Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 12

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 12
stundað námið af kappi til að geta notfært sér allt það, sem liann hefur lært, eigi kvenskass fyrir konu, sem reyni daglega á þolrif hans, þá er mjög hætt við, að freistingin til að hefja sig til vegs og virðingar á vinnustaðnum verði nokkuð mikil. Og jafnvel þótt ekki reyndist nauð- synlegt að gera róttækar breytingar á vinnustað eða heimili, verður að gera ráð fyrir, að kerfisbundin framhalds- þjálfun sé nauðsynleg til að varðveita hinar nýju og góðu verkstjórnarað- ferðir. Vilji menn í fljótu bragði geta sýnt fram á ákveðinn árangur, verður að reyna það á öðrum vettvangi. Sem dæmi uin þetta nefnir Nils Kjellström stöðuskipun verkfræðings í fyrirtæk- inu. Ef nýbökuðum verkfræðingi er, vegna mistaka, skipað til starfa í sölu- deildinni í stað þess að ætla honum starf t. d. við skipulag eða áætlana- gerð, sem hann hefur e. t. v. miklu meiri hæfileika til að leysa af hendi, þá má með fullri sanngirni gera ráð fyrir, að starfsgeta hans hafi verið minnkuð um 10%. Ef hann starfar allt sitt líf við sama fyrirtækið, munu laun lians, ásamt lífeyrissjóðsfram- lögum o. fl., nema um 1.5 millj. króna, en ])að er sama og að 150 þús- und krónum hafi verið kastað út um gluggann. Sveitadrengurinn kom ó óvart En það er einnig hægt að varpa ljósi á þetta vandamál á öðrum svið- um. Til eru sænsk fyrirtæki, þar sem reiknað er með, að svo mikill hluti framleiðslunnar fari í súginn, að það svari til um 20% af árlegum launa- greiðslum. Mikill hluti þe-sa tjóns stafar blátt áfram af gloppóttri verk- kunnáttu starfsfólksins. Einn starfs- maður hefur t. d. lært of lítið í mæl- ingatækni, og getur sú fákunnátta bæglega valdið hluta af tjóninu. Úr þessu má bæta á auðveldan hátt með því, að fyrirtækið haldi námskeið í mælingatækni. En oft er einnig um mikið framleiðslutjón að ræða. án þess að það eigi rætur sínar ið rekja til vankunnáttu í verklegum efnum. Þar geta allt aðrar orsakir verið að verki, svo sem fjandsamleg eða ágeng afstaða gagnvart fyrirtækinu eða stjórnendum þess, slæmur andi meðal starfsbræðra, óheppileg eða duglaus verkstjórn o. fl. Það eru til sálfræð- ingar sem telja, að 50% af öllum framleiðslugöllum megi rekja til slíkra sálrænna orsaka. Hugsum okk- ur fyrirtæki, þar sem tjónið af gall- aðri framleiðslu nemur einni millj. króna árlega. Ef við gætum komið í veg fyrir helming af því tjóni, sem stafar af sálrænum orsökum, með því að beita varúðarreglum iðnsálfræð- inganna, liggur í augum uppi, að sparnaður hjá áðurnefndu fyrirtæki mundi vera allverulegur. Að lokum skal hér drepið á þann þátt í starfi iðnsálfræðingsins, er snertir einstaklinginn. Sem dæmi um slíkt nefnir Nils Kjellström atvik, þeg- ar 16 ára piltur, er sótt hafði um starf iðnnema hjá fyrirtæki nokkru, var sendur til sálfræðings fyrirtækisins. Pilturinn hafði mjög lélegan vitnis- burð frá lýðskóla, þar sem hann hafði stundað nám, og menn óttuðust því, að vísa yrði honum frá iðnnámi vegna gáfnaskorts. Hann var látinn þrevta margvísleg próf, og við hina skyldubundnu rannsókn á gáfnafa'i kom hið ótrúlega í ljós, að pilturinn með hinn lélega skólavitnisburð hlaut gáfnatöluna 135. Ef haft er í huga, að gáfnatalan 125 er yfirleitt talin nægileg til þess, að nemandinn geti stundað verkfræðinám, ]iá má segja, að þessi útkoma sé mjög athyglis- verð. Þegar farið var að ræða nánar við piltinn, kom í Ijós, að hann hafði átt heima í afskekktu sveitaþorpi, og þaðan hafði liann orðið að sækja skóla í 60 km fjarlægð. Námsáhugi og lestrarlöngun höfðu auðvitað ver- ið í samræmi við aðstæðurnar. Það er augljóst, að þessi drengur getur þakkað iðnsálfræðingunum það, ef eitthvað verður úr honum í lífinu. Falinn varasjóður Vera má, að þetta sé sjaldgæft til- felli, en oft kemur það fyrir við sál- fræðilegar rannsóknir í sænskum fyrirtækjum, að óvenju góðir hæfi- leikar finnast bjá fólki, sem enginn hafði veitt sérstaka athygli og gerði sér ekki sjálft grein fyrir hæfileikum sínum. I starfsemi þeirri, sem miðar að því að finna hina duldu hæfileika, er vissulega leynast í hverju þjóðfé- lagi, getur hlutverk iðnsálfræðingsins því reynzt mjög mikilvægt. Og það má gera ráð fyrir, að nauðsynlegt reynist að finna þessa huldu varasjóði hæfileika og gáfna, ef við ætlum að fylgjast með liinni öru þróun í iðnaði og tækni, sem framtíðin ber í skauti sínu. Þýtt úr tímaritinu „Arbejdsgiveren“ - J.Bj. SKIPASMÍÐAR Framh. aí 100. bls. Norsku skipasmíðastöðvarnar hafa undanfarið haft svo lítið af verkefn- um framundan, að þær hafa getað tekið að sér smíði strax og lofað skip- inu eftir 6 mánuði, hvort sem það nú stenzt alls staðar, þegar á reynir. Ef halda á áfram skipasmíðum í Austur- Þýzkalandi, verður því líka frá ís- lands hálfu að áætla fram í tímann þörfina fyrir ný skip og gera ráðstaf- anir þar að lútandi tímanlega, en ekki aðeins fyrir næstu vertíð. Sama máli mun gegna um Pólland. Mér var falið að fara þangað til að skoða skipasmiðastöðvar og athuga möguleika á smíði fiskiskipa þar, og er nýkominn heim. Um Pólland gegn- ir sama máli og Austur-Þýzkaland. í báðum löndum eru skip smíðuð í seríum, minnst 5—10 skip eins, og allt er skipulagt minnst 1—2 ár fram í tímann. Vera má, að eklci vœri úr vegi jyrir okkur að heldur að athuga okkar þörf á skipum með meiri jyrirvara og jor- sjálni en stundum hefur átt sér stað í skipakaupum okkar, en einkanlega held ég j>ó. að okkur sé hrýn nauðsvn að gera okkur Ijóst, að þörf er að- gerða í stál-fiskiskipasmíðum og við- gerðtim þeirra innanlands, ef við eig- urn ekki að dragast gjörsamlega aftur úr í þeirri grein iðnaðar. (Leturbreytingar IðnaSarmála). 104 IÐNAÐARMÁI.

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.