Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 19
tilnefndur af rafmagnseftirliti ríkis- ins úr hópi starfandi rafvirkjameist- ara. og rafmagnseftirlitsstjóri. Þau sjónarmið, sem ráða úrskurði dómnefndar, eru fyrst og fremst ör- yggissjónarmið, en einnig er tekið til- lit til þess, hvort varan, sem prófuð er, telst að öðru leyti vönduð eða hentug. Við prófun raffanga og eins við úr- skurð dómnefndar eru hafðar til hlið- sjónar prófunarreglur og kröfur CEE (International Commission on Rules for the Approval of Electrical Equip- ment), en það er stofnun, sem fjölda- margar Evrópuþjóðir standa að, og prófunarreglur og kröfur CEE gilda að meira eða minna leyti hjá þeim þjóðum. Að loknum hverjum fundi er þeim, sem sent hafa inn sýnishornin, til- kynnt með bréfspjaldi, hvort sýnis- hornið hefur verið samþykkt eða því neitað, og jafnframt eru færð inn á skrá hjá raffangaprófuninni þau sýn- ishorn, sem samþykkt hafa verið. Smásýnishornum, svo sem ýmsu raf- lagnaefni, heldur raffangaprófunin eftir, að lokinni prófun, og geymir þau í sýnishornaskápum sínum, sem nú eru orðnir allmargir, þéttskipaðir sýnishornum, og er hvert sýnishorn merkt spjaldi, þar sem skráð er, hve- nær það var prófað og hvort sam- / sýnishornageymslu. Frá skrijstoju rajmagnsejtirlitsins, Skipholti 3. þykkt var eða neitað. Af stærri sýnis- hornum, svo sem ýmsum raftækjum, eru teknar ljósmyndir, sem síðan eru límdar inn í albúm og merktar á svip- aðan hátt og sýnishornin, sem geymd eru í sýnishornaskápunum. Arlega eru prófuð nokkur hundruð sýnishorn, að sjálfsögðu mismunandi mörg frá ári til árs, en alls hafa verið prófuð rúmlega 7000 sýnishorn frá rúmlega 20 löndum, frá því að raf- fangaprófunin tók til starfa árið 1937. Eftirlit með raforkuvirkjum Eftirliti með raforkuvirkjum er skipt í þrennt: 1. eftirlit með háspennuvirkjum, 2. eftirlit með raflögnum á svæð- um almenningsrafveitna og 3. eftirlit með einkarafstöðvum og raflögnum tengdum við þær. Um hvert þessara verksviða gilda mismunandi vinnubrögð hjá raf- magnseftirlitinu, enda má segja. að á þeim sé nokkur eðlismunur. Háspennuvirki eru yfirleitt reist fyrir almenningsrafveitur, annað- hvort af þeirra eigin starfsmönnum eða öðrum aðilum, sem taka slík verk að sér, og háspennuvirkin verða, þeg- ar þau eru fullgerð, eign hlutaðeig- andi rafveitu. 011 slík háspennuvirki eru skoðuð og tekin út af starfsmönnum raf- magnseftirlits ríkisins. Um rajlagnir á svœðum almenn- ingsrafveitna gegnir öðru máli. Þær leggja rafvirkjar fyrir húseigendur, og hlutaðeigandi rafveitu ber að sjá IÐNAÐARMÁL 39

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.