Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 3

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 3
r N £jni Verkstjórnarfræðsla 58 Islenzkt fjöliðjuver 59 Þorbjörn Karlsson: Um jarS- boranir 60 Handbækur fyrir byggingamenn 64 Runólfur ÞórSarson: Aukin fjöl- breytni í framleiSslu áburSar 65 Jóhann Jakobsson: ISnaSur og geislavirk efni 69 GuSmundurH.GarSarsson: Lýsi og mjöl 73 19 leiSir til aukinnar framleiSni 15. grein: GæSaeftirlit 77 Merkur brautrySjandi í íslenzk- um byggingariSnaSi 81 LeiSir til góSra vinnuskilyrSa . 83 Nytsamar nýjungar 86 Um hitaflöt og stærðir ofna . .. 90 Starfsmannaskipti 90 Forsíðumynd: Snigill til flutnings á mjöli. Ljósm. Gunnar Rúnar. Teikn. Arngrímur SigurSsson. Endurprentun báS leyfi útgefanda. Ritstjórn: GuSm. H. GarSarsson, Loftur Loftsson, Sveinn Björnsson (ábyrgSarm.). Útgefandi: ISnaSarmálastofnun íslands, ISnskólahúsinu, SkólavörSutorgi, Reykjavík. Pósthólf 160. Sími 19833—4. ÁskriftarverS kr. 100,00 árg. PRENTSMIÐJAN HOLAR H F V Iðnaðarmál 6. ÁRG. 1959 • 4.-5. HEFTI ^jslenzki fjoliðjttver í Iðnaðarmálum hefur öðru hverju verið fjallað um húsnæðismál iðnaðar- ins. Síðast er þetta mál var á dagskrá, var skýrt frá ráðagerðum, sem Reykja- víkurbær á frumkvæði að, þess efnis, að komið verði á fót í Reykjavík iðnað- arhúsum eða fjöliðjuveri, eins og það hefur verið nefnt hér í blaðinu. Er hug- myndin sú, eins og áður er lýst, að ieysa húsnæðisvandamál iðnfyrirtækja á félags- eða samstarfsgrundvelli, jafnframt því sem hagkvæm lausn fæst fyrir bæjarfélagið í sambandi við úthlutun lóða til fyrirtækja. Þessi hugmynd er að vísu engan vegin ný, jafnvel ekki hér á landi, því að segja má, að verbúðirnar í Reykjavík séu dæmi um eins konar fjöliðjuver, þótt þær samsvari aðeins hugtakinu að takmörkuðu leyti. Fyrir framtíð iðnaðar- ins í landinu er hér á ferð málefni, sem getur átt eftir að hafa veigamikil áhrif á þróun hans, og teljum vér, að iðnaðarmenn og iðnrekendur um allt land ættu að kynna sér málið, eftir því sem unnt er, því hér er ekki einungis um að ræða hagsmunamál þeirra, sem að svo stöddu hugsa sér að „verða með“ í hinu nýja fjöliðjuveri, heldur allra, sem við iðnað fást og gera sér grein fyrir mikilvægi húsæðismála iðnaðarins og skynsamlegri uppbyggingu hans. Einkanlega síðasta áratuginn hafa risið af grunni í ýmsum Evrópulöndum fjöliðjuver, en elzt munu þau vera í Bretlandi, enda má rekja þróun þessara mála þar um sextíu ár aftur í tímann. Hollendingar hafa sömuleiðis öðlazt mikla reynslu í þessum efnum og einnig Danir og Svisslendingar á síðari ár- um. Þá er einnig að finna fjöliðjuver í Belgíu, Finnlandi, Ítalíu og Svíþjóð. Tilgangurinn með stofnun fjöliðjuvera í þessum löndum hefur verið með ýmsu móti, svo sem að ráða bót á atvinnuleysi, örva iðnaðarþróun og bæta úr húsnæðisskorti iðnfyrirtækja í sambandi við skipulagningu bæja. Eftir að- stæðum á hverjum stað og tíma hafa ýmist opinberir aðilar eða einkaaðilar átt frumkvæðið að stofnun fjöliðjuvera, og eignarréttur og rekstur þeirra ým- ist verið í höndum opinberra aðila, hlutafélaga eða jafnvel samvinnufélaga, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hve náið samstarf iðnfyrirtæki innan fjöliðjuvers hafa með sér, fer eftir því, hvernig til þeirra er stofnað í upphafi, en mikilvægt er, að slíkt sé ákveðið strax í byrjun. Fyrirkomulag bygginga ytra og innra fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum, enda er t. d. mikill munur á því, hvort byggt er í stórborg, smábæ eða úti á landsbyggðinni. Yfirleitt er talið æskilegt, að iðnaðarbyggingar séu einnar hæðar, ef sérstakar ástæður hamla því ekki, enda getur meiri hluti allra iðn- fyrirtækja notað staðlað húsnæði við slíkar aðstæður. Framh. á 78. bls. IÐNAÐAR MÁL 59

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.