Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 25

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 25
Merkur brautryðjandi i islenzkum byggingariðnaðí Rætt við Sigurlinna Pétursson byggingameistara Norðan Hafnarfjarðarhrauns við vegamót Reykjanesbrautar og Hafn- arfj arðarvegar stendur fremur lítið og yfirlætislaust verksmiðjuhús. f kringum það má sjá alls konar stein- steyptar byggingareiningar; hluta úr veggjum, með gluggum og glugga- lausa, súlur í undirstöður húsa, gang- stéttarhellur o. s. frv. Hér er til húsa eina byggingareininga-verksmiðjan, sem nú er starfrækt á íslandi. Eigandi hennar er Sigurlinni Pétursson bygg- ingameistari. Eins og kunnugt er, hafa fjársterk- ir aðilar, ef svo mætti að orði komast, haft á prjónunum stofnun byggingar- einingaverksmiðju, sem framleiddi slíkar einingar í stórum stíl. Eigi hef- ur orðið úr stórframkvæmdum til þessa, en fyrir skömmu var nýtt fyrir- tæki stofnað í þessum tilgangi og eru allar horfur á, að það muni hefja framkvæmdir á næstunni. Iðnaðarmálum finnst vel við eiga að minnast þess einmitt nú, að fram- leiðsla byggingareininga hér á landi er engin nýlunda og á þessi iðngrein sem aðrar sinn brautryðjanda, sem með seiglu og ósérhlífni hefur á ann- an áratug verið að prófa sig áfram og berjast fyrir viðurkenningu á verk- smiðj uframleiddum byggingareining- um til húsa. — Hvenær byrjaðir þú að hugsa um og fást við byggingareiningafram- leiðslu, Sigurlinni? — Það var árið 1932, að ég gerði smáfyrirmynd úr tré af húshorni. Sendi ég það til Búnaðarfélags ís- lands ásamt erindi um endurbygg- ingu sveitabæja. Undirtektir voru engar, en sjálfur hóf ég að gera ýms- ar tilraunir. Árið 1936 réðst ég í þjónustu Guð- jóns heitins Samúelssonar bygginga- meistara ríkisins. Vakti ég síðar áhuga hans fyrir málinu og fékk leyfi til að byggja nokkra bifreiðaskúra upp á Vífilstöðum. Það mun hafa verið ár- ið 1946. Einnig byrjaði ég á að gera gólfhellur, sem eru í nokkrum hluta skúranna. I stuttu máli sagt voru þeir byggðir sem hér segir: Hellueiningar 125X18 með ein- angrun og pússlagi að innan voru steyptar á byggingarstaðnum. Voru þær þannig, að gróp var í kanti hverr- ar hellu og þegar þær komu saman mynduðu kantarnir lokað mót, sem steypu var hellt í eftir að hellurnar höfðu verið felldar saman í veggjum skúranna. Aðferð þessi var einföld en flj ótvirk. — Hvenær hófst þú framleiðslu byggingareininga í íbúðarhús? — Það er fyrst árið 1953, sem ég hef framleiðslu eininga á svipaðan hátt og nú er gert, og smíðaði ég þá mót til að steypa einingar í íbúðar- hús þau, sem standa á hraunjaðrin- um austan Engidals. Voru húsin kom- in upp árið 1955. Tvö húsanna eru 120 m2 að stærð og eitt 140 m2. Við smíði þeirra og síðar, tók ég upp nýja aðferð. Minnkaði einingarn- ar í 61X 252 X12%, felldi einangrun í burtu og boltaði þær saman með járnfjöðrum, sem loka samskeytum, ásamt plastkvoðu, sem höfð er til þétt- ingar. Þessar hellueiningar eru það léttar, að auðvelt er fyrir 3—4 menn að reisa hús úr þeim. Gluggakarmar og dyr eru steyptar í einingarnar. 160 m- hús byggt úr þilciningum aj Sigurlinna Péturssyni. IÐNAÐARMÁL 81

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.