Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 25

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 25
Mjólkurdreifing í Reykjavík Framh. af 37. bls. tappann, auk þess sem mjólkin verð- ur bragðbetri og litfegurri. Þráa- bragð myndast seinna, ef jöfnuð mjólk er gerilsneydd við hæfilega hátt hitastig. Með því að d-fjörefni er uppleysanlegt í fitu, ber að jafna d- fjörmjólk, til þess að fjörvið sé dreift sem bezt um flöskuna alla. Það skal viðurkennt, að jafnaðri mjólk hættir frekar við óbragði, ef að henni kemst sólskin, og er reynt að stemma stigu við þessu í sumum mjólkurstöðvum með því að nota pappaflöskur eða brúnar glerflöskur. Jafnaða mjólk þarf einnig að skilja, svo að ekki myndist botnfall í flöskunum. Nú eru jöfn gæði í framleiðslu mjög þýðingarmikil í augum neyt- enda, og er því mælt með, að mjólkin sé fitujöfnuð til ákveðins fitumagns. Með þessu er ekki stefnt að því að lækka meðalfitu mjólkurinnar, held- ur að staðla framleiðsluna sem mest með því að koma í veg fyrir, að fitan sé mjög há eða mjög lág í hverri flösku. Þekja skyldi hleðslupall stöðvar- innar með nægilega stóru þaki til þess að byrgja fyrir sólskin. Sumt af mjólkinni stendur talsvert lengi í sól- skini, og rýrir það alla mjólk, hvort sem hún er jöfnuð eða ekki. Hafa skyldi mjólkurpípur úr ryð- fríu stáli í stað allra leiðslna úr kop- arblöndum. Hreinsa skyldi allar mjólkurleiðsl- ur með því að dæla heitum hreinsi- vökva gegnum þær. Til þess að ná stöðlun í vörugæð- um verður að gera sömu kröfur til bæjanna og til vinnslustöðvanna. Efna þarf til áætlunar um virkar end- urbætur á vörugæðum og búnaði á bændabýlum, svo að til jafns verði haldið við mjólkurstöðvarnar. Skal hér ekki farið út í einstök atriði, en leggja verður áherzlu á gæði sjálfrar mjólkurinnar, ekki síður en á tæki og útbúnað á hverjum bæ. Gæta þarf at- riða svo sem heitavatnsgeyma, þvotta- kerfa með tveim hólfum, aukins eftir- lits með fjósum og mjólkurhúsum og vélkælingar á bæj um, þar sem hætt er við vatnsskorti. Bláa methylene-prófunin er út af fyrir sig ekki nægileg til þess að mæla gæði neyzlumjólkur. í hennar stað, eða til viðbótar, þarf að koma á plötutalningu eða beinni smásjártaln- ingu. Gerlatalning gerilsneyddra mj ólkursýnishorna getur verið hent- ug, þegar upplýsa þarf, á hvaða bæj- um skortir helzt á þrifnað. í móttökusal þarf að skoða hvern brúsa vandlega með tilliti til lyktar og útlits mjólkurinnar. Með þessu móti er hægt að vinza slæma mjólk frá og forðast, að hún lendi saman við neyzlumjólk. Brúsa bændanna þarf að skoða með reglulegu millibili með tilliti til hreinlætis, ryðmyndun- ar, beyglunar á samskeytum o. s. frv. En þegar rætt er um endurbætur á framleiðslu mjólkur, er ekki nóg að gæta þess, að settum kröfum sé fram- fylgt, heldur verður einnig að út- breiða þekkingu á framleiðslu góðrar vöru. Gera verður bændum ljóst, hvers vegna endurbætur eru nauðsyn- legar og hvers vegna framfylgja ber ýtrustu kröfum. RJÓMAÍS, FRAMLEIÐSLA OG SALA Það virðist vera talsverð þörf á framleiðslu og sölu rjómaíss á ís- landi. Með því að framleiða rjómaís fengist markaður fyrir mjólk bænda um sumarmánuðina, þegar mjólkur- neyzlan er lítil, en framleiðslan mikil, enda er neyzla ísrjóma líka mest á þeim tíma árs. Myndi slíkt hafa í för með sér, að meiri mjólk seldist á hæsta verði. Rjómaís er nærandi og heilsusam- leg fæða, enda inniheldur hann um 38% af meltanlegu þurrefni. Myndi neyzla hans hafa þýðingu í manneldis- málum þjóðarinnar. VIÐBÆTIR Samanburður á neyzlu nýmjólkur Mannfjöldi í Reykjavík og ná- og rjóma á íslandi (Reykjavík) við grenni í des. 1957: 86.600. Bandaríkin og önnur lönd 1957. Sala í nóvember 1957 Lítrar alls á mánuði Mjólk ............... 1.968.123 Rjómi ............... 51.198,5 Alls 2.019.321,5 Mjólkurígildi rjóma telst 8,47 hlut- ar mjólkur = 1 hluti rjóma. Lítrar á ári á mann: 924X365 = 337,26 1. Kílótala á ári: 337,26XE032 = 348,052 kg eða 767 amerísk pund á ári. Á árinu 1957 neyttu Bandaríkja- menn að meðaltali 352 punda mjólk- Lítrar alls Lítrar á mán. Mjólkurneyzla á dag á neytanda á dag, lítrar 65.604 22,73 0,758 1.707 0,59 0,166 67.311 23,32 0,924 ur og rjóma (að mjólkurígildi), þ. e. 454 qt. eða 0,429 1 á dag. Neyta íslendingar því 2,15 sinnutn meiri mjólkur en Bandaríkjamenn. Finnar ganga næstir Islendingum um mjólkurneyzlu, og er tilsvarandi tala þar 645 pund, og er neyzla ís- lendinga því 15% meiri. IÐNAÐARMÁL 45

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.