Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 24

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 24
upphafi og seinna fá tækifæri til að byggja á reynslu erlendis frá. Hér á eftir ræði ég fyrst og kem með tillögur um efnisval og þær grein- ar sem taka ber upp. Síðar vík ég að fræðsluaðferðum og ræði val leið- beinanda. Að lokum mun ég geta nokkuð um stjórn þessara mála. Almenn íræðsla Kennsla í íslenzku og reikningi. Reikningur sé miðaður við þarfir verkstjórnenda í hverju tilfelli. Einn- ig þarf hann að geta dregið upp laus- legar teikningar af verkum og lesa af fagteikningum. Þjóðfélags- og rekstr- arhagfræði og nokkur þekking á reikningshaldi (rekstrarreikningum) er þeim nauðsynleg menntun að vissu marki. Þá þarf hann að hafa þekkingu á vinnulöggjöfinni og öðrum þeim reglum, sem lúta að rekstri fyrirtækja, þ. á. m. reglugerð um öryggi á vinnu- stað og hreinlætisútbúnað. Verkstjórnarfög. í fræðslustarf- seminni ber að ræða um hlutverk verkstjórnandans — bæði persónulegt og sem fulltrúa fyrir fyrirtækið ann- ars vegar og starfsfólkið hins vegar. Hið margþætta stjórnandastarf verk- stjórnandans þarf að ræða og athuga. Þá þarf að liggja Ijóst fyrir, hver skuli vera aðild hans í áætlanagerð, skipulagningu og eftirliti með vinn- unni. Verkstjórnandanum þarf að vera ljóst, að hann hefur bæði með hóp manna að gera og jafnframt með sérhvern úr hópnum sem einstakling. Því þarf að taka með í áætluninni bæði hóp- og einstaklingssálfræði. Raunhæf verkefni, sem varða hlut- verk verkstjórnandans og nauðsyn- legt er að fjalla um, eru: Val og ráðning nýs starfsfólks. Tekið á móti nýju starfsfólki og það sett í störf sín. Fræðsla og vinnuleiðbeiningar. Betri starfsaðferðir og þátttaka í hagræðingarstarfi. Leiðréttingar á skekkjum og eftir- lit. Persónuleg viðtöl, er starfið varða, o.fl. Pantanir. Fundarstjórn. Persónumat. Faglega fræðsla Skoðun mín er sú, að nauðsynlegt sé, að upptökuskilyrði séu slík, að ör- uggt sé, að þeir, sem fá að taka þátt í fræðslunni, fullnægi kröfum um nauð- synlega faglega hæfni. I þeim fögum, þar sem sveinsbréf eru gefin út, er nauðsynlegt að gott sveinspróf sé fyr- ir hendi. í öðrum greinum verður hlutaðeigandi að hafa svo mikla reynslu, að hún samsvari faglegri menntun. Hvað sem öðru líður, er framhaldsfræðsla fyrir verkstjórnend- ur svo mikilvæg, að athugandi er, hvort ekki sé unnt að koma á fót sér- námskeiðum — fræðilegum og raun- hæfum — fyrir hinar ýmsu atvinnu- greinar í sambandi við verkstjórnar- fræðsluna. Mikið af valdi stjórnand- ans byggist svo sem kunnugt er á hin- um faglegu eiginleikum hans, og það myndi vera honum mikill stuðningur, ef hann vissi meira um viðkomandi atvinnugrein en undirmaður hans. Auk þess eru góðir faglegir eiginleik- ar sjálfsagt skilyrði fyrir því, að hann geti gegnt sínu stjórnandahlutverki fullnægjandi — t. d. við áætlanagerð, skipulagningu, fræðslu og eftirlit. Bráðabirgðatillögur Verkstjórnarfræðsla hefur tvær hliðar. Vafalaust er mikil þörf fræðslu fyrir þá verkstjórnendur, sem þegar inna slík störf af hendi. Ef starfandi verkstjórar eiga í hlut, getur iðnaður- inn ekki verið án þeirra í lengri tíma hverju sinni. í Noregi hafa menn kornizt að þeirri niðurstöðu, að þrjár vikur eru hámarkstími þegar svo er ástatt. Ég geri það því að tillögu minni, að til bráðabirgða verði kom- ið á fót þriggja vikna heildagsnám- skeiðum fyrir verkstjórnendur, sem þegar eru í starfi, og að þeim verði veitt fræðsla um flest það, sem lýtur að atvinnugreinum þeirra og koma mætti þeim að notum sem stjórnend- um. Síðar væri svo hægt að ræða um að koma á fót framhaldsnámskeiðum og sérnámskeiðum í hinum ýmsu at- vinnugreinum. Fara hér á eftir í stór- um dráttum tillögur mínar um slíkt þriggja vikna námskeið: Verkstjórn............... 36 klst. Vinnusálfræði ........... 14 — Velferðar- og félagsmál .. 2 — Tímaathuganir og grund- vallaratriði hagræðingar 12 — Hreinlæti og hollustuhættir á vinnustað ............... 6 — Rekstrar- og félagsfræði .. 8 — Lög og kjarasamningar ... 8 — Varnir gegn slysum og tryggingarreglugerðir . . 6 — Skýrslugerð og bréfaskriftir 8 — Almennur reikningur....... 12 — Samtals 114 klst. Námskeið, þar sem allar þessar greinar væru teknar til meðferðar, væri varla unnt að halda annars stað- ar en í Reykjavík, þar sem gera verð- ur ráð fyrir, að sérmentnaðir menn í hlutaðeigandi greinum séu ekki fyrir hendi, og það hefði mikinn kostnað í för með sér, ef allir leiðbeinendur ættu að ferðast til annars staðar, með- an á námskeiðinu stendur. Annar möguleiki er, að norski bréfaskólinn í verkstjórafræðslu væri þýddur á íslenzku og samræmdur ís- lenzkum atvinnuháttum. Forsvars- maður verkstjórnarfræðslunnar myndi síðan koma bréfunum til hlut- aðeigandi aðila til uppfræðslu í verk- stjórn. Væntanlegir verkstjórnendur Onnur hlið verkstjórnarmálanna snýr að þeim, sem koma undir vænt- anleg lög um verkstjórnarfræðslu. Slík fræðsla er, eðli málsins sam- kvæmt, talsvert frábrugðin og krefst lengri tíma. Hér á eftir geri ég bráða- birgðatillögu um tímaskiptingu slíks námskeiðs: Verkstjórn............... 180 klst. Vinnusálfræði ........... 35 — Velferðar- og félagsmál .. 16 — Tíma- og vinnuathuganir, rramh. á 82. bls. 80 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.