Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 6

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 6
Viðgerðarsalur. —• Þrýstivökvalyjtur eru notaðar til að auðvelda viðgerðir undirvagns. Lýsing er í gólji. til lána hafa smám saman orðið tak- markaðri, svo að nú er það fyrst og fremst lánsfjárskortur, sem hamlar byggingastarfseminni. Innflutningur véla, verkfæra og annars útbúnaðar til bifreiðaverk- stæða hefur verið frjáls í mörg ár. Iðnnám Viðgerð bifreiða er „industrifag“ í Noregi og heyrir því ekki undir handverkslögin. Námstími er fjögur ár. Frá 1. júlí 1957 hefur þessi at- vinnugrein verið háð lögum um lær- linga. Þau inæla m. a. svo fyrir, að nemar hljóti ákveðna, fræðilega skólamenntun, jafnhliða fjögurra ára verklegu námi. Námstímanum lýkur með prófi. Samtök bifreiðaverkstæða og viðgerðarmanna hafa nú komið sér saman um heildaráætlun um skóla- nám í greininni, og er þar gert ráð fyrir tveggja ára skólagöngu í 10 mánaða dagskóla, áður en nemarnir hefja verknám sitt. Þessi skólaganga er talin jafngilda 26 mánaða tíma í náminu, og eftir er þá 22 mánaða starfstími á bifreiðaverkstæði, áður en gengið er til prófs. Þessi skóla- ganga fullnægir kröfum iðnfræðslu- laganna um fræðilegt nám. Kenndar eru bæði almennar og híltæknilegar námsgreinar. Mestur hluti námstím- ans er helgaður hagnýtum greinum, bæði almennum járn- og málmiðnað- arstörfum og bifvélaviðgerðum. Hver skóli hefur sína fræðslunefnd, og eiga þar sæti fulltrúar frá sambandsdeild- um bifreiðaverkstæðanna og viðgerð- armanna á hverjum stað. Þróun þess- ara svokölluðu forskóla er þegar kom- in alllangt, og ráðgert er að halda áfram á þessari braut. NiðurlagsorS Eftir afnám verðlagseftirlitsins, hinn 1. marz 1954, hafa bifreiðaverk- stæðin norsku lagt allmikið fjármagn í byggingar, vélakost og útbúnað, jafnframt því sem þeim hefur tekizt æ betur, með launahækkunum, að halda sérlærðu starfsliði í þjónustu sinni og styrkja stjórn sína. Þeim hefur þann- ig tekizt í æ ríkara mæli að verða við þeim kröfum, sem nútíma bifreiða- kostur gerir til viðgerðaþjónustunn- ar, iðnfræðilega séð, án þess að það hafi haft verulegar verðhækkanir á viðgerðum í för með sér (ef tekið er tillit til almennrar hækkunar verð- lags á sama tíma). En þó að viðgerðaþjónusta bif- reiða hafi þannig tekið allmiklum framförum, koma ný vandamál stöð- ugt í ljós, m. a. sem afleiðing af þró- un bifreiðatækninnar og síauknum bifreiðakosti. Þessi vandamál verður fyrst og fremst að leysa með góðu skipulagsstarfi, og ekki sízt með full- komnu iðnnámi, sérhæfingu og sér- þjónustu. /. fíj. þýddi. Sala erlendra húsgagna í Bandaríkjunum Innflutningur húsgagna til Banda- ríkjanna á þessu ári ætti að nálgast $ 20.500.000 og ná þar með nýju há- marki, eftir því sem viðskiptamála- ráðuneyti Bandaríkjanna skýrir frá. Húsgagnainnflutningur ársins 1958, sem fram til þess tíma var há- mark í þessari grein, nam $ 15.793,- 181. Fyrstu sex mánuði ársins 1959 nam húsgagnainnflutningurinn um $ 9.900.000. Innflutningstölur fyrra árshelmings nema venjulega um 48% af heildarinnflutningstölu ársins. Danmörk var stærsti innflytjand- inn fyrri hluta ársins og lagði til inn- flutningsverðmæti að upphæð $ 1.859.842 eða um 8,5%. Hong Kong hélt áfram að vera næststærsti húsgagnainnflytjandinn. Júgóslavía og Japan unnu mest á í þessari grein. Innflutningur húsgagna frá Júgóslavíu reyndist nú 94.8% hærri en hann var á fyrra árshelm- ingi 1958, og Japan jók sinn innflutn- ing um 138,1%. Húsgagnaiðnaður Hollands hefur gert sérstaka áætlun, sem miðar að því að vinna stærri hluta á banda- rískum markaði. f \ Gerizt áskrifendur IÐNAÐARMÁLA V____________________________) 98 IÐNAÐARMAI.

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.