Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 11
framleiðsluaðferðum að ræða, þegar saltpéturssýra er notuð sem grund- vallarhráefni. Þannig fá t. d. Norð- menn og Hollendingar kalksaltpétur (kalsíumnítrat) sem aukaefni sam- hliða blandaða áburðinum í sínum verksmiðjum, og nota Þjóðverjar einnig mikið þá aðferð. Hins vegar er töluverður viðbótarkostnaður því samfara að gera nothæfan köfnunar- efnisáburð úr kalsíumnítratinu. Aðr- ir, t. d. Frakkar, fá ekki nein aukaefni samhliða blandaða áburðinum, en fara þá öðruvísi að við framleiðsluna, nota t. d. smávegis af brennisteinssýru eða fosfórsýru við uppleysingu grjótsins ásamt saltpéturssýrunni. f enn öðrum afbrigðum er nauðsynlegt að nota hráefni eins og koldíoxíð eða kalíumsúlfat við framleiðsluna. Sé gengið út frá því að nota saltpét- urssýru sem uppleysingarefni fyrir fosfatgrjót hérlendis, sýnast tvær leið- ir helzt koma til greina. Aðrar leiðir yrðu ekki eins hentugar, m. a. vegna mikils stofnkostnaðar. Fyrri leiðin byggist á því að nota kalíumsúlfat við framleiðsluna ásamt saltpéturssýr- unni, en í þeirri seinni mundi nokk- urt magn af brennisteinssýru notað ásamt saltpéturssýrunni. Svo sem að framan er rakið, er ekki bægt að fá eingildan fosfóráburð, þegar notuð er saltpéturssýra, heldur annaðhvort tví- gildan köfnunarefnis- og fosfóráburð eða alhliða (þrígildan) áburð. Þegar saltpéturssýru-kalíumsúlfat aðferðin er notuð, er hins vegar einungis hægt að framleiða þrígildan áburð, því notkun kalíumsúlfatsins er nauðsyn- legur liður í framleiðslunni, og kem- ur það því alltaf með kalí í áburðinn. Sé hins vegar notuð saltpéturssýru- brennisteinssýru aðferðin, eru mögu- leikar á því að fá tvígildan köfnunar- efnis-fosfóráburð eða alhliða áburð að vild. Aðalkostur fyrri aðferðarinn- ar er hins vegar sá, að stofnkostnaður mannvirkjanna, sem til þarf, er all- miklu lægri en þegar seinni aðferðin er notuð, og tæpast hægt að koma upp aðstöðu til framleiðslu fosfór og kalíáburðar á ódýrari hátt. Má því segja, að vilji menn fá möguleika á miklum sveigjanleika í samsetningu áburðarins, þurfi að borga fyrir það með hærri stofnkostnaði. Þessum tveim framleiðsluaðferðum verður nú lýst nokkuð nánar. gerð grein fyrir þeim hráefnum, sem til framleiðslunnar þyrfti og mannvirkj- um lýst að nokkru. Gangur framleiðsl- unnar með saltpéturssýru-kalíumsúl- fat aðferðinni yrði í stórum dráttum þessi: Fosfatgrjót, sem líta má á sem flú- orapatit (Ca3 (P04) ?>F), er fyrst leyst upp í saltpéturssýru og sú upplausn síðan „neutraliseruð“ með ammon- íaki. Fæst þá blanda, sem mestmegnis er samsett af díkalsíumfosfati (Ca- HP04), kalsíumnítrati (Ca(N03)2) og ammoníumnítrati (NH4N02). Um leið og „neutraliseringin“ fer fram, er einnig bætt út í upplausnina magnes- íumsúlfati (MgS04 • 7HoO) og kal- íumsúlfati (K2S04) og kalíumklóríði (KCl). Magnesíumsúlfatið hindrar það, að torleyst sambönd af fosfór myndist aftur, þegar „neutralisering- in“ fer fram, en kalíumsúlfatið geng- ur í samband við kalsíumnítratið, svo að úr verður kalíumnítrat og kalsíum- súlfat. Kalsíum nítrat er ekki hægt að hafa í hinum fullunna áburði, svo að nokkru nemi, vegna þess hve raka- sælt (,,hygróskópiskt“) það er, en það mundi gera áburðinn ónothæfan. Kalsíumnítratið verður því að fjar- lægja á einhvern hátt, og er þessi að- ferð ein þeirra, sem notuð er. Kalíum- klóríðið leggur til það kalí, sem á vantar í áburðinn, umfram það, sem kemur í kalíumsúlfatinu. Úr þeirri leðju, sem fyrir hendi er að þessum efnabreytingum loknum, eru síðan mynduð korn, sem svo eru þurrkuð, kæld, sálduð og húðuð, og er þá áburðurinn tilbúinn. Segja má, að þessi blandaði áburður verði „homo- gen“ blanda, sem mestmegnis sé sam- sett af díkalsíumfosfati, kalíumnítrati, ammoníumnítrati, kalsíumsúlfati og kalíumklóríði, auk nokkurs magns af monokalsíumfosfati, magnesíumsúl- fati og lítils magns af járn og alúmín- íum samböndum. Vert er að benda sérstaklega á, að áburðurinn mundi innihalda kalsíum í allmiklu magni, en það efni er einnig mjög mikilvægt fyrir alla ræktun. Til framleiðslunnar þyrfti að flytja inn fosfatgrjótið, kalíumsúlfatið, kal- íumklóríðið og magnesíumsúlfatið. Fosfatgrjót finnst ekki hérlendis og raunar ekki nema á fáum stöðum á jörðinni, svo að nokkru nemi. Helztu svæðin eru suðurhluti Bandaríkj- Ur birgðageymslu verksmiðju, sem framleiðir köfnunarefnisáburð. Tækið, sem er á miðri myndinni, skefur áburðinn í bingi. IÐNAÐARMAL 67

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.