Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 14

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 14
2. mynd. Plönkum jlett í bandsög. Afköst allt að 60 fet/mín. að viðurinn sé geymdur nokkra daga í upphitaðri geymslu, áður en hann íer til vinnslu. Vélar og vélavinna Þróunin í gerð trésmíðavéla hefur orðið mikil á þeim rúmum 50 árum, sem trésmiðjan hefur starfað. Upprunalega voru allar vélar tengdar við sama ás, sem lá eftir endilöngum kjallara hússins og knú- inn var með gufuafli. Nú hafa hins vegar allar vélar sjálfstæða rafknúna hreyfla, og á nýjustu „kílivélunum“ hefur hver tannhaus (kútter) sjálf- stæðan hreyfil. Það hefur því verið nauðsynlegt að vera á varðbergi og fylgjast með þró- uninni, en því miður hafa ýmsar á- stæður oft tafið eðlilega endurnýjun á vélakostinum, og verður þar fyrst að nefna erfiðleika á útvegun nauð- synlegra innflutnings- og gjaldeyris- leyfa. Vélakostur verksmiðjunnar jókst þó verulega, þegar hún var stækkuð, og voru þá keyptar fullkomnar vélar til framleiðslu spónlagðra hurða, sem verksmiðjan hafði eigi framleitt áð- ur. Einnig hafa verið fengnar full- komnari og afkastameiri sagir, heflar og „kílivélar“ en áður. Má geta þess, að í stærstu kílivél- inni eru plægð og kíld yfir 1.000.000 fet árlega. I öllum „kílivélunum“ samtals er árlega framleiðslan uin 2.500.000 fet. Hurðir Verksmiðjan framleiðir nú árlega um 5000 innihurðir, og skal hér stutt- lega rakinn gangurinn í framleiðslu spónlagðra hurða: Hurðirnar eru byggðar upp af ramma úr furu, innan í hann er rað- að rimlum úr harðplötum (mason- ite). Eru langrimlarnir með hér um bil 3 cm millibili, en þverrimlarnir gisnari. Sitt hvorum megin á þessa innviði eru síðan límdar harðplötur. Fer lím- ingin fram í tveggja hæða vökva- pressu við 110° hita og tekur 8—9 mínútur. Síðan eru hurðirnar sagaðar að breidd í tvöfaldri hjólsög, kantlímd ar með harðviðarlistum og slípaðar undir spónlagningu. Meðan þessu fer fram, er spónninn skorinn og límdur saman og síðaii límdur á hurðirnar í sömu pressu og áður. Tekur límingin 4—5 mínútur. Að lokum eru hurðirnar sagaðar að lengd, spónn skorinn af hliðum og þær slípaðar. Auk innihurða framleiðir verk- smiðjan útihurðir úr furu og teak. ldin síðari ár hefur einnig verið fram- leitt mikið af bílskúrsrennihurðum, sem renna upp undir loft, þegar opn- að er. Eru járnin flutt inn frá Dan- mörku, en hurðirnar smíðaðar hér. Gluggar Gerð glugga tók litlum breytingum frá ári til árs, þar til verksmiðjan hóf framleiðslu á svokölluðum CARDA- hverfigluggum, og hefur hún nú fram- leitt yfir 3000 slíka glugga. Aðalkostur þessara glugga er sá, að hægt er að snúa grindunum við, þann- 3. mynd. Timbrið er fmrrkað í rafkynntum þurrkofni. Fyrirfram ákveðið rakastig helzt sjálfkrafa í ofninum með hjálp út- og innstreymisops. Loftblásturinn skiptir alltaf um stefnu á 20 mínútna fresti til þess að timbrið þorni jafnt báðum megin í hlaðanum. 106 IÐNAÐAR MAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.