Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 3

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 3
(---------------N 'Gfni Fræðslustarfsemi IMSÍ .......... 22 Samstarf iðnfyrirtæka, forustu- grein......................... 23 Jón Sætran: Iðnfræðsla ......... 24 Rannsókn á hagnýtingu viðar- og pappírsúrgangs............. 26 Guðmundur Björnsson: Meta- lock, vélaviðgerðir........... 28 Aðstaða veiðarfæraiðnaðarins . 31 Mjólkurdreifing í Reykjavík .. 34 Guðmundur Marteinsson: Um rafmagnseftirlit ríkisins, störf þess og starfshætti........... 38 19 leiðir til aukinnar framleiðni 14. grein: Notkun tölfræði í iðnaði........................ 42 Nytsamar nýjungar............... 46 Starfsemi IMSÍ 1958 ....... 51 Þýzk bókagjöf.................. 53 Samstarfsnefndir á Norðurlönd- um............................ 54 Umferðasérfræðingur frá USA 54 EPA-fréttir: Athugun vegna verkstjórafræðslu, Flutninga- tækni á vinnustöðvum, Nýj- ungar í vörudreifingu......... 55 ForsíSumynd: Mosaikmynd Ferrós í anddyri Iðnskólans. Ljósm.: Gunnar Rúnar. Baksíða: Iðnskólinn í Reykjavík. Ljósm.: P. Thomsen. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Guðm. H. Garðarsson, Loftur Loftsson, Sveinn Bjömsson (ábyrgðarmaður). Utgefandi: Iðnaðarmálstofnun fslands, Iðnskólahúsinu, Skólavörðutorgi, Reykjavík. Pósthólf 160. Sími 82833—4. Áskriftarverð kr. 100,00 árg. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F V_____________________________________y ÍÐNAOARMAL 6. ÁRG. 1959 • 2.-3. HEFTI Samsiarf iðtifyviriœkja í fámennu landi er flestum fyrirtækjum, sem framleiða eingöngu fyrir inn- lendan markað, að jafnaði nokkuð þröngur stakkur skorinn, að því er vaxtar- skilyrði varðar, og getur þetta stundum staðið í vegi fyrir hagnýtingu hag- kvæmustu framleiðsluhátta og rekstrartilhögun. Fer þetta einkum eftir því, hve framleiðslan er háð fjöldaframleiðsluaðferðum. Erfiðast er um vik í grein- um, þar sem fleiri fyrirtæki risa upp en markaður gefur raunverulega tilefni til. Þar er viðbúið, að einn haldi öðrum niðri, þannig að öll framleiðslugrein- in gjaldi, enda þótt aðstæður séu að öðru leyti fyrir hendi til arðbærrar starf- semi. í landi voru, þar sem hvikul stjórnmálabarátta leyfir enga ákveðna stefnu í efnahags- og atvinnulífi, ríður á miklu, að þeir, sem stofna atvinnufyrirtæki og stjórna þeim, hafi til að bera félagslegan þroska, vilja og getu til þess að skipuleggja starfsemi sína á samstarfsgrundvelli, eftir því sem við verður kom- ið, þannig að hún færi þjóðinni sem mestan arð. Að því er iðnaðinn varðar, vaknar sú spurning, hvort fyrirtækjum sé unnt að bæta aðstöðu sína með auknu samstarfi og öðlast með því að einhverju leyti aðstöðu stærri erlendra keppinauta. Sem dæmi um slíkt samstarf mætti hugsa sér m. a. sameiginleg innkaup hráefna og umbúða til að ná hagstæðara verði og kjörum en ella, sameiginlega eign og notkun rannsóknar- og prófunar- tækja vegna hráefna og fullunninnar vöru, samstarf um framleiðslu, sameigin- lega þjálfun starfsfólks, sameiginleg afnot sérhæfðra véla, sameiginlega út- sendingu vara, viðhaldsþjónustu vegna véla o. s. frv. Þótt við fyrstu athugun kunni svo að líta út, að samstarf um þessi mál yrði að einhverju leyti fjötur um fót, er þess að vænta, að ávinningurinn gæti orð- ið slíkur, að of dýrt spaug reyndist að verða án hans, einkum ef utanaðkom- andi öfl reyndu í vaxandi mæli á samkeppnishæfni framleiðslunnar. Líkur benda til, að það muni hafa nokkur áhrif á hugsanagang manna í þessum efnum, að fyrirtæki, sem standa að stofnun væntanlegs fjöliðju- vers í Reykjavík, munu hafa með sér mun nánara samstarf en áður hefur tíðkazt meðal iðnfyrirtækja. Þá er einnig vert að minnast þess, ef úr hugmynd- inni um fríverzlunarsvæði Evrópu verður, að nauðsyn getur orðið fyrir fram- leiðendur í einstökum greinum að bindast nánum böndum til að mynda sterk- ari framleiðslueiningar, sem stæðu erlendri samkeppni betur á sporði. Er ekki tímabært, að stjómendur íslenzkra fyrirtækja athugi, hvort leiðin til aukinnar rekstrarhagkvæmni og bættrar samkeppnisaðstöðu gagnvart er- lendum keppinautum geti ekki einmitt legið í nánara samstarfi innbyrðis? S. B. IÐNAÐARMAL 23

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.