Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 19
Samsetningarvinna. Þungar mótun- arvélar niðri. Létt vélavinna. Þyngri vélavinna niðri. Undirbúningsvinna. Mótun og sam- setning stórra hluta niðri. Ýmis aðstoðarstarfsemi. Einnig má hafa þar geymslur, snyrtiklefa, fataklefa, verkstjóraherbergi og því líkt, sem halda má frá sjálfu verksmiðjugólfinu. Viðgerðir eða vinna við efri hluta hárra véla. Efnisgeymslur og undirbúnings- svæði, þar með talin blöndun á sekkjavöru eða smíði umbúða og kassa. 4. og 1. mynd sýna slíkar vinnu- svalir. 5. Gluggar Yfirleitt hefur þróun iðnaðarbygg- inga færzt í þá átt, að gluggafletir hafa farið stækkandi, þrátt fyrir auk- inn viðhalds- og upphitunarkostnað, sem þessu er samfara. Horfið hefur nú verið að mjög miklu leyti frá glugga- lausum vinnusölum, m. a. vegna inni- lokunarkenndar, sem starfsmenn þar urðu varir við og dró bæði úr vinnu- gleði og afköstum. Þá hefur reynslan leitt í ljós, að málun vinnusala getur haft töluverð sálræn áhrif á starfsfólkið, auk þess sem málun er nauðsynleg fyrir við- hald sjálfrar byggingarinnar og vél- anna. Gott litaval (yfirleitt mjúkir lit- ir) í vinnusölum getur átt sinn þátt í því að auka starfsgleði og afköst starfsmanna og draga úr starfsþreytu. Grein um val á iðnaðargólfum hef- ur birzt í Iðnaðarmálum, 1.—2. hefti, 1958. 7. Þak Ýmislegt kemur til greina við val á heppilegustu þakgerð á einnar hæðar verksmiðjuhús, og ræður þar um loft- hæð, rennibrautir í lofti, dagsbirta, stærð hússins, festingar í loftbita o. fl. 5. mynd sýnir ýmsar algengar þak- gerðir einlyftra verksmiðjuhúsa. 5. mynd. Ýmsar þakgerðir. för með sér mikla aukningu á óhindr- uðu athafnasvæði. Innveggir í þessum byggingum eru aðeins létt skilrúm utan um ákveðna starfsemi eða deildir, og er fljótlegt að setja þau upp og fjarlægja, ef með þarf. Sérstaklega henta þau vel til að einangra hávaða, hita, óþægilegar lofttegundir og því líkt frá aðalvinnu- salnum. Stundum geta þessi skilrúm verið aðeins léttar þilplötur, sem hanga niður úr loftinu og ná ekki niður að gólfi og hindra því ekki starfsemina á gólffletinum fyrir neð- an, svo sem tilfærslu efnis að og frá þessum stöðum. Að því er varðar burðarsúlur. þá takmarka þær töluvert niðurskipun- ina. Að sjálfsögðu er unnt að fækka burðarsúlum, en slíkt getur haft auk- inn kostnað í för með sér, og er því sjálfsagt að reyna fyrst að koma nið- urskipuninni á milli súlnaraða, sem hafa það millibil, er hagkvæmast og ódýrast er til að bera uppi þunga byggingarinnar. Með því að reyna ýmis niðurskipunarplön á milli súln- anna, má oft að lokum finna hentuga niðurskipun véla, tækja, efnis og ým- issar hjálparstarfsemi á milli súlna. Oft má hagnýta legu burðarsúlna, t. d. með því að nota þær til að: bera uppi krana og önnur með- höndlunartæki í lofti, festa við geymslugrind, festa á eða styðja viðgerðartæki eða önnur smátæki, bera uppi vinnusvalir eða mjóa gangpalla, leiðslur, pípur, tækja- borð og jafnvel vélar. 6. Góli Mjög mikilvægt er, að vel sé athug- að, áður en húsið er byggt, hvaða álag kemur til greina og hvaða eigin- leika gólf þurfi að hafa. Undir flutn- ingabrautum þarf gólfið t. d. að vera mun slitsterkara en við vinnubekki, í geymslu o. s. frv. Það er því mjög mikilvægt, að endanleg niðurskipun- arteikning sé fyrir hendi, þegar styrk- leiki og aðrir eiginleikar gólfsins eru ákveðnir. 8. Veggir og súlur í eldri gerðum verksmiðjubygg- inga voru hinir þykku, hlöðnu eða steyptu veggir hafðir til að bera uppi þunga byggingarinnar. í nýrri verk- smiðjubyggingum eru það súlur og þverbitar úr stáli eða járnbentri stein- steypu, sem bera allan þungann. Vegg- irnir eru þar aðeins til hlífðar og til að aðskilja hina ýmsu starfsemi inn- anhúss. Þetta er framleiðslunni til mikils hagræðis, þar sem það hefur í 9. Stigar, lyftur og loftgöt I margra hæða verksmiðjubygg- ingum, þar sem nauðsynlegt er að notast við lyftur, stiga og loftgöt fyrir tilfærslur efnis og vara, þá er mikil- vægt að staðsetja þetta rétt samkvæmt niðurskipunarteikningu eða gera nið- urskipunarteikningu með hliðsjón af stigum, lyftum og loftgötum, þar sem svo stendur á, að húsnæðið er þegar fyrir hendi. Lyftan, sem flytur upp Framh. á 18. bls. IÐNAÐARMÁL 15

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.