Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 15

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 15
VÖKVI, SEM INNIHELOUR M/EUNG A GEISLAVIRKT JOÐ. ER GEISLUNINNI SÝNIR, HVAR SETTUR í LEIÐSLUNA LEKINN ER Á LEIÐSLUNNI 1. Lekinn er staSsettur ón þess d5 brjóta þurfi múrinn. 2. Aöfertin handhœa og örugg. Leki á leiðslu jundinn með geislavirku joði. i39) 0g iridium 192 (Ir lí)2). 011 þessi efni gefa frá sér hreina gamma- geisla, en geislunin er á mismunandi orkustigi, mismunandi hörð. Cobalt hefur harðasta geislun og er nothæft við skyggningu á stáli 1—6 þumlunga þvkku, en cesium og iridium aðeins til mælinga á Yo—2 þumlunga þykkt- uin miðað við stál. b) Þykktarmœlingar og þéttleika- mœlingar. Geislavirkir ísótópar til mælinga af þessu tagi eru þegar mjög almennt notaðir. Þykktarmælingar á plötum (úr málmi, plasti, pappír) eru fram- kvæmdar með því að koma fyrir ann- ars vegar plötunnar geislavirku efni, t. d. strontium 90, sem er beta-geisl- andi, en hins vegar eru sett tæki, sem þykkt plötunnar mælir tækið meiri eða minni geislun en eðlilegt er. Mæli- tækin eru venjulega tengd sjálfvirk- um útbúnaði, sem stillir valsa eða millu og leiðrétta þannig sjálfkrafa þykktina og halda henni innan settra marka. Skylt þessu og svipað að gerð er útbúnaður til mælinga á tæringu og útfellingu innan leiðslu. Þéttleikamæl- ingar eru framkvæmdar á svipaðan hátt. Hér er um að ræða að halda sama þéttleika ákveðinnar vöru, og sýna mælitækin geislun, meiri eða minni eftir því, hvort þéttleikinn minnkar eða vex. Notkun þessi er mjög almenn við framleiðslu á vindl- ingum. Mælingar á þéttleika (consentra- tion) vöka, sem halda skal innan á- kveðinna marka, eru svipaðar að eðli. Hærri eðlisþyngd (þéttleiki) veitir meiri mótstöðu gegn geislun, og er útbúnaður af þessari gerð notaður víða í efnaverksmiðj um til að fylgj- ast með blöndun og upplausn fastra efna í vökvanum. Mæling á þéttleika og raka jarðlaga byggist á svipuðu fyrirkomulagi. Mælitækjunum er komið þannig fyr- ir, að þau mæla annaðhvort endur- kastaða geisla frá geislagjafanum eða mældir eru geislar, sem fara í gegn- um ákveðna þykkt jarðlags. Aðferð þessi er notuð við athuganir á undir- lagi vega og gatna. Ennfremur mæl- ing á þykkt snjólaga byggð á sömu tækni. Unnið er að rannsóknum á að nota geislavirk efni á svipaðan hátt til að mæla þéttleika í tré. Sem stendur hef- ur eitt tæki verið búið til fyrir sér- stakar mælingar af þessu tagi. Ætla má, að í sambandi við skógarhögg muni þessi tækni fljótlega verða tekin í notkun, þ. e. prófun á, hvort tré sé hreint í gegn eða fúið, áður en það er höggvið. Ef til vill eiga aðferðir sem þessar eftir að ryðja sér til rúms til hagsbóta þeim atvinnurekstri, sem byggður er á útbúnaði gerðum úr tré. Mætti hér hugsanlega fá góða aðferð til að fylgjast með endingu tréskipa, til mikilla hagsbóta fyrir ýmsar fisk- veiðiþjóðir, þar á meðal íslendinga. 2. Geislun hefur áhrif á efnið, sem verður fyrir geisluninni. Geislun örv- ar efnabreytingar og drepur gerla. a) Kemisk áhrif. Notkun geislunar í sambandi við kemiskar efnabreytingar eru enn á tilraunastigi. Ekki er ólíklegt, að slík- ar aðferðir eigi eftir að breyta ýmsu í kemiska iðnaðinum, þegar stundir líða og ódýrar aðferðir hafa fundizt, þar sem geislun kemur í stað hvata (catalysators) í kemiskum efnabreyt- ingum. í plast-, gúm- og olíuiðnaðin- um hafa þegar verið gerðar umfangs- miklar tilraunir á þessu sviði. b) Geislun matvœla. Geislun eyðir smáverugróðri. Um- fangsmiklar tilraunir á geislun mat- mæla eru nú á döfinni og hafa verið í nokkur ár. Enn sem komið er hefur notkun þessi eigi fengið viðurkenn- ingu sem almenn aðferð, og má gera ráð fyrir, að nokkur ár líði, áður en svo verði. Fjölmargar fæðutegundir hafa verið rannsakaðar við mismun- andi mikla geislun, og tilraunirnar hafa sýnt, að fullkomin gerilsneyðing næst fyrst við mjög mikla geislun eða allt að 4 millj. röntgen. Fæðutegundir eru misjafnlega næmar fyrir breytingum vegna geisl- unar. Einna næmast að þessu leyti eru mjólk og mj ólkur-afurðir, sumar teg- undir kjöts (nauta- og kindakjöt), egg og ávextir (epli, sítrónur, appel- sínur, bananar). Almennt þola mat- væli þó geislun 1—2 hundruð þúsund röntgen, án þess að breytinga verði vart. Þessi geislun eykur geymslu- hæfni (self life) fæðutegundanna 5— 10 sinnum án frystingar. Með tilliti til þessa má ætla, að slík takmörkuð geislun til að ná lengri geymslutíma muni í fyrstu verða hin almenna notk- un þessarar aðferðar. Fullkomin ger- ilsneyðing mun líklega eigi verða al- menn, fyrr en Ijóst er, hverjar breyt- ingar verða á fæðunni og þær breyt- ingar skýrðar frá efnafræðilegu sjón- armiði. Víða er unnið að rannsókn- um, er að þessu miða. Geislun til að eyða ýmsum skordýrum í korni o. fl. er sama eðlis og það, sem að ofan er greint. Til að ná árangri á því sviði þarf um helmingi minni geislun eða 50—100 þús. röntgen. Geislun hefur reynzt mjög vel við geymslu á kartöflum, þar sem geislun- IÐNAÐARMAL 71

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.