Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 19
tvær í notkun í einu. Vökvinn, sem eftir verður, þegar lýsið hefur verið skilið frá, er svokallað soð (slamm). Eru það 6—8 tonn af soði sem koma úr þessu magni á klukkustund. Fer það eftir því hversu gamalt efnið er. Lýsinu er dælt á lýsisgeyma, en þeir þeir eru þrír. Sá stærsti tekur allt að 2400 tonn, en hinir minni 280— 300 tonn hver. Soðinu er aftur á móti dælt inn í sérstaka safnþró. Efnasamsetningar þess eru að jafn- aði um 0,5—0,7% fita (feitur fisk- ur), 7—8% þurrefni og hitt vatn. Úr einu tonni af hráefni fást um 0,75 tonn af soði, þegar hráefnið er soðið beint með gufu. LTr safnþrónni fer soðið inn á hit- ara og rennur viðstöðulaust í gegnum hann inn á eimingartækin. í þessu til- felli er um að ræða fjögurra þrepa soðkjarnatæki. í því er vatnið (soðið) soðið, þar til það er orðið að kjarna með 50% þurrefni og 50% bleytu. Þessum kjarna er síðan blandað saman við pressukökuna sem fyrr segir. Soðkjarnatækin eiga að geta unnið úr 10 tonnum af soði á klukkustund. Verksmiðjan vinnur úr 10 tonnum af hráefni feits fisks á klukkustund eða 220—230 tonnum á sólarhring. Ur þessari framleiðslu koma um 40 pokar (50 kg. að þyngd) af mjöli á klukkustund eða 900—1000 pokar á sólarhring. Þá eru í verksmiðj unni fullkomin lifrarbræðslutæki. í grenndinni er smekklegt skrifstofuhús, sem í er efna- rannsóknarstofa og fundarsalur fyrir- tækisins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Guðmundur Guðmundsson og verk- smiðjustjóri Árni Gíslason. Utílutningur — Morkaðir Þýðing fisk- og karfamjöls í út- flutningsverzlun þjóðarinnar hefur aukizt mikið, eins og sjá má af töflu I og II hér á eftir, en þær sýna útflutn- ingsmagn og gjaldeyristekjur þriggja helztu afurða fiskimj ölsverksmiðj - anna á tímabilinu 1951—1958. TAFLA I 1000 kg nettó Fiskimjöl Karfamjöl Karfalýsi 1951 13.884,4 17.430,0 3.954,2 1952 15.872,4 2.875,4 1.322,0 1953 16.261,3 2.423,3 1.694,4 1954 23.194,1 5.228,7 2.994,1 1955 20.518,2 5.770,4 3.463,5 1956 20.278,4 5.914,1 3.121,5 1957 24.263,2 4.940,0 2.594,2 1958 26.537,0 16.145,0 4.443,0 Fiskimjölsframleiðslan hefur auk- izt jafnt á umræddu tímabili og er nú helmingi meiri en árið 1951. Meiri sveiflur eru í karfamj ölsframleiðsl- unni. Stafar það einkum af tvennu. í fyrsta lagi eykst veiði karfa geysilega við fund nýrra karfamiða. Fram til Þurrkari. ársins 1953 er karfinn einkum veidd- ur á heimamiðum, en síðari ár hafa fundizt fengsæl mið við Grænland og Nýfundnaland. Þessi mið eru þó óð- um að tæmast. I öðru lagi hafa mark- aðsmöguleikar á frystum karfaflökum mikil áhrif á karfamj ölsframleiðsl- una. Við tilkomu hinna nýju miða og IÐNAÐARMAL 75

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.