Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 2

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 2
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga Er frá Þýskalandi FULLT VERÐ 57.900 49.900 SUMARTILBOÐ Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is 10,5 KW Píratar halda fylgi þriðjungs kjósenda 32,7% FYLGI pÍRATA 15.-20. maí 2015 Fylgiskönnun MMR píratar halda fylgi sínu milli kannana en MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 15. til 20. maí. Fylgi pírata mældist 32,7%, borið saman við 32,0% í aprílkönnun MMR, og mælast með mest fylgi allra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 23,1%, borið saman við 21,9% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,1, borið saman við 10,7% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist 10,4%, borið saman við 10,8% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 8,6%, borið saman við 10,8% í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist 6,3%, borið saman við 8,3% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 31,4% en mældist 30,7% í síðustu mælingu. -jh Aukið fé til vegaframkvæmda Varið verður 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fé til viðhaldsverkefna verði aukið um 500 milljónir á árinu. Fénu skal varið til viðhalds á umferðarmestu götum á höfuðborgarsvæðinu svo og hringveg- inum samkvæmt ástandsmati Vegagerðar- innar. Auk þess er stefnt að framkvæmd- um við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg, Uxahryggjaveg og Kaldadalsveg. Verkefnin eru öll tilbúin til útboðs með litlum fyrir- vara. Alls verður 1,3 milljörðum króna varið til þessara fjögurra verkefna sem Vegagerðin mun hafa umsjón með. -jh Vel tengdir á afmælisári Kópavogsbær og Gagnaveita Reykjavíkur undirrituðu fyrr í vikunni viljayfirlýsingu um aukinn uppbyggingarhraða ljósleiðar- ans í bæjarfélaginu. Allir nýir viðskipta- vinir Gagnaveitu Reykjavíkur í Kópavogi munu fá búnað sem ræður við 1 Gb/s gagnahraða. Með þessu er Gagnaveitan að koma Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum en 64% heimila í Kópavogi munu í lok árs hafa aðgengi að hraðasta interneti á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogsbæjar. Ljósleiðaravæðingu bæjarins lýkur síðan fyrir lok ársins 2017 en þá munu öll heimili í bænum hafa aðgengi að ljósleiðaranum. Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um heimild til endurupp- töku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarða- vegar um Reykhólahrepp sem varðar leið B í 2. áfanga. Um er að ræða rúmlega 15 km kafla Vestfjarðavegar sem áformaður er frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð og fer meðal annars um Teigsskóg, að því er fram kemur á vef Skipulagsstofnunar. Tekist hefur verið á um vegalagninguna árum saman. Nyrðri hluti Dettifossvegar. Mynd Vegagerðin Þ að eru margar göngu- og dag-deildir lokaðar eða í algjörri lágmarksstarfsemi á Landspít- alanum,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. „Svo var Rjóðrinu, sem er hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og fötluð börn, lokað. Þar að auki er Hjartagátt, bráðamóttaka hjartveikra, lokuð. Þeir sinna líka sjúklingum sem eiga að fara í hjarta- þræðingar og létta líka undir hjarta- deild ef svo ber undir. Það er heilmikil starfsemi sem þar fer fram sem nú er alveg stopp. Þrátt fyrir að vera bráða- móttaka hjartveikra þá lokar deildin á flestum rauðum dögum og um helgar og þá lokar hún líka í verkfalli. Okkar mat er að ef Landspítalinn telur það ekki ógna öryggi sjúklinga að loka þessari deild um helgar og á rauðum dögum þá gerir það ekki heldur í verkfalli,“ segir Ólafur en bætir við að undanþágunefndin láti sjúklinga alltaf njóta vafans. „Ef það kemur upp sú staða að það þurfi að opna Hjarta- gátt, því annars séu sjúklingar lagði í hættu, þá myndum við væntanlega veita þá undanþágu,“ segir Ólafur. Engir fundir boðaðir „Það hafa ekki enn verið boðaðir neinir fundir,“ segir Ólafur en félagið fundaði síðast með samninganefnd ríkisins á þriðjudag. Nú hafa hjúkr- unarfræðingar verið í verkfalli frá því á miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 27. maí. „Staðan er auðvitað ekkert venjuleg því það er verið að semja við svo marga. Við höfum skilning á því að nú sé verið að funda með BHM þar sem þau eru búin að vera átta vikur í verkfalli,“ segir Ólafur. Áður en verkfallið skall á leitaði Embætti landlæknis eftir mati stjórnenda heil- brigðisstofnana á áhrifum yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga þar sem ljóst var að margra vikna verkfall BHM auk uppsafnaðs vanda vegna verkfalls lækna síðastliðinn vetur hef- ur skapað óásættanlegt ástand. Mat stjórnenda var að neyðarástand myndi fljótt skapast og að ekki yrði hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Allt á öðrum endanum Ólafur segir ástandið sem skapast hef- ur sýna hversu mikilvæg hjúkrunar- stéttin er en síðan verkfallið hófst hafa 145 undanþágur verið veittar. „Heil- brigðiskerfið má bara ekki við því að missa hjúkrunarfræðinga því það fer bara allt á annan endann. En launin er því miður ekki í samræmi við það. Við skynjum það við samningaborðið að það er verið að bíða eftir almenna markaðinum en augljóslega þykir mér undarlegt að samninganefndin sé samt ekki kölluð saman þegar svo háalvarlegt verkfall er í gangi.“ Samninganefnd Starfsgreinasam- bandsins gerði samkomulag við Sam- tök atvinnulífsins á miðvikudag um að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerð- um um sex daga. Verkfall sem átti að hefjast 28. og 29. maí er því frestað til 3. og 4. júní og ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 6. júní hefur verið frestað til 12. júní. Búist er við því að Samtök atvinnulífsins ljúki drögum að kjarasamningi við VR, Flóabandalag- ið, LÍV og StéttVest í dag, föstudaginn 29. maí. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Hjúkrunarfræðingaverkfall engir fundir Hafa verið boðaðir Hjartagátt lokuð vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga Margar göngu- og dagdeildir eru lokaðar á Landspítalanum og Rjóðrinu og Hjartagátt hefur verið lokað. Verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í rúmlega tvo sólarhringa og þykir Ólafi G. Skúlasyni, formanni félagsins, undarlegt að engir fundir hafa verið boðaðir. Stjórnendur heilbrigðisstofnana landsins telja að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. Hjartagátt, bráðamóttaka hjartveikra, er lokuð og verða sjúklingar að snúa sér að slysadeild. Rjóðrinu, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir lang- veik og fötluð börn hefur líka verið lokað sem og mörgum göngu- og dagdeildum Land- spítala. Ljósmynd/Hari Hrefnuveiðar eru hafnar í Faxaflóa við lítinn fögnuð hvalaskoðunarfyrirtækja, en hrefnan er sú tegund sem ber uppi hvalaskoðun í Faxaflóa. Hvalaskoð- unarsamtök Íslands furða sig á því að stjórnvöld leyfi veiðar á þessu stærsta hvalaskoðunar- svæði landsins. Einhugur ríkir um griðasvæði hvala í Faxaflóa í borgarstjórn.  ÁgreiningsmÁl Hvalveiðar Hafnar í faxaflóa Borgin vill griðasvæði hvala við Faxaflóa „Það skiptir okkur mjög miklu máli að styðja og styrkja við innviði ferðaþjónustunnar í Reykjavík. Það eru allir sam- mála um það að hvalaskoðun og hvalveiðar fari ekki saman, allavega ekki á sama svæði,“ segir Sóley Tómasdóttir, for- seti borgarstjórnar, en hún fundaði með Alþjóðadýra- velferðasjóðnum (IFAW) og fulltrúum frá Hvalaskoðunar- samtökum Íslands á veitinga- staðnum Haiti við Reykjavíkur- höfn í gær, fimmtudag. Sóley sagði í samtali við Fréttatímann algjöran einhug ríkja meðal borgarfulltrúa í Reykjavík um að það þurfi að stækka griða- svæði hvala í Faxaflóa og vísaði í ályktun borgarstjórnar þess efnis frá því í desember á síð- asta ári. Hún telur mikilvægt að sú ályktun sé áréttuð núna þegar bæði ferðamannatíminn er að hefjast og líka hvalveiði- tímabilið. „Bæði hvalveiðimenn og hvalaskoðunarfólk er sam- mála um það að hrefnan hefur verið að styggjast mjög á þessu svæði en eru kannski ekki al- veg sammála um ástæðurnar fyrir því. Hvalaskoðunarfólk telur það vera vegna aukinna veiða en hvalveiðimenn halda öðru fram. Það er þó ljóst að það er erfiðara að finna hrefn- una og að hún er styggari. Það hefur sýnt sig að griðasvæði hvala skapa dýrunum rólegri og betri aðstæður og tryggja betur vöxt og viðgang tegund- anna. Langbest væri ef Faxaflói yrði gerður að griðasvæði með öllu.“ -hh 2 fréttir Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.