Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 8
'■■■■■ ; Ðorkrófta' rniS'^ Safn- geymir Borsvarf Ráf- motor Díela Tamihjúl 6. mynd. 7. mynd. með leðju (stundum vatni ). sem dælt er niður um borstengurnar. Frá- rennslisleðjan frá hverflinum fer í gegnum borkrónuna og ber upp bor- svarfið á venjulegan hátt. Hverfilborinn virðist hafa verið fundinn upp svo til samtímis af fjölda verkfræðinga í allmörgum löndum, en þó hefur hann náð beztum árangri í Sovétríkjunum. Þar í landi borar hverfilborinn fimm af hverjum sex holum. Þróun hverfilborsins í Banda- rikjunum hefur verið slitrótt og hæg, en nú hefur framleiðandi í Texas á prjónunum framleiðslu slíkra bora. Onnur sovézk uppgötvun er raf- magnsborinn, en þar er það langur og grannur rafmótor, sem knýr bor- krónuna (7. mynd). Mótorinn snýr einnig miðflóttaaflsdælu, sem dælir leðjunni upp í gegnum hólk og síar svarfið frá. Tækið hangir í stálvír, þannig að krónuskipti og svarfhreins- un taka lítinn tima. Þar sem raf- magnsborinn er tiltölulega léttur, hefur hann ekki næga þyngd til að 6. mynd. Hverfilbor. Borkrónunni er snúiS af hverfli, sem staðsettur er ofan við bor- krónuna. Hverfillinn er aftur knúinn af bor- leðjunni, sem dœlt er niður og lyftir bor- svarfinu upp á yfirborðið. 7. mynd. Rafmagnsbor. Borkrónan er knúin af rafmótor, sem einnig snýr dœlu, sem dœlir leðjunni aðeins um neðsta hluta hol- unnar. Tœkið hangir í vír, og því taka krónuskipti og svarfhreinsun lítinn tíma. bora hratt. Á rniklu dýpi virðist þó sem kostir hans kunni að vega upp á móti litlum borhraða. Sovézkir bor- menn byrja stundum holur sínar með hverfilbor, en skipta síðan yfir í raf- magnsbor, þegar kemur niður á 4.000 til 5.000 metra. Ein merkilegasta nýjung sov- ézkra manna í borunum er eldborinn, en þar er borkrónu og leðju sleppt al- veg. Sovézk tímarit hafa lýst einum slíkum bor, sem brennir málmhólk í súrefnisstraumi og myndar 2.000° C, sem er nægur hiti til að bræða granít (8. mynd). Annar bor brennir stein- olíu og súrefni í 3.500° C loga, sem bræðir grjótið og brennir það einnig að nokkru leyti. Að því er bezt er vitað, eru þessir borar enn á tilrauna- stigi. Notkun hverfilborsins mun senni- lega á næstu árum verða almennari utan Sovétríkjanna en nú er, a. m. k. fyrir djúp og hörð jarðlög, og svo mun sennilega einnig verða um raf- O.B- •traumux Málm- hólkui Súrefiu Gufa Vatns- kápa Brennslu- hóif 8. mynd. Eldbor. Þessi bor hejur verið nejndur „súrefnisspjót", en þar er málm- hólkur brenndur í súrefnisstraumi, og myndast við það um 2.000°C hiti, sem brœðir burtu bergið. magnsborinn og eldborinn. Ólíklegt er þó, að nokkur einn bor muni verða algerlega ofan á, heldur verður þró- unin sennilega sú, að einhver sérstök borgerð reynist bezt við hverjar að- stæður, og munu því nokkrar gerðir þróast samhliða. Og engar líkur eru til þess, að jarðboranir verði óþarfar eða úreltar í náinni framtíð, og mun því þróunin halda áfram. Dýpri hol- ur munu verða boraðar en áður hefur verið gert og ný svæði verða könnuð. Olían mun eftir sem áður leggja drýgstan skerf til jarðborana í heim- inum, en sennilegt er þó, að boranir eftir jarðgufu muni á næstu árum færast mjög í aukana, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, þar sem hana er að finna. Handbœkur fyrír byggíngarmenn Iðnaðarmálastofnuninni berast stöðugt óskir um, að birtar séu í Iðn- aðarmálum upplýsingar um t. d. stærð og þyngd á stangajárni, upplýsingar varðandi upphitun, einangrun, burð- arþol o. fl. Margar af þessum upplýs- ingum er að finna í töflum í handbók- um, og hefur slíkt ekki verið talið boðlegt lestrarefni í iðnaðarmálum, en aðrar upplýsingar er ekki hægt að setja upp í töflur, þar sem aðstæður eru of margvíslegar og útreikninga þarf með í hvert skipti. Þeir iðnaðar- menn og aðrir, sem áhuga hafa á að kynna sér almenna byggingartækni, ættu að afla sér handbóka um það efni fyrir byggingarmenn. Iðnaðar- málastofnuninni hefur m. a. þrjár slíkar handbækur: 1. Den lille grönne. Hándbog for bygningsh&ndværket. Bókin er um 300 bls., skrifuð á dönsku. Verð dkr. 8,25. Helztu kaflar eru: 1. Kostnaðarverð ýmissa fram- kvæmda og byggingarefnis í Dan- Frcnnh. á 85. bls. 64 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.