Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 16
Reykvíkingar munu eiga þess kost aS prófa pappaumbúðir, eins og myndin sýnir, síðar á þessu ári. Eigin búðum samsölunnar má skipta í eftirtalda flokka: I jyrsta flokki eru búðir, nýlega byggðar innan verzlunarhverfa sam- kvæmt skipulagsteikningum. Eru þær bjartar, hreinlegar og vistlegar. Gólf- flötur þeirra er 50—65 fermetrar. Þar eru aðgengilegar kæligeymslur, og er öll mjólk geymd í þeim og seld úr þeim, nema „laus mjólk“. Að- keyrsla er að búðarbaki. Þessar búð- ir eru 12, en 9 aðrar eru ýmist í bygg- ingu eða fyrirhugaðar. í öðrum flokki eru eldri búðir og smærri, ekki eins vel búnar og fyrsta flokks búðirnar. Kælirúm er þar ann- aðhvort í skáp, sem opnast að ofan, eða undir búðarborðinu. í sumum þeirra er uppréttur heimiliskæliskáp- ur. í þessum búðum er kælirúmið ekki nógu stórt, til þess að það nægi fyrir meira en lítinn hluta sölumjólk- urinnar, og er því megnið af mjólk- inni selt úr grindum, sem standa á búðargólfinu. Kælirúmið er aðallega notað til geymslu á rjóma, smjöri og ostum, svo og fyrir þá flöskumjólk, sem geyma þarf frá kvöldinu áður. Aðflutningar í flestar þessara búða fara fram um framdyr. Þær eru 22 talsins. í Jrriðja flokki eru búðir, þar sem engin er kæligeymslan. Eru sumar þeirra mjög litlar, aðeins 15 fermetra gólfflötur. Þessar búðir eru flestar í miðbænum eða í þéttbýlasta hluta borgarinnar. Erfitt er um aðflutninga í búðir þessar, því að bera þarf vör- urnar inn um framdyr, sem viðskipta- menn ganga sífellt um. Þessar búðir eru 14. Þjónusta Mjólkurbúðir, bæði samsölubúðir og aðrar, eru opnar á hverjum degi ársins nema jóladag og páskadag. Engar búðanna eru kjörbúðir, og ber margt til. Veldur sennilega mestu, að sumt af söluvarningnum er ekki í umbúðum. Til dæmis eru allar bök- unarvörur afhentar búðunum lausar, ópakkaðar. Skyr er einnig afhent búðunum ósundurvegið. Er það veg- ið í 100, 250 og 500 gramma pakka og selt í smjörpappír. Um 12% mjólkurinnar er selt sem „laus mjólk“. Er henni ausið úr ókældum brúsum í ílát kaupandans. Gefur að skilja, að ekki næði nokkurri átt að leyfa kaupanda að ausa upp mjólk- inni. Onnur mjólk er seld á glerflöskum. Hefur það tafið fyrir kjörbúðarfyrir- komulaginu, að erfitt er um skil á tómum flöskum. Tillögur og skýringar Það er álit mitt, að eitt af þýðing- armestu skrefum til úrbóta á þessu kerfi yrði að breyta mjólkurbúðun- um í kjörbúðir. Þetta myndi leiða af sér umbætur á ýmsum sviðum. 1 fyrsta lagi væri viðskiptamönnum betur þjónað með því að afnema bið- raðir á þeim tímum, sem mest er að gera. Þótt tiltöluleg þrengsli yrðu í búðunum stundum, myndu viðskipta- mennirnir síður kvarta, ef þeir hefðu það fyrir stafni á meðan að afgreiða sig sjálfir. En raunverulega yrði af- greiðslan fljótari, því að hver um sig myndi eyða minni tíma í búðinni. I öðru lagi myndi kjörbúðarfyrir- komulagið leiða til þess, að færri af- greiðslustúlkur þyrfti í búðirnar. Raunar rná um það deila, hversu mik- ið er hægt að draga úr starfsliði, svo að fullum afköstum sé haldið. Yrði að gera þetta stig af stigi og hafa reynsluna að leiðarvísi. Aður en búðunum yrði breytt í kjörbúðir, þyrfti að pakka fyrirfram öllum söluvarningi, enda er það einn- ig gagnlegt sakir hreinlætis. Þá mætti ekki selja t. d. brauð í minna en heil- um pökkum. Fullnægjandi ætti að vera að pakka skyrið, svo sem lagt hefur verið til, í smj örpökkunarvélum. Flóknara kynni að reynast að pakka bökunar- vörunum. Kemur þá til mála að hætta að selja þær brauðvörur, sem ekki er hægt að selj a í pökkum. Þá ætti og að hætta allri sölu á „lausri mjólk“, jafnskjótt og mj ólkurstöðin getur annað því að láta alla neyzlumjólk á flöskur. Þetta er þýðingarmikið skref í mörgu tilliti. í fyrsta lagi er það tæplega samrýmanlegt heilbrigðis- kröfum að ausa mjólk upp í ílát kaup- enda, enda verður þessi afgreiðslu- máti að víkja hvarvetna í heiminum fyrir nýtízku aðferðum. Með því að brúsarnir eru ekki kældir, leiðir þetta til rýrnunar í óseldri mjólk, og gæti sá kostnaður einn réttlætt það að af- nema þessa sölu. Sennilega myndi það reiknast svo dýrt (ef reiknað væri) að ausa mjólkinni upp, að slík mjólk ætti raunverulega að kosta meira en flöskumjólk. En aðalatriðið er, að ekki er hægt að breyta búðunum í kjörbúðir, fyrr en lausmjólkursöl- unni er hætt. Því verður ekki neitað, að skil á tómum flöskum og greiðsla fyrir þær gera kjörbúðarfyrirkomulagið flókn- ara. A hinn bóginn er slíkt engin frá- gangssök. Kaupendur, sem inn koma, gætu sýnt gjaldkeranum sínar tómu 36 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.