Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 18
Lltn rafmagnseftirlit ríkisins siorf ftess og siarfshœiti Ejtir GUÐMUND MARTEINSSON verkjrœðing, jramkvœmdastjóra rajmagnsejtirlitsins. Rafmagnseftirlit ríkisins er, eins og nafnið bendir til, ríkisstofun, og hlut- verk þess er í fáum orðum sagt að hafa eftirlit með því, að öryggi sé tryggt, eftir því sem verða má, að því er varðar rafbúnað og rafmagns- áhöld, raflagnir og hvers konar raf- orkumannvirki, innanhúss og utan. Þó eru undanskilin raforkumann- virki landssímans og ríkisútvarpsins. Eftirlit með þeim hafa þær stofnanir sjálfar með höndum. Og eftirlit með raflögnum í skipum hvílir á skipa- skoðun ríkisins. Starfsemi rafmagnseftirlits ríkisins má skipta i tvo meginþætti: annars vegar eftirlit með raflagnaefni og raf- tækjum og hins vegar eftirlit með raf- orkuvirkjum, þ. e. raforkuverum, stærri og smærri, orkuveitukerfum íháspennu- og lágspennuloftlínum, -jarðstrengjum, -sæstrengjum, spenni- stöðvum og greinistöðvum) og raf- lögnum í híbýlum manna og dýra, verksmiðjum og verkstæðum, sam- komuhúsum, verzlunum o. s. frv. Eítirlit með railagnaefni og raitækjum Eftirlit með raflagnaefni og raf- tækjum annast raffangaprófunin. í reglugerð um raforkuvirki eru fyrir- mæli um það, að ekki megi flytja inn í landið, selja eða afhenda til notkun- ar innanlands önnur raforkuvirki eða hluta raforkuvirkja en þau, sem full- nægja skilyrðum reglugerðar um raf- orkuvirki um gerð og frágang. Innflytjendur og innlendir fram- leiðendur raflagnaefnis og raftækja senda raffangaprófuninni sýnishorn af flestum tegundum af rafmagnsvör- um, sem flutt eru inn eða smíðuð hér- lendis. Sýnishornin eru prófuð af starfs- mönnum raffangaprófunarinnar. Skýrsla er samin um prófunina, og síðan eru sýnishornin ásamt skýrsl- unum lögð fyrir dómnefnd raffanga- prófunar. Nefndin heldur fundi viku- lega, og á þeim fundum eru teknar á- kvarðanir um þau sýnishorn, sem fyr- ir liggja, og eru þau þá ýmist sam- þykkt eða neitað um samþykkt á þeim. Dómnefnd raffangaprófunar skipa þrír ménn, einn tilnefndur af Sambandi íslenzkra rafveitna, einn 38 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.