Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 7
H J Á L M A R K. B Á R Ð A R S 0 N, skipaskoðunarstjóri: SKIPASMÍÐAR erlendis fyrir íslendinga Það mun öllum ljóst, að nú er óvenju mikið smíðað aí íslenzkum skipum erlendis. Ef miðað er við þau skip, sem skipaskoðun ríkisins er kunnugt um að samið hefur verið um, og meðtalin eru þau skip, sem ókom- in voru til landsins 1. nóvember síð- astliðinn, þá eru þessi skip samtals 72 að tölu, og samanlögð áætluð tonna- tala þeirra er um 17.562 brúttórúm- lestir. 011 eru skip þessi fiskiskip, að fjór- um frátöldum, en þau eru flutninga- skip Eimskipafélags íslands og varð- skip landhelgisgæzlunnar, sem bæði eru í smíðum í Álaborg í Danmörku, ennfremur Vestmannaeyjaskipið Herjólfur, sem er í smíðum í Marten- shock í Hollandi og flutningaskipið Laxá, sem Hafskip h.f. eiga í smíð- um í Elmshorn í Vestur-Þýzkalandi. í smíðum eru 5 togarar, allir í Vestur-Þýzkalandi. Er það togari Guðmundar Jörundssonar í smíðum í Rendsburg og 4 togarar í smíðum í Bremerhaven fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, ísbjörninn h.f., Reykjavík, Isfell h.f., Flateyri, og Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness. Ennfremur gamall þýzkur togari unx 650 brúttórúmlestir, sem Ásfjall h.f. í Hafnarfirði hefur keypt og ber nafnið Keilir. Hann hefur ver- ið í viðgerð undanfarið og er rétt ný- kominn til landsins. Þegar frá eru dregnir þessir 6 tog- arar og 4 flutningaskip og varðskip, eru þannig umsamin erlendis, í smíð- um eða ókomin heim miðað við 1. nóvember, samtals 62 fiskiskip 250 brúttórúmlestir og minni. Þessi skip skiptast þannig milli landa, að í Danmörku eru í smíðum 10 fiskiskip, öll tréskip, 75 brúttólestir og minni, samtals 695 brúttórúmlestir að stærð. í Noregi eru samtals í smíðum 22 fiskiskip, þar af 2 tréskip og 20 stál- skip, og eru þau frá 85 upp í 208 brúttórúmlestir að stærð og samtals áætluð 3003 brúttórúmlestir. I Svíþjóð er um að ræða eitt tré- skip og tvö stálskip, samtals 400 brúttórúmlestir. I Austur-Þýzkalandi eru eftir tvö 249 brúttórúmlesta togskip og 13 fiskiskip 94 brúttórúmlestir hvert, eða samtals 1720 brúttórúmlestir. I Vestur-Þýzkalandi eru 10 fiski- skip samtals, þar af 1 stálskip og 9 tréskip, flest um 75 brúttórúmlestir, eða samtals 790 brúttólestir. Að lokum eru svo í Hollandi tvö stál-fiskiskip, 120 og 170 brúttórúm- lestir. Þetta voru þurrar tölur urn skipa- smiðar okkar erlendis nú, en ekki er úr vegi að athuga þær nokkuð betur og hvað þær fela í sér. Ekki er efi á, að fyrsta spurningin, sem vaknar í sambandi við þessi skipakaup, er: Hvernig leysist vand- inn um áhafnir á öll þessi nýju skip? Það mun ekki vera fjarri lagi, að til að manna þessi 72 skip þurfi nálægt 900 sjómenn. Að sjálfsögðu verður einhverjum eldri skipanna lagt upp, er ný skip koma, en helzt ætti það ekki að verða fram yfir eðlilega end- urnýjun flotans. Annað atriði er athyglisvert af þessum tölum. Ef tekin eru út úr ein- Dráttarbáturinn Magni. — 1 slendingar haja sýnt getu sína í smíSi stálskipa. IÐNAÐARMAL 99

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.