Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 10
greindum söltum er blandað saman við önnur áburðarefni, og fæst þá blandaður, alhliða áburður. Framleiðsluaðferðir áburðar, sem inniheldur fosfór, eru hins vegar margar og um ýmsar tegundir slíks áburðar er að ræða, bæði eingildan fosfóráburð og áburð, sem inniheldur fosfór ásamt einu eða fleiri öðrum áburðarefnum, þ. e. blandaðan áburð. Fosfatgrjót er undirstöðuhráefnið fyrir alla framleiðslu áburðar, sem inniheldur fosfór. En þar sem fosfór- inn í slíku grjóti er í mjög torleystum samböndum, sem ekki eru aðgengileg fyrir plönturnar, verður að breyta þeim samböndum í önnur, sem hent- ugri eru. Algengasta leiðin til þess er að leysa grjótið upp í sýru, og fást þá auðleystari sambönd, mismunandi eftir því, hvaða sýra er notuð og hvernig með leðjuna er farið eftir uppleysingu grjótsins. Þær sýrur, sem notaðar eru í áburðariðnaði nú á dög- um, eru aðallega brennisteinssýra, fosfórsýra og saltpéturssýra. Þegar brennisteinssýra er notuð til uppleys- ingar grjótsins, fæst súperfosfat, sem er eingildur fosfóráburður með 18—- 20% fosfórinnihaldi (reiknað sem P205). Sé notuð fosfórsýra, fæst þrí- fosfat, sem einnig er eingildur áburð- ur með um 45—48% fosfórinnihaldi (sem P205). Súperfosfat hefur lengi verið al- gengasta tegund fosfóráburðar á markaðnum, og var slíkur áburður þegar framleiddur í miklu magni bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um síðustu aldamót; t. d. nam framleiðsla Bandaríkjanna um 1,3 millj. tonna ár- ið 1900. Framleiðsluaðferðin sjálf er tiltölulega einföld og krefst ekki marg- brotinna tækja, en aftur á móti er nauðsynlegt að eiga kost á ódýrri brennisteinssýru. Síðustu 20—30 ár- in hefur notkun fosfórsýru til uppleys- ingar fosfatgrjóts farið vaxandi og fæst þá þrífosfat, sem fyrr er sagt. í þeim áburði hefur fosfóreiningin til- hneigingu til að verða dýrari en í superfosfati vegna flóknari fram- leiðslunaðferðar, en á móti því vegur, að hægt er að nota lélegri tegundir af fosfatgrjóti við framleiðsluna og að áburðarefnisinnihaldið í hverju tonni er miklu meira en í súperfosfati (18- 20% í superfosfati á móti 45—48% í þrífosfati), sem gerir sekkjun og flutning ódýrari. Undanfarin 25 ár hefur notkun salt- péturssýru til uppleysingar fosfat- grjóts farið vaxandi, og er sú þróun samhliða hinum öra vexti í fram- leiðslu ammoníaks s.l. 30 ár, sem m. a. hafði í för með sér mikið framboð af tiltölulega ódýrri saltpéturssýru. Þegar saltpéturssýra er notuð til upp- leysingarinnar, fæst áburður, sem inniheldur bæði köfnunarefni og fos- fór, en eingildan fosfóráburð er ekki hægt að fá. í slíkan tvígildan áburð er oftast blandað kalísöltum, og fæst þá alhliða (þrígildur) áburður. Fram- leiðendum köfnunarefnisáburðar þótti hagkvæmt að geta þannig sam- einað framleiðslu köfnunarefnis og fosfóráburðar í einni verksmiðju. Slík framleiðsla hófst fyrst í Noregi, Þýzkalandi og Sviss, en varð nokkru seinna einnig algeng í Hollandi og Frakklandi, þó um ýmis afbrigði í framleiðsluaðferðum sé að ræða í þessum löndum. Eftir seinni heim- stvrjöldina hefur notkun saltpéturs- sýru í fosfóriðnaðinum einnig rutt sér til rúms í Bandaríkjunum og víð- ar, t. d. í Svíþjóð og Finnlandi. Enn einn flokkur áburðartegunda, sem innihalda fosfór, er ótalinn, en það eru ammoníumfosföt, sem framleidd eru úr fosfórsýru (sem fæst úr fosfat- grjóti) og ammoníaki. Þessi efni inni- halda bæði köfnunarefni og fosfór og eru, sérstaklega í Bandaríkjunum og Kanada, framleidd í allríkum mæli, og þá oft blönduð kalísöltum til að fá alhliða áburð. Blandaðan, alhliða áburð má einn- ig framleiða með því að blanda sam- an fleiri áburðartegundum, t. d. tví- gildum köfnunarefnis og fosfóráburði og kalísöltum, svo sem diammoníum- fosfati, ammoníumsúlfati og klórsúru kalí, og mynda síðan korn úr þessum efnum. Þannig var t. d. Nitrophoska fyrir stríð, en sá áburður var allmikið áburðurinn framleiddur í Þýzkalandi fluttur inn á árunum 1930—1940, eins og margir kannast við af góðri reynslu. Slík blöndun á fullunnum á- burðartegundum getur hins vegar vart talizt framleiðsla á áburði hér- lendis í þeirri merkingu, sem lögð er í það orð í þessari grein, og verður því ekki gerð að frekara umtalsefni. Svo sem sjá má af þessu stutta vfir- liti er fræðilega séð um margar leiðir að velja til að framleiða áburð, sem inniheldur fosfór og/eða kalí. Við nánari athugun sýnir það sig hins vegar, að margar þeirra eru ekki hag- kvæmar hérlendis og það af ýmsum ástæðum, og verður það nú rakið að nokkru. Framleiðsluaðferðir hérlendis Vegna hins tiltölulega litla magns af fosfór, sem um er að ræða, er það mikilsvert atriði, að stofnkostnaður þeirra mannvirkja, sem til framleiðslu slíks áburðar þarf, verði sem allra lægstur að öðru jöfnu, svo og, að framleiðsluaðferðin sé sem einföld- ust, svo að reksturskostnaðurinn verði sem lægstur. Þessar ástæður valda því, að framleiðsla fosfóráburðar, sem byggð yrði fyrst og fremst á notkun brennisteinssýru eða fosfórsýru (súp- erfosfat eða þrífosfat) yrði ekki eins hagkvæm og slík framleiðsla, byggð á saltpéturssýru. Saltpéturssýra er þeg- ar framleidd hérlendis, en hvorug hinna sýranna, svo að sýra er þeg- ar fyrir hendi. Framleiðsla brenni- steinssýru í miklu magni er hæpin hérlendis, meðan flytja þarf inn allan brennistein til framleiðslunnar. Hins vegar getur notkun brennisteinssýru átt rétt á sér í litlu magni með salt- péturssýru, en að því verður nánar vikið síðar. Framleiðsla fosfórsýru er hins vegar enn margbrotnari og krefst mikils stofnkostnaðar. Bendir allt til þess, að notkun saltpéturssýru sem grundvallarhráefnis fyrir fosfór og kalíáburðarframleiðslu sé heppileg- ust, ef á annað borð á að fara út í slíka framleiðslu hérlendis. Eins og lauslega var minnzt á hér að framan, er um ýmis afbrigði af 66 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.