Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 11
Liðsmenn Iðnaðarmála í hópi margra velunnara Iðnaðarmála eru nokkrir hollvinir, sem blaðið hefur eignazt og hafa lagt það á sig ótilkvaddir að stuðla að út- breiðslu þess í verki. Að öðrum ógleymdum eru það einkum tveir menn, sem ritið stendur í sérstakri þakkarskuld við, en það eru þeir Daníel Sigmundsson húsasmíðameistari, ísafirði, og Guðmundur Kristjánsson járnsmiður, Siglufirði. Með bréfi, sem Iðnaðarmálum barst frá Guðmundi Kristjánssyni 5. febr., fylgdi listi yfir 51 nýjan áskrifanda á Siglufirði, en skömmu áður (í des.) hafði hann sent blaðinu sex nýjar áskriftir, og eru áskrifendur á Siglufirði þar með orðnir 73, og er von á fleirum. Daníel Sigmundsson hafði áður safnað mörgum áskrifendum á Isa- firði og er jafnframt umboðsmaður ritsins þar. í fámennu landi, þar sem gefinn er út fjöldi tímarita, sem flytja skemmtiefni af margvíslegu tagi, er nokkrum erfiðleikum bundið að gefa út tímarit, sem eingöngu fjallar um tæknileg efni, enda hlýtur tæknileg útgáfustarfsemi yfirleitt að vera mjög takmörkum háð við slíkar aðstæður. Þeim, sem vinna að útgáfu Iðnaðarmála, hefur verið það fagnaðar- efni, hve margir hafa sýnt áhuga sinn á ritinu og góðvilja í þágu þess hlutverks, sem því er ætlað að vinna, þ. e. að flytja hagnýtan fróðleik um tækni og framfarir í atvinnulífinu auk þess að vera kynningarrit fyrir iðnað landsmanna. Um leið og Iðnaðarmál færa þeim Daníel og Guðmundi beztu þakkir fyrir frábæran stuðning, vill ritið leyfa sér að óska þess, að það eignist fleiri slíka liðsmenn í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum landsins. Því fleiri lesendur sem ritið eignast, þeim mun betur nær það tilgangi sínum og því betur er unnt að gera það úr garði. 5. g. Hvort efnið hleypur í pressun, er mjög mikilvægt fyrir fataiðnaðinn. Þetta atriði hefur hvað mest valdið deilum. Efnið getur hlaupið bæði í uppistöðu og ívafi. Orsökin er venju- lega röng framleiðsluaðferð. Erlendis er ekki óalgengt, að efni hlaupi allt að 10%, en hlaupi efnið ekki meir en 2%, er ekki talin ástæða til umkvört- unar. Prófunin er framkvæmd þannig, að 22" langur bútur er sniðinn af strang- anum í fullri breidd. Efnið er lagt slétt án togs á slétt borð. Þannig er það látið liggja minnst í 1 klst. við 21 °C og 65% rakastig. Þá eru afmarkaðar nákvæmlega 18" lengdir, bæði í uppi- stöðu og ívafi. Mælistaðirnir skulu vera minnst 6" hver frá öðrum og ekki minna en 1" frá jaðri eða enda. Efnið er svo rennbleytt í köldu vatni og síðan undið í miðflóttaaflsvindu. Síðan er efnið vafið slétt í stranga og látið liggja þannig í minnst 5 mínút- ur. Þá er prófpjatlan þurrkuð á heitri flatpressu (Hoffman-pressu) án gufu, og er efri hluta pressunnar þrýst létt niður. Þegar prófpjatlan er þurr, er hún lögð slétt á borð og látin liggja minnst 1 klst. við 21°C og 65% raka- stig. Þá eru mælistaðirnir mældir aft- ur. Munurinn á seinni mælingunni og hinni fyrri gefur til kynna, hve mikið efnið hleypur. Þessar aðferðir, er ég hef lýst hér að framan, eru þær, sem mest eru not- aðar við gæðamat á vefnaðarvöru. En þó eru til margar aðrar, en of langt mál yrði að telja þær allar upp. Þeir, sem hafa áhuga á að kynna sér þetta mál, geta snúið sér til Iðnað- armálastofnunar íslands, sem veitir mjög gjarnan nánari upplýsingar. Þessar gæðamatsaðferðir eru staðlað- ar, og er efnisflokkurinn tölusettur DK 677 og staðlana að finna í staðla- safni IMSÍ. Hér á landi er ekki ennþá neinn að- ili, sem tekur sérstaklega að sér slíkt gæðamat, en erlendis eru sérstakar stofnanir, sem eru sérhæfar í þessum rannsóknum. I verksmiðjum eru höfð slík tæki til að geta fylgzt með framleiðslunni og einnig til þess að prófa og endur- bæta nýjar gerðir efna. Frá sjónarmiði kaupandans eru slíkar rannsóknir mjög mikilsverðar, því að oft er þannig gengið frá efnum (finish), að erfitt er að segja ná- kvæmlega um gæðin án frekari mæl- inga, þótt góð vörukunnátta sé fyrir hendi. íslenzkur iðnaður hefur átt við erf- iðleika að stríða í þessum efnum, þar sem notkun efna er oft byggð á langri reynslu, en iðnaðurinn er ennþá ung- ur. Þar að auki eru verzlunarsambönd landsins þannig, að oft er ekki til gjaldeyrir til kaupa á hráefnum, þar sem þau fást bezt og hagkvæmust. Þegar upp rís ágreiningur um gæði vöru eða hráefnis, eru þessar mæling- ar þær einu, sem örugglega geta skorið úr um gæði vörunnar. Einnig er nauðsynlegt að geta sann- prófað gæði vöru og hráefna, áður en keypt er. Væri því nauðsynlegt að setja á stofn rannsóknarstofu, sem gæti veitt nauðsynlega fyrirgreiðslu í þessum efnum. Gæti þessi rannsóknarstofa til dæmis verið deild af Atvinnudeild Háskólans, enda er þar þegar fyrir hendi fullkomin efnarannsóknarstofa, en án hennar er ekki heldur hægt að vera. Endir. IÐNAÐARMAL 7

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.