Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 23
Verkstjórnarfræðsla Framh. aí 58. bls. í hendur. Hinsvegar hefur þetta fyrir- komulag þann galla, að það getur orkað sem hemill á framþróunina. Engum blandast hugur um, að taka má upp, atvinnulífinu til mikils hag- ræðis, nýtízkulegri skipulagningu og framleiðsluaðferðir. Þörfin fyrir menntun stjórnenda Margir, sem ég talaði við, sögðu, að brýna nauðsyn bæri til að gera efnahagslífið stöðugra og stöðva verðbólguna. Eigi þetta að vera kleift, án þess að lífskjörin skerðist of mik- ið, er aðeins hægt að fara þá leið að framleiða meira. Þar sem um mikinn skort á vinnuafli er að ræða, getur framleiðsluaukningin aðeins átt sér stað fyrir tilstuðlun aukinnar fram- leiðni. Aukning afkasta er ekki fyrst og fremst komin undir auknum hraða starfsmanna. Framleiðsla eins fyrir- tækis er í fyrsta lagi komin undir góðri stjórn — þ. e. a. s. að verkið er áætlað og skipulagt. því stjórnað og eftirlit með því haft á kerfisbundinn hátt á öllum stigum, og — umfram allt — að stefna fyrirtækisins á hin- um ýmsu sviðum sé skýr —- ekki að- eins í meðvitund stjórnendanna, held- ur einnig hjá öllu starfsfólkinu. Þetta krefst aftur góðs sambands innan fyr- irtækisins bæði við undir- sem yfir- menn. í öðru lagi er nauðsynlegt að þroska og mennta fólkið stöðugt í því starfi, sem það innir af hendi. Hin hraða framþróun, sem nú á sér stað í atvinnulífinu og innan fyrirtækjanna, krefst jafnrar og stöðugrar fræðslu, þannig að sérhver liður í framleiðslu- heildinni (skipulaginu) fylgist með framförunum á hverjum tíma. Enn- fremur er framleiðnin komin undir vélabúnaði, verkfærum og fram- leiðsluaðferðum. Ný fjárfesting á slíkum hlutum er mikið efnahagslegt vandamál og gerir kröfur til stjórn- enda um gott mat — ekki hvað sízt á íslandi. Árangursrík hagnýting þeirra framleiðslutækja, sem fyrir hendi eru, gerir miklar kröfur til verkstjórn- enda. Á þetta sérstaklega við á fs- landi, þar sem verkstjórnendur hafa mikið vald í sambandi við rekstur framleiðslutækj anna. Mikil og hagkvæm framleiðsla er annað meginmarkmiðanna. Hitt markmiðið er að gera fyrirtækið að góðum vinnustað fyrir alla starfs- menn þess. Vellíðan og vinnugleði jafnt stjórnenda sem óbreyttra starfs- manna, er ekki eingöngu ákveðið, æskilegt úrræði til aukinna afkasta, heldur einnig háleitt, mannúðlegt markmið. Að því er ég bezt fæ skilið, fellur þessi skoðun vel saman við íslenzka menningu og gamlar erfðavenjur. Lýðræðið í orðsins fyllstu merkingu á sér djúpar rætur á íslandi, og raun- verulega frjálst iðnaðarþjóðfélag ætti samkvæmt því að geta þróazt þar, ef þróuninni er stefnt í rétta átt. Þörfin fyrir menntun verkstjórnenda Sem fyrr er nefnt, eiga flest fyrir- tæki á íslandi við þá erfiðleika að stríða, að mikil og stöðug breyting á sér stað á starfsliði. Afleiðingin er, að verkstjórnendur þurfa stöðugt að setja nýtt og nýtt fólk inn í vinnuna. Þörfin fyrir þekkingu á kerfisbundn- um vinnuleiðbeiningum er því fyrir hendi í ríkum mæli. Litlar fram- leiðsluraðir og erfiðir efnisflutningar hafa í för með sér að oft verður að flytja starfsfólkið frá einu verki til annars. Þetta krefst aftur betri vinnu- leiðbeininga. Þær aðstæður, sem fyrr er skýrt frá, gera meiri kröfur til hæfni verkstjórnandans við að skipu- leggja verkið. Við heimsókn í fyrir- tækin komst ég að þeirri niðurstöðu, að mikið myndi ávinnast, ef þær vinnuaðferðir, sem hver einstakur starfsmaður notar, væru endurskoð- aðar á kerfisbundinn hátt. Á þetta ekki hvað sízt við um fiskiðnaðinn. Það er varla vafamál, að unnt væri að spara mikil verðmæti, ef starfsaðferð- ir hvers einstaks verkamanns væru at- hugaðar og honum kenndar nýrri og betri aðferðir. Á þessu sviði gæti verkstjórnandinn lagt fram stærri skerf en utankomandi ráðgjafar. Það útheimtir aftur, að verkstjórnendurn- ir fái kennslu í vinnuathugunum og vinnuleiðbeiningum. Meginundirstaða alls þessa er þó sú, að verkstj órnendurnir séu einnig góðir leiðtogar, og koma þá til athug- unar hugtök eins og vald, agi, eftirlit og vinnuandi. Flestir verkstjórnend- ur eru upprunalega fagmenn og hafa sína faglegu fræðslu af eigin reynd. En hvort sem þeim hefur hlotnazt tæknileg skólamenntun eða ekki, þá hafa þeir farið á mis við kerfisbundna menntun á fjölmörgum sviðum og er mikill fjöldi vandamála, sem þeim væri gagnlegt að þekkja betur til. Koma mér þá til hugar slíkir hlutir sem þekking á lögum um vinnustaði, öryggisreglur, hreinlætismál og vinnu- sálfræði. Þekking á meginlögmálum hagræðingar myndi annars vegar gera þá opnari fyrir að tileinka sér hagkvæmari vinnuaðferðir og hins vegar hæfari til samstarfs við hagræð- ingarsérfræðinga, þar sem beita á vinnuathugunum. Þörfin fyrir meiri og almennari menntun hefur birzt í því, að fyrir nokkru var efnt til nám- skeiðs í íslenzku og reikningi fyrir verkstjóra. Þá kemur og þörfin fyrir menntun verkstjórnenda fram í því lagafrum- varpi, sem liggur fyrir Alþingi. Tillögur um fyrirkomulag verk- stjórnarfræðslu Það er góð og viðurkennd regla, að fræðsla í fyrirtæki skuli að sem mestu leyti vera skipulögð innanfrá, þannig að þátttaka ráðgjafans orki sem hjálp til sjálfstjórnar. Margar ástæður eru fyrir því að ég álít að þessa reglu beri að gera gildandi á íslandi. Sjálfstæði er virkur þáttur í eðli íslendinga, og þeir hafa sterka tilfinningu fyrir heildinni, en það er mjög mikilvægt. Þess er því varla að vænta, að erlend- ir sérfræðingar geti náð jafngóðum árangri við sjálfa fræðslustarfsemina og íslendingar sjálfir, þegar þeir í IÐNAÐARMÁL 79

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.