Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 11
Blossatilraunin. — Hraða blossanna jrá einum eða tveimur lömpum er breytt, }>ar til stúlkan sér stöðugt eða titrandi Ijós. Tilraunin gejur mikilvœgar upplýsingar varðandi ýmsa skapgerðareiginleika. stæðan hátt, þegar um var að ræða skilning á sambandinu milli manns og atvinnufyrirtækis. „Verkamaður- inn verður að skilja,“ segir hann í bók sinni (The Principles oj Scienti- fic Management) í byrjun þessarar aldar, „að eina takmark fyrirtækisins er það að skila hluthöfum auknum ágóða“. Þessi setning gefur oss glögga hugmynd um, liversu langt vér erum horfnir frá hinum ströng- ustu hagrænu sjónarmiðum í skoð- unum vorum á sambandi atvinnu- fyrirtækis og vinnuafls nú á dögum. Minni sáltækni nú Árið 1928 hélt iðnsálfræðin inn- reið sína í Svíþjóð, og voru fyrstu tilraunir gerðar í járnvinnslustöðinni í Sandvik (Sandvikens Jernverk). Prófunaraðferðir voru þá harla frum- stæðar, ef litið er á þær frá sjónarhóli nútímans, enda hafa miklar framfarir orðið í þessum efnum á þeim árum, sem síðan eru liðin. Hina öru fram- þróun í þessum fræðum má að miklu leyti rekja til stofnunar sáltæknideild- ar við háskólann í Stokkhólmi. Þessi þróun einkennist jafnframt af því. að þungamiðja rannsóknanna hefur flutt sig úr stað, og þær bera nú síður sáltœhnlegan blæ, heldur fremur sál- greinandi. Bein hæfnispróf hafa vikið fyrir athugunum á persónuleika, þar sem höfuðáherzla er lögð á þá eigin- leika, sem tengdir eru skaphöfn og vilja. Nils Kjellström lýsir yfir því, að hagnýt notkun iðnsálfræði í Svíþjóð hafi ekki náð þeirri útbreiðslu, er vænta hefði mátt, og eru ástæðurnar þær, að skortur er á starfssálfræðing- um í Svíþjóð, og af fjárhagslegum ástæðum eru það aðeins hin tiltölu- lega fáu. stóru fyrirtæki, er hafa efni á að ráða sálfræðinga í þjónustu sína. Þriðju ástæðuna nefnir hann einnig, en það er hin fremur afturhaldssama hlédrægni gagnvart slíkum nýjum fyrirbrigðum sem „sálvæðingu at- vinnulífsins“. Yfirleitt má skipta áhrifamönnum í sænskuin iðnaði í þrjá flokka, þegar um er að ræða af- stöðu þeirra til iðnsálfræðinnar: hina trúuðu, hina vantrúuðu og svo þá, sem veita sálfræðinni viðtöku, en þó með gagnrýni. Svo virðist sem hinn síðast nefndi flokkur sé að verða áhrifamestur. Getur það borgað sig? Ef við hverfum nú aftur að tilraun þeirri, er minnzt var á í upphafi, um menntun verkstjórnenda, þá var ár- angurinn ömurlegur. Eða var það nú svo, ef við lítum nánar á málið? Það, sem gerðist, var það, að hóp- ur verkstjórnenda öðlaðist á tiltölu- lega stuttu námskeiði ný og — frá hagsýnu sjónarmiði — betri viðhorf gagnvart undirmönnum sínum, en eft- ir eitt ár við dagleg störf höfðu þessi viðhorf látið undan síga og hinar gömlu venjur rutt sér til rúms að nýju. Ef eitthvað er furðulegt við þessa tilraun, þá er það einmitt það, að þessi árangur skyldi á nokkurn hátt vekja undrun. Þessa þróun mál- anna hefði mátt sjá fyrir. Það, sem tilraunin miðaði að, var svo róttækt, að það var blátt áfram reynt að breyta grundvallarlífsviðhorfum hjá hópi nianna. Og það er nokkuð, sem ekki verður gert á augabragði. Þegar við heyrum t. d. talað um hjón, sem lifað hafa saman langa ævi og smám saman farið að líkjast hvort öðru meir og meir í hugsunarhætti, skoð- unum, framkomu og jafnvel ytra út- liti, þá er þar um breytingar að ræða, sem orðið hafa á mjög löngum tíma, ef til vill tuttugu, þrjátiu eða jafnvel fjörutíu árum. Sú skoðun, að hægt sé á sálfræðilega vel grundvölluðu en stuttu námskeiði að breyta varanlega rótgrónum lífsviðhorfum hjá hópi manna, er vægast sagt glannafengin. Hún sýnir nokkuð af þeim hættum, sem fylgja oftrú manna á möguleika iðnsálfræðinnar. Lágmarksskilyrði þess, að breyt- ingar á viðhorfi manna geti reynzt varanlegar, hlýtur að vera það. að ekki aðeins verkstjórnendurnir sjálf- ir, heldur og starfsumhverfi það, er þeir hverfa aftur til, að námi loknu, taki grundvallarbreytingum. Stund- um er það e. t. v. einnig skilyrði, að heimilisástæður hlutaðeigandi manna taki breytingum. Segjum t. d„ að verkstjóri, sem á námskeiðinu hefur IÐNAÐARMAL 103

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.