Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 33

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 33
seminni. Sömuleiðis var Ijóst, að óhjákvæmi- legt yrði að skapa stöðluninni þann sess í starfsemi IMSI, að unnt yrði að starfa af nokkrum krafti og vinna upp aðgerðaleysi það, sem ríkt hefur hér á landi í þessum málum frá upphafi, en eins og kunnugt er, er stöðlun ein helzta leiðin til skipulegri og hagkvæmari framleiðslu og framkvæmda, t. d. í byggingariðnaði, sem aðaláherzlan hef- ur verið lögð á hér á landi í stöðluninni til þessa. Að því er fyrra atriðið varðar, má segja, að mjög góð samvinna hafi tekizt við þá að- ila, sem nauðsyn ber til að taki þátt í þessu starfi og veiti því stuðning. Eru, þegar þetta er ritað, starfandi fjórar stöðlunarnefndir auk Byggingartækniráðs. Eiga þegar 8 sam- tök og stofnanir aðild að starfseminni, og skipa alls 24 menn BTR og nefndir. Aðilar þeir, sem hér um ræðir, eru: Arkitektafélag fslands, Byggingarefna- rannsóknadeild Atvinnudeildar Háskólans, Húsnæðismálastofnun ríkisins, Félag ís- lenzkra iðnrekenda, Iðnaðarmálastofnun Islands, Landssamband iðnaðarmanna, Meistarasamband byggingamanna og Verk- fræðingafélag íslands. Er stöðlun var tekin upp sem þáttur í starfsemi IMSÍ, var það gert án þess, að starfsliði væri fjölgað eða önnur verkefni væru látin víkja. Samfara ört vaxandi starf- semi á sviði stöðlunarmála hefur því skap- azt brýn þörf fyrir aukinn starfskraft til að vinna að hinum margvíslegu verkefnum, sem stöðlunin hefur í för með sér, en eins og er starfar einn verkfræðingur stofnun- arinnar eingöngu að þessum málum. Verður ekki komizt hjá að ráða aðstoðarmann eða -stúlku til að vinna í þágu stöðlunarinnar. Stöðlunin er þegar orðin einn af veiga- mestu þáttum í starfsemi Iðnaðarmála- stofnunarinnar, og ríður á miklu, að svo verði búið að þessari starfsemi, að því er starfskraft varðar, að grundvelli þeim, sem tekizt hefur að skapa með samstarfi og stuðningi hinna ýmsu áðurgreindu aðila, verði ekki stefnt í tvísýnu. Er þess að vænta, ef rétt er á haldið, að þess verði ekki langt að bíða, að árangur starfseminnar birtist á byggingarstað í skipulegri vinnubrögðum og vandaðri og ódýrari byggingum og mannvirkjum. Starfsemi Byggingartækniráðs var um- fangsmikil á árinu. Fyrsta verkefnið var mátkerfi, annað setning starfsreglna fyrir stöðlunarnefndir, þriðja undirbúningur hafinn á stöðlun á steinsteypu og hið fjórða undirbúningur stöðlunar á steinsteyptum byggingarvörum. Hafinn var undirbúningur að fræðslustarfsemi fyrir iðnaðarmenn. í maí tók til starfa steinsteypunefnd. Verkefni hennar er mjög yfirgripsmikið. Er því skipt í tvo hluta, efni og mannvirkja- gerð. Til þess að standa straum af kostn- aðinum við þessa staðlastarfsemi, var leit- að til nokkurra aðila, sem ætla mátti að á- huga hefðu á framgangi þessa máls. Brugð- ust þeir vel við og tryggðu hinn fjárhags- lega grundvöll. Mátkerfisnefnd tók til starfa í nóvember og samþykkti starfsreglur stöðlunarnefndar sem starfsgrundvöll. Um áramót var unnið af kappi að samningu frumvarps að fyrsta íslenzka staðlinum: Mátkerfi fyrir bygg- ingariðnaðinn, grundvallarreglur. Þá var einnig í árslok unnið að undirbún- ingi tveggja nýrra verkefna: 1) Gluggar úr tré, tegundarmerkingar og skilgreiningar heita og 2) fastar hæðir í íbúðarbyggingum og skipulagsmát. IMSI á nú heildarsafn af stöðlum frá 6 löndum, og berast jafnan sendingar af nýj- um stöðlum frá erlendum stöðlunarstofnun- um. V. Tæknibókasafnið Bókakostur safnsins var efldur á árinu, eftir því sem efni og ástæður voru á. I árs- lok voru skrásettar bækur í aðfangaskrá orðnar 1515, en í árslok 1957 voru þær 1243. Aukningin á árinu er því 272 bækur, skráð- ar í aðfangaskrá, en auk þess bættist í safn- ið töluvert af bæklingum og ritum, sem ekki fóru í þá skrá, aðeins í höfða- og tugaskrá, og má því áætla aukninguna á árinu 300— 400 bækur, rit og bæklinga. Tímarit safns- ins voru um 100 að tölu, en um helmingur þeirra kemur reglulega. Um 80% af bókum safnsins fjalla um hagnýt vísindi og fram- leiðslu, ca. 10% um hrein vísindi (eðlis- fræði, efnafræði, stærðfræði o. fl.) og eitt- hvað minna um hagfræði, vörudreifingu og viðskiptamál. Á árinu heimsóttu um 700—800 gestir safnið, og var töluvert um útlán á bókum. Þá aðstoðuðu verkfræðingar stofnunarinnar oft gesti safnsins við að leita að tæknilegum upplýsingum í safninu, þegar þess var þörf og þess óskað. VI. Kvikmyndadeild Eins og fyrri ár var mikil eftirspurn eftir kvikmyndum til sýninga fyrir iðnaðarmenn og iðnnema, einnig nokkuð vegna nám- skeiða fyrir verzlunarfólk. Um 1300 manns horfðu á þessar fræðslukvikmyndir, en þær voru um 100 talsins. Flestar þeirra voru í eigu IMSl og með íslenzku tali, en aðrar voru fengnar að láni frá Framleiðniráði Evrópu. Á árinu var haldið áfram við að setja ís- lenzkt tal á nýjar tæknikvikmyndir, sem stofnunin keypti. Er það dýrt verk og sein- legt. IMSÍ hefur sem fyrr möguleika á að fá lánaðar fræðslukvikmyndir um verzlun og iðnað frá EPA, og væri æskilegt, að verzl- unarstéttin hagnýtti sér þessa möguleika eins vel og iðnaðarmenn gera. G. H. G. Þýzk bókagjöf Tæknibókasafni IMSÍ hafa borizt að gjöf um 90 tæknilegar bækur, sem voru á þýzku bókasýningunni, er haldin var í Reykjavík síðla vetrar. Um leið og IMSÍ vill nota tækifærið til að þakka hlutaðeigandi aðilum þessa verðmætu bókagjöf, þykir rétt að nefna hér heiti nokkurra bókanna til að gefa hugmynd um efni þeirra. Hellmut Ernst: Die Hebezeuge I— III. Erwin Maasz: Der Blechwerker. W. Roggmann: Montage-Hilfs- buch. W. Schröter: Schwachstrominstal- lateur. F. Rudolf: Starkstromtechnik. W. Friedrich: Tabellenbuch fiir Bau- und Holzgewerbe. Paul Gabler: Die Stanzereitechnik. Fritz Tödt: Metallkorrosion. Hans Möll: Spannbeton. R. Weigl: Technik und Maschinen in der Schuhindustrie. A. Diirr: Hydraulische Antriebe. H. Repenning: Mechanische Webe- rei. H. G. Mende: Rundfunkempfang ohne Röhren. H. G. Mende: Antennen fiir Rund- funk und UKW. J. Billigmann: Stauchen und Pres- sen. F. W. Paelke o. fl. Transportprob- leme gelöst (5 bindi). K. O. Saur: Handbuch der Technis- chen Dokumentation I—III. E. Pfannkoch: Arbeitsmappe fiir den Konstrukteur. W. Friedrich: Tabellenbuch fiir Metallgewerbe. W. Friedrich: Tabellenbuch fiir Electrotechnik. Kleinschmidt: Das Schleifen in der Metallbearbeitung. IÐNAÐARMÁL 53

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.