Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 13
[;§ í'* m . ■ - ■ ■■■■■■■ ' t \*. Unnið er úr vikrinum i verksmiðju Víkurfelagsins h.f. í Beykjavik, steyptir byggingarsteinar, einangrunarplötur o.fl. ?'] í nytiiku vélum. y » ..«r» ■ W.•^"•'"^•reassags > * ** ■ « « *«»• ..*' * » *' * I .--------.■■fTTnrr-nrr *« *.* í * 9 . * « « * * * .»..» * * FramleiSslurás VIKUR byggmgarefm - Uolsieinar - plötur Grein: GUÐM. H. GARÐARSON Myndir: GUNNAR RÚNAR ÓLAFSSON Eitt mesta vandamál íslendinga fyrr og síðar hefur verið að afla sér góðs og hentugs efnis til híbýlasmíða. í skóglausu landi voru möguleikarnir takmarkaðir, þar til tækni og fram- leiðsluhættir nútímans sköpuðu mönnum skilyrði til að breyta grjóti, sandi og vatni í nothæft byggingar- efnisform. Þessi efni ásamt sement- inu, sem til skamms tíma var innflutt, en nú er framleitt hérlendis í verk- smiðju, sem fullnægir algjörlega þörf- um landsmanna, hafa á örskömmum tíma hreytt híbýlum íslendinga úr torfbæjum í steinsteypt hús. Kuldan- um, rakanum og myrkrinu hefur ver- ið úthýst í íslenzku þj óðlífi. Hiti, birta og vellíðan hefur tekið við með til- komu nýrrar byggingartækni. Frá náttúrunnar hendi er gnægð byggingarefnis í steinsteypt hús hér á landi. Grófur sandur í melum, fínn sandur við strendur, skeljasandur í sement í flóum, ómulið grjót og vikur úr eldfjöllum. Efni þessi eru misjöfn að gæðum og mikilvægi. Eitt þeirra, vikurinn, hefur tvenna mikilsverða eiginleika. Auk þess sem hann er gott byggingarefni í steinsteypublöndu, er hann ákjósanlegt einangrunarefni. í eldfjallalandi eins og íslandi er mikið um vikur og skyldar steinteg- undir (perlustein). Við eldgos blásast þessar steintegundir út fyrir áhrif gas- gufu í gosstöðvunum. Við það verða þær að eins konar steinsvampi, byggðum upp af örsmáum, lokuðum klefum (cellum). Hér á landi er eink- um ljósleitur líparítvikur, en töluvert er einnig af svörtum og rauðleitum basaltvikri. Af líparítvikri er mest á hálendinu norður af Vatnajökli, við Snæfellsjök- ul, suður af Oræfajökli, við Heklu og í Þjórsárdal. Basaltvikur er einkum að finna í Grímsnesi í Árnessýslu og perlusteininn í Prestahnúk og við Loðmundarfjörð. Vikur getur verið mismunandi að gerð, þótt úr sömu steintegund sé. Öræfa- og Dyngjufjalla-vikurinn er mjög léttur í sér, og vegur tenings- metrinn af honum þurrum um 300— 350 kg. Er hann frauðkenndur og laus í sér. Snæfellsness- og Þjórsárdals- vikurinn er nokkru þyngri, eða um 400 kg m3. Snæfellsnessvikurinn er tiltölulega sterkur miðað við þyngd og hefur góða múrheldu. Basaltvikur- inn er þyngstur, 500—600 kg m3. Árið 1937 markar merkileg tíma- mól í íslenzkri byggingarsögu. Á því ári hófust framkvæmdir í þá átt að hagnýta vikur til húsbygginga. Frum- kvæði þessa merka átaks átti Jón heit- inn Loftsson, forstjóri í Reykjavík, sem þegar árið 1922 fékk áhuga á því, að íslendingar hagnýttu sér þessi ónotuðu náttúruauðæfi, bæði til út- flutnings og við innlendan byggingar- iðnað. Umrætt ár hóf fyrirtæki hans, Vik- urfélagið h.f., vikurnám á Snæfells- nesi og jafnframt framleiðslu á bygg- ingarvöru úr vikri í Reykjavík. Vikurinn liggur við rætur Snæfells- jökuls, um 7 km frá útskipunarstað, en það er Arnarstapi. Er vikurinn unninn þannig, að á vorin og sumrin er leysingarvatn frá jöklinum látið rífa niður vikurinn og fleyta honum IÐNAÐARMÁL 9

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.