Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 21

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 21
19 LEIÐIR TIL AUKINNAR FRAMLEIÐNI 15. GÆÐAEFTIRLIT Gæðaeftirlit er kerfisbundin athugun á heim breytingum í framleiðslurásinni, sem hafa áhrif á gæði framleiðslunnar. Hráefni geta verið mismunandi að gæðum og efna- samsetningum, vélar slitna við notkun og það sem er þ<ðingarmeira, hinn mannlegi þáttur er æði mismunandi, að því er varðar hæfni og aðlögun. Framleiðandinn verður þess vegna að tryggja, að fullnægjandi ráð- stafanir séu gerðar; í fyrsta lagi til að fylgj- ast með breytingum, til þess að framleiðsl- an sé ætíð í samræmi við hin stöðluðu gæði, sem krafizt er, og í öðru lagi að setja á fót rannsóknarkerfi, sem uppgötvar fljótt þær afurðir, sem fullnægja ekki stöðluðum kröf- um, og skilja þær frá þeim afurðum, sem eru í lagi. Það eru fjögur meginstig í rétt skipu- lögðu gæðakerfi: 1. Ákvörðun gæðastaðla, sem krafizt er fyrir hlutaðeigandi afurðir. 2. Rannsókn á hráefnum, sem fara í framleiðsluna. 3. Eftirlit með framleiðslunni á mismun- andi vinnslustigum til þess að ganga úr skugga um, að framleiðslan full- nægi viðeigandi staðlakröfum. 4. Hlutar teknir aftur inn í framleiðsluna eða þeim hent, eftir að þeir hafa verið lagfærðir. Sama máli gegnir um efni og hálfunnar afurðir. Akvörðun staðla Gæðastaðlar eða notagildi hinna fullunnu afurða getur verið ákveðið af hannaranum (designer) eða efnafræðingnum eða eftir þörfum viðskiptavinarins. Fyrir sumar af- urðir geta staðlar verið samþykktir af verzl- unarfyrirtæki eða af stofnun, sem hefur slík mál sérstaklega með höndum (staðlastofn- un). I iðnaði eins og matvælaiðnaði og vinnslu geta með lögum verið settir lág- marksstaðlar. Sömuleiðis reglugerðir um framleiðsluaðferðir og kröfur um eftirlit. Gæði eru afstœS, ekki altœk. Sem dæmi mætti nefna, að stærð myndarkrækju þarf ekki að vera í nákvæmu samræmi á hlið- stæðan hátt og hringur í dælubullu bifreið- arhreyfils. Ef myndarkrækjan væri fram- leidd af mikilli nákvæmni, myndi hún þeg- ar verða of dýr fyrir viðskiptamanninn (kaupandann), auk þess sem hún væri ó- þarflega nákvæm fyrir þau not, sem mað- ur hefur af henni. Lýsingin getur verið í formi stuttrar athugasemdar frá viðskipta- manninum eða fjöldi nákvæmra teikninga, sem ná bæði til loka afurðarinnar sem og einstakra hluta í henni, ásamt nákvæmum fyrirmælum um eftirlit í framleiðslu, próf- anir og tæki, sem nota skal. Þörfin fyrir að rannsaka hráefni Það er sama hversu vel fyrirtækið er skipulagt að því leyti, að töluvert mikill tími og efni geta farið forgörðum, ef það hráefni, sem fer í framleiðsluna, fullnægir ekki þeim staðlakröfum, sem gerðar eru. Þess vegna er nauðsynlegt, að innkomin hráefni séu rannsökuð og þess gætt, að þau séu í samræmi við lit, gæði, þunga eða hreinleika, sem greinir í pöntuninni. Seljendur liafa stundum sínar eigin rann- sóknardeildir. Til þess að spara kostnað við að rannsaka sömu vöruna tvisvar treystir kaupandinn oft á ábyrgð seljandans. Þegar svo stendur á, að mikill hluti af framleiðslu seljandans er keyptur af einu fyrirtæki, geta fyrirtækin komið sér saman um að hafa sameiginlegt rannsóknarefni, t. d. þannig, að eftirlitsmaðurinn, sem á að fylgjast með gæðum vörunnar, sé jafnan staðsettur í verksmiðju seljandans. Þegar efni hefur verið rannsakað af eftir- litsmanni, er ráðlagt, þar sem því verður komið við, að einkenna sérhvern fram- leiðsluflokk, svo að unnt sé að sjá, að at- hugun hefur farið fram, þegar lengra kem- ur í framleiðslurásinni. Ef einhver galli kemur síðan fram, má á þann hátt rekja vöruna til hlutaðeigandi seljanda og pönt- unar. Er þá hægt að taka upp auknar var- úðarráðstafanir og sjá um, að aðrar vöru- tegundir í hlutaðeigandi pöntun séu rann- sakaðar. Rannsóknaraðferðir og gæðaeftirlit á hin- um mismunandi framleiðslustigum eru ólík eftir því, um hvers konar vöru er að ræða, að því er varður þörf fyrir nákvæmni og réttlætanlegan kostnað. Einfaldasta aðferð- in byggist á mannlegri skynjun: sjón, snert- ingu, ef til vill heyrn og jafnvel lykt og bragði. Rannsókn, meðan ó framleiðslu stendur Eigi er einhlítt að treysta ætíð á mann- lega dómgreind, jafnvel þótt um reynda eft- irlitsmenn sé að ræða. Er því ráðlegt að nota tæki til aðstoðar, þar sem því verður við komið, eða jafnvel láta þau koma í stað hins mannlega þáttar. Aðstoðar- og rann- sóknartæki eru mismunandi. Fer það eftir tegund og eðli afurðarinnar. Geta þau verið allt frá einföldum holmæli í margbortin raf- eindatæki eða reikningsvélar. Mælar og önnur tæki slitna eins og aðrir hlutir, og verður því jafnan að gæta þess, að þau séu rétt. Viðeigandi viðhaldskerfi á mælitækjum verður því nauðsynlega að taka upp, ef mikil vinna á ekki að fara til spillis. I stærri fyrirtækjum er þetta ásamt eftirliti og kaupum á nýjum tækjum í verka- hring rannsóknardeildar. Framleiðsluna ætti að athuga eins nálægt vinnustaðnum og mögulegt er og á þeim stöðum, þar sem í Ijós hefur komið, að gall- arnir koma oftast fyrir. „Gólfathugun" hef- ur þann kost í för með sér, að óþarfa flutn- ingar sparast og gallamir finnast, um leið og þeir eiga sér stað. Á þennan hátt er unnt að kveða upp úr um orsökina og vandræðin leiðrétt án mikillar tafar og efnataps. Hlutverk starfsmannsins í sumum fyrirtækjum er talið æskilegt að láta starfsmanninn fylgjast með gæðum vör- unnar að eins miklu leyti og mögulegt er. Skapar þetta stolt í starfi og kemur í veg fyrir fjandsamlegt viðhorf. Þar, sem unnið er við raðframleiðslu (í seríum), má nota þá aðferð, að einn starfsmaður skoði þá hluti, sem koma inn í framleiðsluna á því og því framleiðslustigi, og gengur hann úr skugga um, að fyrri framleiðslustig hafi verið framkvæmd á réttan hátt. Þar, sem notuð eru dýr tæki eða sérstak- ar aðferðir viðhafðar t. d. efnarannsóknar- stofuprófanir, verður rannsóknarstarfið að vera framkvæmt af rannsóknardeild. Eftirlit eins aðila leiðir til meiri nákvæmni, betri notkunar rannsóknartækja og meiri nýtni á starfskröftum við rannsóknir. Slík rann- sóknardeild væri einnig í betri aðstöðu til að halda nákvæmar skrár yfir gæðaeftir- litið. Megintilgangur gæðaeftirlitsins er að koma í veg fyrir gallaða vinnu (vöru), en venjulegast er ókleift að koma í veg fyrir galla að öllu leyti. Til þess að koma í veg fyrir, að óþarfa mikið efni og vinna fari til IÐN AÐARMÁL 77

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.