Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Side 46

Fréttatíminn - 13.03.2015, Side 46
46 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015 HARPA 29. MARS HEIÐURSTÓNLEIKAR Í TILEFNI AF 70 ÁRA AFMÆLI GUNNARS ÞÓRÐARSONAR MIÐASALA Á MIÐI.IS, HARPA.IS, Í MIÐASÖLU HÖRPU OG SÍMA 528-5050. SÖNGVARAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON EGILL ÓLAFSSON EYÞÓR INGI PÁLL ÓSKAR SIGRÍÐUR THORLACIUS STEFÁN JAKOBSSON UNA STEF ÞÚ OG ÉG HELGA MÖLLER JÓHANN HELGASON SÉRSTAKIR GESTIR BERGÞÓR PÁLSSON ELMAR GILBERTSSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR HRYNSVEIT EYÞÓR GUNNARSSON HLJÓMBORÐ FRIÐRIK KARLSSON GÍTAR GUÐMUNDUR PÉTURSSON GÍTAR GUNNLAUGUR BRIEM TROMMUR JÓHANN ÁSMUNDSSON BASSI PÉTUR GRÉTARSSON SLAGVERK SIGURÐUR FLOSASON SAXÓFÓNN SNORRI SIGFÚS BIRGISSON PÍANÓ ÞÓRIR ÚLFARSSON HLJÓMBORÐ REYKJAVIK SESSION ORCHESTRA UNDIR STJÓRN ROLAND HARTWELL GOSPELKÓR ÓSKARS EINARSSONAR GRADUALEKÓR LANGHOLTSKIRKJU UNDIR STJÓRN JÓNS STEFÁNSSONAR HLJÓMSVEITARSTJÓRI ÞÓRIR ÚLFARSSON KYNNIR JÓNAS R JÓNSSON LEIKSTJÓRI EGILL EÐVARÐSSON HEIÐURSGESTUR GUNNAR ÞÓRÐARSON ÞAÐ STYTTIST Í GLÆSILEGUSTU TÓNLISTARVEISLU ÁRSINS ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Á AUKATÓNLEIKANA! S amtökin hafa það hlutverk að standa að hagsmunagæslu fyrir CrossFit á Íslandi, koma að árlegu Íslandsmóti í CrossFit, bæði einstaklinga og liða, og stuðla að eflingu CrossFit á Íslandi,“ seg- ir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit sam- bands Íslands. Ein heimsleikaæfing á viku CFSÍ stóð nýlega fyrir fyrsta við- burði ársins, sem var haldinn í tengslum við forkeppni heimsleik- anna í CrossFit. Forkeppnin hófst formlega föstudaginn 27. febrúar og kallast sú keppni „The Open“. Skipulag þeirrar keppni er að yfir fimm vikna tímabil gefur CrossFit í Bandaríkjunum út eina æfingu á viku sem keppendur þurfa að framkvæma eftir fyrirfram settum reglum. „Það sem gerir þessa for- keppni skemmtilega er að allir sem eru iðkendur í CrossFit stöð, hvar sem er í heiminum, geta verið með og þannig tekið þátt í heimsmeist- aramótinu og keppt við þau bestu í heiminum sem og aðra iðkendur,“ segir Svanhildur. Eftir þessar fimm vikur taka svo við svæðiskeppnir og að lokum heimsleikarnir í CrossFit sem fara fram í Carson, Los Ange- les ár hvert og er sama keppni sem Annie Mist Þórisdóttir hefur tvisvar sinnum náð að sigra í. CrossFit veisla af bestu gerð Það var sannkölluð CrossFit veisla þegar að CFSÍ bauð bestu Cross- Fit-urum landsins, í unglingaflokki, opnum flokki og flokki 40 ára og eldri, að koma saman og fram- kvæma fyrstu æfinguna í Open, sem kallast 15.1. Æfingin sem fyrst var birt var í tveimur hlutum 15.1 og 15.1a og voru það Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (CrossFit Suð- urnes) og Þuríður Erla Helgadótt- ir (CrossFit Sport) sem voru með hæsta skorið í þessum æfingum af íslensku konunum og Björgvin Karl Guðmundsson (CrossFit Hengli) var með besta skorið af íslensku körlunum. Tveir karlar og sex konur meðal tíu efstu í heiminum Staðan í forkeppninni „The Open“ eftir að 2 vikum er lokið af 5 vikum lítur vel út fyrir CrossFit á Íslandi en í fyrsta sæti í karlaflokki í Evrópu er Björgvin Karl Guðmundsson og í 6. sæti er Sigurður Hafsteinn Jónsson (CrossFit XY) og í kvennaflokki er Annie Mist Þórisdóttir (CrossFit Reykjavík) í fyrsta sæti, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í öðru sæti og í þriðja er Katrín Tanja Davíðs- dóttir (CrossFit Reykjavík), fast á hæla þeirra koma þær Björk Óðins- dóttir (CrossFit Nordic), Þuríður Erla Helgadóttir (CrossFit Sport) og Hjördís Óskarsdóttir (CrossFit Stöðin) en þær eru allar í topp 10 í Evrópu. „Það verður gaman að fylgj- ast áfram með þessum keppendum og fylgja þeim svo eftir í Evrópu- keppnina en það eru 30 keppendur í kvenna- og karlaflokki sem kom- ast áfram í þá keppni,“ segir Svan- hildur. Íslendingar keppast við að komast á heimsleikana í Crossfit CrossFit samband Íslands (CFSÍ) eru samtök CrossFit iðkenda og CrossFitstöðva á Íslandi. Samtökin sjá meðal annars um að halda utan um forkeppni heimsleikanna í Crossfit, en fyrsti liður hennar fór fram nýlega og náðu ís- lenskir Crossfit iðkendur mjög góðum árangri. Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarformaður í CrossFit sambandi Íslands. Mynd/Hari CrossFit samband Íslands stóð nýlega að fyrstu forkeppninni af nokkrum fyrir heimsleikana í Crossfit. Mynd/Thomas Fleckenstein

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.