Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 16
in varnar spírun og kartaflan helzt sem ný jafnvel árum saman. Til að ná slíkum árangri þarf til- tölulega litla geislun eða um 10 þús. röntgen. Þar sem aðstæður eru erfið- ar með geymslu á kartöflum. er lík- legt, að þessi tækni eigi eftir að ryðja sér til rúms. Geislun á ekki jafnvel við allar teg- undir kartaflna, og er því nauðsynlegt að gera rannsóknir á hverri tegund. Hér á landi er, sem kunnugt er, nokk- ur innflutningur á kartöflum yfir sumarmánuðina, og innlendar kart- öflur, sem koma á markað að áliðnu vori, eru iðulega gallaðar vegna byrj- andi spírunar. Sú tækni, sem hér um ræðir, gæti vafalaust bætt hér um, auk þess sem unnt væri þá að rækta næg- ar kartöflur til innanlandsneyzlu allt árið. Fyrir íslendinga er þvi full á- stæða til að gefa þessu gaum. 3. Geislavirkir ísótópar blandaðir í örlitlu magni við önnur efni gera kleift að fylgjast með hreyfingu eða breytingu efnisins, ákveða fullkomna blöndun, skýra byggingu efnasam- banda, ákveða magn efnis þess, sem rannsakað er, o. fl. Notkun þessi nefn- ist einu nafni sporefnanotkun (tracer applications). Dæmi: Tæringu og slit á efnum í notkun er oft erfitt að ákveða eða var svo, áður en geislavirku efnin komu til sögunnar. Nú eru rannsóknir þess- ar mjög auðveldar og bera árangur á broti þess tíma, sem áður þurfti til að fá raunhæfar niðurstöður. Prófun á sliti og tæringu vélahluta er nú framkvæmd á auðveldan hátt með því að gera geislavirkan þann hluta vélarinnar, sem prófa skal, og setja hlutann inn í kjarnorkuofn. Slit eða tæring er síðan mæld út frá því, hve ört geislavirkni smurningsolíunn- ar eða legufeitarinnar vex. Slit á hjól- börðum er nú mælt með því að nota sporefni, sömuleiðis slit á stáltönnum í rennibekkjum, rennsli í leiðslum, bæði til að skilja á milli mismunandi vökva, sem fluttir eru í sömu leiðslu, og til að mæla, hve mikið leiðslan flytur. Leka á leiðslum, sem grafnar eru i jörð, má finna með geislavirku spor- efni og réttum mælitækjum. Unnt er að fylgjast með sliti á múrklæðningu glæðiofna og sliti á kúlum í kúlu- kvörnum. Unnt er að fá greið svör varðandi slit eða endingu gólfbóns eða nota- gildi þvottaefnis. Akveða má á auðveldan hátt heppi- legustu blöndun asfalts til gatnagerð- ar. Þannig mætti lengi telja. Geislavirku efnin eru þó ekki sett í vél bifreiðarinnar, í þvottaefnið eða í asfaltið, sem selt er til notkunar, held- ur eru sporefnin tæki framleiðandans til að bæta framleiðslu sína. Þau eru rannsóknartæki, sem sýna betur og betur og í vaxandi mæli notagildi sitt við fjölþættar rannsóknir á öllum sviðum atvinnulífsins. LokaorS Samkvæmt opinberum skýrslum í Bandaríkjunum frá 1957 er talið, að notkun geislavirkra efna í iðnaðinum hafi sparað honum um 300—500 milljónir dollara, og Kjarnorkunefnd- in (U.S. Atomic Energy Commission') áætlar, að á næstu 7—10 árum muni tölur þessar verða tífaldaðar. í öllum greinum iðnaðar er unnið kappsam- lega að rannsóknum á bættum fram- leiðsluaðferðum og bættri tækni. í dag er spurningin oft þessi: Hvernig og hvar gætu geislavirkir ísótópar bætt framleiðsluna og aukið öryggi og afköst? Hin margvíslegu not þessara efna hafa sannað, að með þeim má gera furðulega hluti. Þau eru rannsóknar- tæki framtíðarinnar og hornsteinn sjálfvirkra aðferða, er tryggja fram- leiðslugæði langt fram yfir það, sem þekkt er í dag. í flestum löndum heims, bæði í vestri og austri, er þróunin að þessu leyti hin sama. Iðnaðarþjóðir heims- ins kappkosta svo sem verða má að hagnýta þá miklu möguleika, sem at- ómöldin býður upp á í þessum efnum. Eigi er þess að vænta, að hinar smæstu meðal þjóðanna geti lagt mik- ið af mörkum til eflingar þessari tækniþróun. Allt um það er full ástæða til að leitast við eftir föngum að fylgjast með því, hvað er að gerast og hvers má vænta á þessu sviði í náinni fram- tíð. Greinarhöfundur átti þess kost að kynnast þessum málum nokkuð í tveggja mánaða dvöl í Bandaríkjun- um í byrjun þessa árs. För þessi var kostuð og skipulögð af International Cooperation Administration (ICA). Iðnaðarmálastofnunin hefur, sem kunnugt er, milligöngu um slík mál. Greinarhöfundur þakkar IMSÍ á- gæta fyrirgreiðslu í sambandi við þessa för. Höfundur þakkar ICA veitta hjálp og ágæta skipulagningu dvalarinnar. Myndir birtar með heimild U. S. Atomic Energy Commission og National Industrial Conference Board Inc., U. S. A. GEISLAGJAFI RÖNTGEN- FILMA ~VL Skyggning á málmi. KOSTIR; RADIOGRAPH (Geisli 1 Fjölþœtt og örugg athugun. 2. Athugun mö framkvœma á stoðnum ón röskunor. 3. Sterkur geislagjofi fdonlegur é höflegu verö’ 72 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.