Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 28

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 28
Aðferð til að binda blauta steypu við harðnaða steypu Við byggingu mannvirkja úr stein- steypu hefur það löngum verið vand- kvæSum bundiS aS binda blauta steypu örugglega viS harSnaSa steypu. Ein leiS til aS leysa þennan vanda er sú aS bera hiS nýja plastefni Uni- weld, sem er eins konar blanda af 1. mynd. Til hœgri sést steypusýnishorn, sem er fullharðnað. í miðjunni er sams kon- ar steypusýnishorn, eftir að plastið Uniiveld hefur veríð borið á það, en til vinstri hefur steypu verið hellt í sýnishornið. 2. mynd. Bindihœfni plastsins sannprófuð. Ejtir að ný steypa hefur harðnað í hinu plastborna steypusýnishorni (sbr. 1. mynd), er Jiað brotið með hamri. 3. mynd. Samanburður á brotnum sýnis- hornum. I sýnishornabroti nr. 1 hefur plast- ið Uniweld veríð borið á milli steypulag- anna, en í sýnishornabrotum nr. 2, 3 og 4 hafa ýmis önnur plastbindiefni verið borin á milli steypulaga. gerviplastefnunum epoxy og nælon, á samskeytin, áSur en nýju steypunni er hellt á hörSu steypuna. Tilraunir hafa sýnt, aS þessi plast- binding er mun sterkari en fullhörS steypa, auk þess sem binding efnisins viS steypuna er mjög góS. Þá þolir efniS algjörlega áhrif vatns, lúts, veikra sýrna og margra annarra efna. Vatnsþétt himna myndast einnig á milli steypulaganna viS notkun þessa efnis. Notkun efnisins er einföld. ASeins þarf aS gæta þess í upphafi, aS yfir- borS hörSu steypunnar sé sæmilega hreint og laust viS olíur, fitu og laus- ar agnir, en alveg er óþarfi aS höggva raufar í steypuna til aS fá betri fest- ingu. -— EfniS kemur óblandaS í tvennu lagi, og er því blandaS saman í jöfnum hlutföllum. Þunnt lag af þessu vökvakennda efni er boriS á steypuna meS pensli, rúllu eSa sprautu. Um 15 mínútum síSar er svo blautu steypunni hellt á og hún látin harSna. Pottending plastefnisins eftir blöndun er 1—2 tímar. MeS þessari notkun Uniweld-efnis- ins er t. d. unnt aS komast af meS þynnri steypuslithúS á iSnaSargólf- um, þar sem styrkleiki slitlagsins yrSi þá ekki háSur þykkt þess, heldur styrkleika og bindihæfni plastefnis- ins. Einnig má nota Uniweld viS venjulega múrhúSun steinsteyptra veggja. Framleiðandi: Permagile Corp. of Ame- rica, Woodside, N.Y., U.S.A. Heimildarrit: World’s Business, febrúar 1959. L. L. Stíílugarður, byggður með steypuúða Franskur verktaki. Dodin aS nafni, hefur byggt stíflugarS nálægt Cher- bourg meS því aS sprauta steypuefni gegnum pípu á byggingarmótin. í stíflunni eru 14 bogar meS um 8,5 metra spannvídd. Þykkt þeirra, sem er um 20 cm, var byggS upp í tveim lögum af steypu, fyrst 15 cm og síSan 5 cm. Stevpunni var þrýst meS loft- þjöppu gegnum slöngu og út í pípu- haus, en þrýstiloft úr annarri slöngu sprautaSi síSan steypunni á mótin. I sementsblönduna var notaS jafnmik- iS af sandi og möl. Var henni mokaS inn í strýtumyndaSan geymi, er tengdur var viS loftþjöppu. Vélin var staSsett á jörSu niSri, meSan unniS var viS undirstöSur boganna, en því næst á göngubrú, sem lá yfir stífluna. Engineering News-Record, jan. 1959. Flutningaborð fyrir prentmót o. fl. Myndin sýnir nýtt, færanlegt borS, sem hækka má og lækka aS vild meS fótstiginni vökvalyftu. BorSiS hefur veriS sniSiS sérstaklega til notkunar í prentsmiSjum viS aS flytja hin þungu prentmót frá setjurum aS prentvél- um. Sparar notkun þess bæSi tíma og erfiSi viS tilfærslur prentmóta. Framleiðandi: „Optima", Leipzig, Aust- ur-Þýzkalandi. — E.T.D. 2303. European Technical Digests 1958, nr. 4. Sveigjanleg skrúfjárn og festilyklar Tvær nýjar gerðir handverkfæra með sveigjanlegum skeftum. Þegar veriS er aS setja saman eSa gera viS vélar, verkfæri eSa tæki (bíla, heimilistæki o. s. frv.), er þaS oft miklum vandkvæSum bundiS eSa jafnvel ógerlegt aS komast aS erfiS- IÐNAÐARMÁI, 48

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.