Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 4

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 4
Eftirfarandi grein hefur norski verkfræðingurinn Johan Meyer ritað, en hann er for- stöðumaður tæknideildar samhands norskra bifreiðaverkstæða, Automobilverkstedenes Landsjorbund. Johan Meyer dvaldist á Islandi í nóvember- og desembermánuði s.l. sem leiðbeinandi við framkvæmd ICA-áætlunar á vegum Iðnaðarmálastofnunarinnar og Félags íslenzkra bifreiðaverkstæðaeigenda. Greinina ritaði hann, meðan hann dvaldist á íslandi, og koma þar fram ýmsar upplýsingar, sem hann telur sérlega fróðlegar, með tilliti til íslenzkra staðhátta. Síðar verður gerð nánari grein fyrir áðurnefndri áætlun hér í blaðinu og byggt á þeirri skýrslu, sem Johan Meyer mun semja nm þetta efni. STARFSEMI NORSKRA RIFREIÐAVERKSTÆÐA Inngangur Það er mjög athyglisvert að kom- ast að raun um, að íslenzku bifreiða- verkstæðin eiga nú við sömu vanda- mál að glíma og hin norsku bifreiða- verkstæði hafa haft. Munurinn er sá, að vandamálin virðast öllu umfangs- meiri á íslandi en þau hafa verið í Noregi. En þar hefur nú þegar ýmist verið ráðið fram úr mestu vandamál- nnura eða dregið stórlega úr þeim. og gæti því verið fróðlegt fyrir ís- lenzka lesendur að kynnast því, hvernig tekið var á málunum. Það, sem mjög hefur stuðlað að lausn þessara vandamála, er sú stað- reynd, að þjóðin hefur smám saman unnið hug á verstu afleiðingum af ])átttöku sinni í heimsstyrjöldinni síð- ari og að bifreiðaverkstæðin hafa, með skipulagðri félagsstarfsemi sinni, sýnt mikinn samstarfsvilja til að sigr- ast á erfiðleikunum og efla hagsmuni ])essarar atvinnugreinar. Bifreiðaijöldinn og innflutningshöftin Norsku bifreiðaverkstæðin annast að miklu leyti viðhald og viðgerðir á tækjum hins vélvædda landbúnaðar og ökutækjum hersins. En aðalstarf- semi þeirra byggist þó á viðgerðum bifreiða. í árslok 1958 var fjöldi bif- reiða í landinu um 280.000, þar af um 166.000 fólksbifreiðir. Það svar- ar til þess, að um 12.4 íbúar komi á hverja bifreið, eða um 20.4 íbúar á hverja fólksbifreið. Innflutningur á árinu 1959 mun sennilega verða um 28.000 bifreiðir, þar af um 18.000 fólksbifreiðir. A árunum eftir heimsstyrjöldina var innflutningur hifreiða takmark- aður af opinberu eftirliti þannig, að kaupendur urðu að hafa leyfi frá yfir- völdunum, ef þeir vildu flytja inn nýjar eða notaðar bifreiðir frá út- löndum. Árið 1952 voru innflutnings- höft afnumin á vöru- og langferða- bifreiðum, og hafði sú ráðstöfun enga aukningu á innflutningi ])essara tegunda í för með sér. Innflutningur sendiferðabifreiða var gefinn frjáls vorið 1959, og hafði það heldur enga aukningu innflutnings í för með sér. Varðandi innflutning fólksbifreiða skal það tekið fram, að á bifreiðum frá Au=tur-Evrópulöndunum hefur sala verið frjáls innan þeirra „kvóta“, sem gagnkvæmir verzlunarsamningar við þessi lörd levfa. Sala þessara bif- reiða hefur minnkað ört, eftir því sem innflutningur frá Vestur-Evrópu- Johan Meyer. löndum hefur aukizt. Hinn 1. október 1960 mun innflutningur fólksbifreiða einnig gefinn frjáls. Gild ástæða er til að ætla, að sú ráðstöfun muni ekki hafa verulega aukningu innflutnings í för með sér. Tollur af langferða-, vöru- og sendiferðabifreiðum er 20% og af fólksbifreiðum 30%. Heildar- kostnaður við innflutning og fyrstu sölu bifreiða er að jafnaði um 100% af cif-verði. Bifreiðcverkstæðin og viðgerðarhæfni Til þess að geta tekið að sér bif- reiðaviðgerðir gegn borgun, er þess krafizt, að verkstæðið hafi hlotið viðurkenningu samkvæmt lögum frá 17/10 1947, um löggildingu bifreiða- verkstæða. Grundvöllur þessara laga er umhyggjan fyrir umferðaröryggi og viðhaldi verðmætra eigna. Lög- gildinguna veita bifreiðasérfræðing- ar ríkisins í samráði við fulltrúa frá sambandi bifreiðaverkstæða og full- trúa frá samtökum hifvélavirkja. Um eitt þúsund venjuleg bifreiðaverk- stæði eru í landinu, og er meðalfjöldi starfsmanna 6—8. Til viðbótar koma svo allmörg einkaverkstæði fvrir- tækja, sem annast eingöngu viðgerðir á eigin bifreiðum. Tala bifreiðavið- ■96 IÐXAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.