Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 7
borðinu. Til þess er notuð kjarna- króna, sem er hol í miðjunni og með hringlaga fræsifleti, sem venjulega er settur demöntum (5. mynd). Þessi borkróna sverfur út langa sívalninga af heilli klöpp. Vegna hinnar gífurlegu útbreiðslu snúningsbora í seinni tíð hafa kostir höggbora í hörðum, þurrum jarðlög- um á meðaldýpi fallið í skuggann. I hörðum jarðlögum hefur stundum verið reynt að sameina kosti þessara tveggja aðferða með því að byrja með höggbor í efstu lögunum, en skipta síðan yfir í snúningsborun, þegar dýpra kemur. Hefur sú aðferð verið notuð við borun gufuborsins í Reykjavík og gefið góða raun. Ham- arborinn, sem er nýleg uppfinning, sameinar í einum bor höggbor og snúningsbor. Hamarútbúnaðinum er komið fyrir í venjulegum snúingsbor milli álagsstanga og borkrónu. Hann líkist venjulegum loftbor, en er knú- inn af leðjustraumnum í stað þrýsti- lofts. Hann heggur niður borkrón- unni 400 til 1000 sinnum á mínútu, um leið og borinn snýst 50 til 100 snúninga á mínútu. í sumum hörðum jarðlögum hefur hamarborinn náð allt að 10 sinnum meiri borhraða en venjulegur snúingsbor. Við samanburð höggbora og snún- ingsbora kemur í ljós enn einn kostur höggboranna. Hann er sá, hve auðvelt er að lyfta bortækjunum upp úr hol- unni til að skipta um krónu eða meit- il. Við snúningsborinn þarf til þessa að taka allar borstengurnar upp úr holunni, skrúfa þær í sundur í viðráð- anlegar lengdir (venjulega 20 til 30 metra), raða þeim upp á endann til hliðar í bormastrið og skrúfa þær síð- an saman aftur og setja niður í hol- una. Ein borhola getur eytt tugum borkróna, og upptekt og niðursetning nokkurra kílómetra af borstöngum tekur margar klukkustundir og því lengri tíma sem holan verður dýpri. Reyndar hafa verið borkrónur, sem setja má niður í holuna á vír í gegn- um borstengurnar, láta þær síðan þenjast út og festa þær neðst á bor- stengurnar, en síðan má losa þær og 4. mynd. Straum-borkróna. Borleðjan spýt- ist út um þrjú göt í borkrónunni og „borar“ holu í mjúk jarðlög. Keiluhjólin þrjú víkka holuna út og halda henni jajnri. 5. mynd. Kjarnaborkróna. Borkrónan er sett demöntum að neðan og sverfur hringlaga holu í bergið, en kjarninn, sem tekinn er upp til athugunar, gengur upp í gegnum borkrónuna. draga upp í gegnum borstengurnar aftur, þegar þær eru orðnar útslitnar. Enn ein aðferð, sem reynd hefur ver- ið, er sú að leggja borkrónurnar al- veg niður, en nota í staðinn stálhögl, sem skotið er á botn holunnar með leðjustraumnum. Viðleitni manna til að ná dýpra og dýpra leiðir enn í ljós einn stóran galla við snúningsborinn. I 3.000 m djúpri holu tapast vegna núnings borstanganna við holuveggina um 90% af þeirri orku, sem þarf á yfir- borðinu til að snúa borstöngunum í holunni, og skiljanlega verður tapið enn meira, því dýpri sem holan er. Hið mikla orkutap kemur greini- lega í ljós, þegar athugaður er bor- kostnaðurinn. í 1.200 metra djúpri holu var beinn borunarkostnaður í Bandaríkjunum árið 1957 um $15,00 á hvem boraðan metra (heildarkostn- aður, þar sem talin eru með fóðurrör og margvísleg önnur tæki, var um $46,00 á boraðan metra). í dýpri hluta 6.000 metra djúprar holu verð- ur beinn borunarkostnaður yfir $330,00 á metra. Heildarkostnaður slíkrar holu er í dag yfir eina milljón dollara. Þegar haft er í huga, að verð hráolíunnar er um $3,00 tunnan, er auðsætt, að holan verður að gefa mikla olíu, ef hún á að gefa arð. Þeg- ar um tilraunaboranir er að ræða, verður kostnaðurinn en óskaplegri. Jafnvel á svæðum, þar sem vitað er, að olía er í jörðu, eru yfir tvær af hverjum þrem tilraunaholum þurrar og verðlausar. Sama hlutfall verður átta af hverjum níu á áður ókönnuð- um svæðum. Bætt borunartækni, aukin sam- keppni á milli borverktaka og hækkað olíuverð hafa komið því til leiðar, að nú geta 5.000 metra djúpar holur borgað sig. Slíkar holur eru samt enn sem komið er undantekningar. Aður- nefnd 8.000 metra heimsmetshola er mj ög sennilega nálægt því að vera há- mark þess, sem til mála getur komið að borgi sig með nútíma bortækni. Hins vegar eru þekkt setlög sums staðar yfir 13.000 metrar á þykkt, og engin jarðfræðileg ástæða virðist mæla á móti því, að olíu megi finna á þessu mikla dýpi. Saga margra auð- ugra olíusvæða leiðir einmitt í Ijós, að olían hefur fundizt í mörgum mis- djúpum lögum. Ef fullnægja á hinni hraðvaxandi olíueftirspurn, verður að finna leiðir til að rannsaka þessi djúpu lög og ná olíunni úr þeim. Nýjar gerðir bortækja Mönnum er orðið það ljóst nú, að ráðið til að gera boranir niður á þetta mikla dýpi arðvænlegar er að stað- setja aflgjafann, sem knýr borkrón- una, niður á botn holunnar í stað þess að hafa hann uppi á yfirborðinu. Lengst hafa menn komizt í þessa átt með hverfilbornum (6. mynd). Til að snúa borkrónunni er notaður langur og grannur hverfill (túrbína), sem settur er neðan á borstengurnar, en þær snúast ekki. Hverfillinn er knúinn IÐNAÐARMAL 63

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.