Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 32

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 32
greiðsluverzlana í OEEC-löndunum, hag- nýtt gildi þeirra o. s. frv. Fundur var hald- inn í Köln í nóv. s.l., og mætti þar fyrir Is- land Gísli Einarsson viðskiptafræðingur. Kynnti hann sér, á hvern hátt unnið hafði verið að þessum málum erlendis og hvernig fyrirhugað var aS framkvæma áætlunina. Vinnur hann ásamt GuSm. H. Garðarssyni að framgangi þessarar áætlunar hér á landi. Nokkur tregða mun vera af hálfu kaup- rnanna og SÍS að gefa nauðsynlegar upp- lýsingar. EPA áætlun nr. 5/40 — Ráðstefna full- trúa verzlunarmannafélaga um framleiðni í vörudreifingu (Trade Union Seminar on Productivity in Distribution). Félögum verzlunarmanna stóð til boða að senda full- trúa á ráðstefnu, sem verkalýðsmáladeild EPA efndi til í Egrnond í Hollandi í nóv- ember s.l. Ásgeir Hallsson, skrifstofustjóri Orku h.f., sótti ráðstefnuna af hálfu ís- lenzkra verzlunarmanna. Var þar einkum fjallað um vandamál launþega og verzlun- ar í sambandi við hinar miklu og öru skipu- lagsbreytingar, sem eiga sér stað í verzlun- inni, hollustuhætti o. þ. h. Aðrar áætlanir, sem IMSÍ tók þátt í, voru: EPA áætlun nr. 174 — „Modular Coor- dination in Building" Staðlaáætlun. EPA áætlun nr. 309/20 — Hljóðupptaka á samframleiddar kvikmyndir. (Synchroni- sation of Co-Produced Films). Keyptar voru með sérstökum kjörum nokkrar kvikmyndir og íslenzkt tal sett inn á þær. Voru þetta einkum fræðslukvik- myndir um iðnað. Hafinn var undirbúningur að þátttöku í: EPA áætlun nr. 382/10: Low Cost Auto- mation — Iðnaður — smávélar og tæki. Fyrirhugað að halda sýningu á slíkum tækjum hér á landi, þ. e. sjálfvirkum. EPA áætlun nr. 382/4: Flutningatækni (Materials Handling and Plant Layout). Námskeið fyrir iðnrekendur og verksmiðju- stjóra. EPA áætlun nr. 5/24: Verkstjórnar- fræðsla (Advisory Services in Management Education and Training). Gerð tillaga um að fá norska verkfræðinginn Rolf Wattne til að koma til íslands vegna verkstjómar- fræðslumála, sem hafa verið vanrækt grein hérlendis. III. Alþjóðasamvinnustofnunin (Inter- national Cooperation Administration — ICA) Bandaríkjastjórn veitti íslandi tækniað- stoð á árinu 1958 á svipuðum grundvelli og næstu ár á undan, og var þess óskað, að IMSÍ gerði tillögur um hagnýtingu á þeim hluta aðstoðarinnar, sem einkum færi til iðnaðar, verzlunar og samtaka launþega og vinnuveitenda. Að vel athuguðu rnáli samþykkti stjórn- in um áramótin 1957/58 að gera eftirfar- andi tillögur, sem kæmu til framkvæmda á árinu 1958 og ’59. Voru þær samþykktar í meginatriðum: ICA — 43 — 12 — 060 — íslenzkar jarð- vegsskýrslur. (Bulletin of Icelandic Soils). Urvinnsla og útgáfa á athugunum, sem gerðar hafa verið af innlendum og erlend- um aðilum á undanförnum árum. Björn Jó- hannesson verkfr. fór til 2—3 mánaðar dval- ar í USA, en mikil gögn um þessi mál eru í aðalstöðvum U.S. Soil Survey, Maryland. ICA — 43 —■ 23 — 061 — Athugun á framleiðslu fosfatáburðar hjá Áburðarverk- smiðjunni h.f. (Phosphatic Fertilizer Pro- duction Study). Áburðarverksmiðjan h.f. óskaði eftir aðstoð í gegnum ICA um út- vegun tveggja erlendra sérfræðinga í fram- leiðslu fosfatáburðar. Þeir gerðu áætlanir urn fosfat-áburðarframleiðslu, fjárfestingar- og framleiðslukostnað o. þ. h. ICA — 43 — 27 — 065 — Framleiðsla og dreifing sements (kynnisför til USA), (Port- land Cement Mfg. and Distribution Study). Sementsverksmiðja ríkisins óskaði eftir, að tveim fulltrúum fyrirtækisins væri gefinn kostur á að kynna sér framleiðslu og dreif- ingu sements í Bandaríkjunum. ICA —-43 — 44 — 063 — Samvinnu- starfsnefnd launþega og vinnuveitenda fór í kynnisför til Norðurlandanna. (Labour- Management Committee Study Tour). Tal- ið var æskilegt, að hópur fulltrúa frá sam- tökum launþega og vinnuveitenda færi til Norðurlandanna og kynnti sér störf hinna svonefndu samvinnustarfsnefnda. Fulltrúar frá eftirtöldum samtökum munu taka í henni: Vinnuveitendasambandi íslands, Fé- lagi ísl. iðnrekenda, Vinnumálasambandi SÍS, Landssambandi iðnaðarmanna, Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, og far- arstjóri frá IMSÍ (Oskar Hallgrímsson). ICA — 43 — 23 — 059 — Saltvinnsla úr sjó (Salt Extraction from Sea Water). Sér- fræðingur verði fenginn til frekari athug- unar á þessu máli og vinni hann með raf- orkumálastjóra. Athugun á flugumsjón og flugvöllum á íslandi. Hér er um að ræða fyrirgreiðslu við útvegun sérfræðinga í flugmálum fyrir hina íslenzku flugmálastjórn. Þá er að geta þess, að til framkvæmda komu á árinu 1958 tillögur frá fjárhagsár- inu 1956/58 sem hér segir: 1. Kynnisför mjólkureftirlitsmanns ríkis- ins til Bandaríkjanna dagana 6. febr. til 8. marz. 2. Kynnisför eldvarnareftirlitsmanns Reykjavíkurbæjar til Bandaríkjanna dagana 2. marz til 21. apríl. Kynnti sér eldvarnareftirlit o. þ. h. 3. Kynnisför þriggja manna í sambandi við söfnun skýrslna úr iðnaði og öðr- um atvinnugreinum. Fóru þeir utan s.l. vor og dvöldust í Noregi og Þýzkalandi í 3 vikur. Heimsóttu þeir hagstofur hlutaðeigandi landa og samtök vinnu- veitenda og iðnrekenda. 4. Kynnisför fulltrúa frá V. R. til að kynna sér skipulag og starfsemi laun- þegasamtaka skrifstofu- og verzlunar- manna á Norðurlöndum. Þriggja vikna ferð farin í marz./apríl. 5. Sérfræðingur í dreifingu mjólkur dvaldist hér í tæpan rnánuð og skrif- aði skýrslu um athuganir sínar. 6. Sérfræðingur í hagnýtingu viðar- og pappírsúrgangs dvaldist hér s.l. haust. Skýrsla. I lok ársins 1958 voru gerðar tillögur um hagnýtingu tækniaðstoðar Bandaríkjanna á fjárhagsárinu 1958/59 sem hér segir, og hafa þær verið samþykktar: 1. Sérfræðingur í niðursuðuiðnaði komi til íslands (Canning Industry Consul- tant). 2. Þrem Islendingum verði gefinn kostur á að kynna sér byggingu verksmiðju- liúsa. 3. Sérfræðingur verði fenginn hingað í sambandi við rannsókna- og tilrauna- starfsemi iðnaðarins, skipulag slíkra rannsókna og fjárhagsgrundvöll. Dvelj- ist hér um mánaðartíma. 4. Skipulagning vörusýninga. Tveim til þrem Islendingum verði gefinn kostur á að fara til Evrópu til að kynna sér skipulag vörusýninga og sýningar- skála. 5. Kynnisför öryggiseftirlitsmanns með byggingum frá Oryggiseftirliti ríkis- ins verði gefinn kostur á að kynna sér þessi mál á Norðurlöndum. 6. Kynnisför eftirlitsmanns með öryggi á fermingu og affermingu skipa. Maður þessi væri frá Öryggiseftirlitinu og færi til Evrópu. 7. För þriggja manna til Bandaríkjanna til að kynna sér auglýsingastarfsemi og auglýsingateiknun. Tillaga þessi er gerð í samráði við Sölutækni, sem hef- ur þegar tilnefnt þrjá menn, þá Ásgeir Júlíusson teiknara, Atla Má teiknara og Sigurð Magnússon fulltrúa. IV. StöSIunarstarfsemin Hér á landi er stöðlun ný starfsemi, sem Iðnaðarmálastofnuninni hefur verið falið að annast, en er í höndum sérstakra stofn- ana í öðrum löndum. Ljóst var, er starfsemi þessi var hafin hér, að hún yrði eins og annars staðar að byggj- ast á góðri samvinnu við samtök, stofnanir og einstaklinga, sem hefðu áhuga og skiln- ing á málefninu og vildu taka þátt í starf- 52 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.