Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 21

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 21
breytt. En sú krafa er að sjálfsögðu gerð varðandi einkarafstöðvar og raf- lagnir tengdar við þær, eins og við önnur raforkuvirki, að löggiltur raf- virki hafi þær með höndum. Utfylling eyðublaða, umsóknir, leyfis- veitingar, aðfinnslur Ekki verður hjá því komizt, að ýmsar skriftir fylgi eftirlitsstörfunum. Áður en hafnar eru framkvæmdir við raforkuver og háspennuvirki, ber að tilkynna það rafmagnseftirliti ríkis- ins, sem, að uppfylltum tilskildum kröfum, veitir samþykki sitt til þess, að framkvæmdir séu hafnar. Þá ber einnig að tilkynna rafmagnseftirlit- inu, þegar lokið er setningu slíkra virkja. Eru þau þá skoðuð og tekin út og leyfi veitt til þess að taka þau í notkun, en sé þeim í einhverju áhóta- vant að dómi rafmagnseftirlitsins, eru lagfæringar fyrirskipaðar. Um lágspennuraforkuvirki, þ. á. m. húsalagnir, gegnir svipuðu máli, en þau eru að jafnaði tilkynnt hlutað- eigandi rafveitu, nema raflagnir í sambandi við einkarafstöðvar eru til- kynntar rafmagnseftirliti ríkisins. Auk þeirra starfa við prófun raf- fanga og eftirlit með raforkuvirkjum, sem hér hefur verið lýst og eru aðal- verkefni rafmagnseftirlits ríkisins, gegnir það þó einnig nokkrum öðrum störfum, sem raunar mega heita ná- tengd eftirlitsstörfunum. Löggilding rafvirkja Rafmagnseftirlit ríkisins löggildir rafvirkja til starfa við raforkuvirki, að fengnum vottorðum um, að full- nægt sé skilyrðum, sem sett eru í reglugerð um raforkuvirki um lög- gildingu til rafvirkjastarfs. Um tvenns konar löggildingu er að ræða: löggildingu til starfa við lág- spennuvirki og löggildingu til starfa við háspennuvirki. Og þar að auki eru stundum gefnar út svokallaðar bráðabirgðalöggildingar eða stað- bundnar löggildingar, en slíkar lög- gildingar eru gefnar út, þegar svo stendur á, að eitthvert hérað eða pláss vantar tilfinnanlega rafvirkja, en eng- inn maður þar búsettur fullnægir skil- yrðum til löggildingar. Þá eru stund- um veittar undanþágur frá hinum venjulegu kröfum um löggildingar- skilyrði. Utgáfustarfsemi Nokkra útgáfustarfsemi hefur raf- magnseftirlit ríkisins með höndum. Það gefur út á fárra ára fresti fjölrit- aða skrá yfir löggilta rafvirkja og einnig á fárra ára fresti fjölritaða skrá yfir rafveitur á íslandi, með upp- lýsingum um stærð og nokkur fleiri atriði, ennfremur á nokkurra ára fresti skrá yfir viðurkennd rafföng. Eldsvoðar og slys, athuganir og skýrslugerðir Þá má geta þess, að oft er leitað til rafmagnseftirlits ríkisins um athugun á húsbrunum og stundum einnig slys- um af völdum rafmagns. Að slíkum athugunum loknum er ávallt gerð skýrsla um skoðunina. Þeir aðilar, sem leita til rafmagnseftirlitsins um slíkar skoðanir, eru fyrst og fremst rannsóknarlögreglan í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið, en einnig stundum aðrir aðilar. Hér að framan hefur í stórum dráttum verið skýrt frá verkefnum rafmagnseftirlits ríkisins og störfum þess. Starfsfólk og húsakynni Starfsfólk stofnunarinnar auk raf- magnseftirlitsstjóra er sem stendur 10 manns, 3 á raffangaprófuninni, 5 við eftirlit raforkuvirkja, 1 (verkfræð- ingur) við samningu reglugerða og reglugerðarákvæða o. fl. og skrif- stofustúlka. Rafmagnseftirlit ríkisins er nú til húsa á 3. hæð í húsinu Skipholt 3. Eru þar björt og góð húsakynni, en lítt við vöxt. Á síðastliðnu sumri voru liðin 25 ár frá því, að rafmagnseftirlit ríkis- ins var stofnað og reglugerð um raf- orkuvirki tók gildi, og var afmælisins minnzt með því, að gefin var út skýrsla um starfsemi rafmagnseftir- litsins frá stofnun þess. Viðar- og pappírs- úrgangur Framh. aí 27. bls. að þar saman í nokkrar mínútur. Einnig má setja óþurrkaðar (for- pressaðar) plötur í þessa pressu, og þarf þá að leggja plötuna á sérstakt vírnet í pressunni, svo að gufa og vatn geti komizt úr plötunni, og er þá bak plötunnar hrjúft. Til þess að unnt verði að ná þeim afköstum, sem hér þarf með, verður of lítið að nota pressu með einu opi (afköstin yrðu þá líklega um 100 jrlötur á 8 klst.), heldur þarf pressu með fleiri plötuopum (svipað plötum í hraðfrystitækjum), en því fleiri sem plötuopin verða, þeim mun dýrari verður pressan (þó ekki hlutfalls- lega) og sömuleiðis útbúnaðurinn við hana til að hlaða og taka plöturnar úr. Pressa með 10 plötuopum, raf- hituðum, ætti að vera meir en full- nægjandi fyrir þá framleiðslu, sem hér um ræðir. Eftir þessa þjöppun og hitun yrði einhver hluti af hörðu plötunum gegndrepinn í olíu (vel væri athug- andi að nota síldarolíu) og því, sem eftir er, ásamt hinum olíubornu plöt- um, raðað á kant í rekki og rennt inn í klefa, þar sem þær eru látnar standa í minnst 6 klst. í mjög röku og heitu lofti. Vel væri athugandi að nota þurrkklefann til þessa á þeim tíma sólarhringsins, sem ekki þarf að nota hann við sjálfa þurrkunina. Að lokum eru hörðu plöturnar kantskornar og þeim staflað til geymslu. Aukaframleiðsla: Bókbandspappi — spænisplötur Eins og áður var tekið fram, kæmi vel til greina að auka á fjölbreytni framleiðslunnar með því að fram- leiða 50—60 tonn á ári af bókbands- pappa. Þetta mætti gera án þess að bæta við vélum. Einnig mætti fram- leiða nokkur hundruð tonn á ári af spænisplötum (Novopan, spónlögðum Framh. á 44. bls. IÐNAÐARMÁL 41

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.