Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 29

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 29
um stöðum. Það kostar því oft mik- inn tíma og erfiði að herða á skrúfum eða róm, sem erfitt er að ná til. Þegar svo ber undir, geta ný áhöld, búin sveigjanlegu skefti, komið að góðum notum. a) Skrúfjárn: Skrúfjárn með sveigjanlegu skefti og einangrandi plasthandfangi (alltað 10.000 Y) eru nú búin til (1. mynd). I skeftisend- ann má festa blöð af mismunandi stærðum (2—7 mm). b) FestilykUl: Svipað áhald hefur verið fundið upp til þess að halda og 2. mynd. festa skrúfur, rær, skinnur o. s. frv. Er hann gerður fyrir skrúfur með 2— 10 mm hausmál, og rær með 4—12 mm þvermál (2. mynd). Framleiðandi: Friedrich Damm, Rem- scheid-Hasten, Þýzkalandi. -— E. T. D. nr. 2174. European Technical Digests, febrúar 1958. STEYPUHÓLf Einangrunarvinna hagrædd Utbúnaður sá, sem sýndur er á myndinni, er notaður til að bera jafnt lag af sementssteypu á einangrunar- plötur. Verkið er unnið á þann hátt, að einangrunarplötunum (t. d. korki eða plasti) er ýtt eftir trérennu undir steypuna, sem er í hólfi yfir rennunni, og smyrst þá jafnt lag af steypu á plöturnar. Þykkt steypulagsins má breyta með stillanlegri tréplötu við enda steypuhólfsins. Einnig má stilla breidd rennunnar (botn hennar ekki heill) með þverborðunum á botni hennar. Kostir þessarar steypurennu eru aðallega tveir. I fyrsta lagi verður þykkt steypulagsins mjög jöfn, og í öðru lagi sparar notkun rennunnar mikinn tíma við sjálfa einangrunar- vinnuna. Ur bæklingi um plasteir.angrun frá Dow Chemical Co., U. S. A. L. L. og framleiðir víxlstraum úr vanaleg- um 6, 12, eða 24 volta rafgeymum. Straumbreytirinn getur verið stöðugt í sambandi, þar eð hann tekur ekki í sig straum, fyrr en klónni á rakvélinni eða einhverju öðru tæki er stungið í úttakið. Sú gerð, sem notuð er við rakvélar, er kraftlítil, en hægt er að fá stærri gerðir, allt upp í 80 vött. Rafgeymir bílsins getur þannig drifið segul- bandstæki, plötuspilara, vanaleg 220v útvarpsviðtæki, litlar loftdælur, flúr- skinslampa o. fl. Framleiðandi: Carl August Aweh, Trans- formatorenfabrik, Hamburg/Schoenfeld, Þýzkalandi. — E. T. D. nr. 212. European Technical Digests, febr. 1958. Straumbreytir fyrir smátæki Þessi litli straumbreytir gerir t. d. bílstjóra kleift að nota rafmagnsrak- vélina sína með því að tengja hana rafgeymi bílsins. Nýr og lítill straumbreytir, bæði fyrir víxlstraum og jafnstraum, er nú fáanlegur. Með honum er hægt að nota 220 eða 125 volta tæki í sam- bandi við rafgeymi bílsins. Straum- breytirinn er tengdur með sérstakri kló við handlampainnstungu bílsins IÐNAÐARMÁL 49

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.