem er bæði hollur og handhægur, og ekki skemmir fyrir hversu bragðgóður hann er,“ segir Björn. Unnið í samstarfi við MS WWW.WODBUD. IS SUNDABORG 9 S : 690 6431 VERSLUN SUNDABORG ER OPIN: ÞRI-FÖS : 14:00 – 18:00 LAU : 12:00 – 15:00 Nitric Oxide Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt Meiri vöðvasnerpa, orka, þrek, úthald og súrefnisupptaka. Betra blóðflæði - allt að 30% æðaútvíkkun Af hverju er BEETELITE sá eini sem þorir að bjóða Nitric Oxide próf með sinni vöru. Því BEETELITE einfaldlega virkar. WE BEET THE COMPETITION 1 skot 30 mín. fyrir æfingar, keppnir blandað í 100 - 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka 30 mín. eftir inntöku. Fæst í apótekum, heilsubúðum www.vitex.is Hleðsla – hollur og handhægur drykkur Matur sem leiðir til árangurs Rétt val á fæðu skiptir gríðar- legu miklu máli í tengslum við vel- líðan og heilsufar og þá sérstaklega til að líkaminn nái að starfa með fullri getu. Það er eitt- hvað sem íþrótta- fólk og fólk sem stundar Crossfit sækist eftir til að ná sem mestum árangri. Hér er listi yfir mat sem leiðir til árangurs í ræktinni. Avókadó Avókadó, eða lárpera eins og það heitir á íslensku, er uppfullt af hollri fitu sem aðstoðar líkamann að viðhalda góðu kólesteról- jafnvægi. Avókadó getur einnig slegið á matarlystina og þannig forðað fólki frá því að detta í snakkpokann þegar hungrið sækir að. Auk þess inniheldur það trefjar, kalíum, og C og K vítamín. Dökkt súkkulaði Til að fullnægja sætuþörfinni er ágætt að nasla á dökku súkkul- aði. Það inniheldur andoxunar- efni sem styrkja hjartað með því að lækka blóðþrýstinginn. Ein- ungis þarf að tryggja að dökka súkkulaðið innihaldi að minnsta kosti 60 prósent af kakói. Lax Stútfullur af Omega-3 fitusýrum sem kemur í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, eins og hjartasjúkdóma, krabbamein og þung- lyndi. Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur í laxi geta dregið úr harðsperrum og jafnvel stutt við vöxt vöðva. Auk þess má finna prótein, D-vítamín og B12 vítamín í laxi. Grænkál Grænkál lá lengi óhreyft í grænmetis- deildinni en þykir nú eitt heitasta græn- metið. Enda þarf ekki nema einn bolla af grænkáli til að mæta dagsþörf fyrir A-, C- og K-vítamín. Auk þess sem það inniheldur ákveðin andoxunarefni sem bæta sjónina. Rauðrófur Blóðrautt grænmeti hefur verið að auka vinsældir sínar upp á síðkastið og þá fyrst og fremst vegna þessu hversu trefja- og næringarríkt það er. Rannsókn sem gerð var á síðasta ári og birt var í tíma- ritinu Nutrients bendir til að neysla á rauðrófum get aukið árangur líkamsæfinga þar sem þær innihalda næringar- efni sem hjálpar vöðvunum að nýta súrefni betur við áreynslu, sem getur aukið út- hald til dæmis við kraftmiklar æfingar eins og að hoppa upp á kassa. Þar að auki innihalda rauðrófur andoxunarefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.