Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 16
8. mynd. Kantlistar límdir á hurðir. 12 hurðir geta verið í kantlímingarvél í einu. arkitektar vilja láta smíða gluggana hver eftir sinni teikningu, og ber þar engum tveimur saman. Nú er hins vegar starfandi glugga- stöðlunarnefnd, og má búast við, að hún geri tillögur um eina ákveðna gerð allra venjulegra glugga. Annað atriði, sem mjög er ábóta- vant hér á landi, er meðferð glugg- 11. mynd. Lokið við smíði CARDA-glugga. Hér skyggja ekki póstar og sprotar á fag- urt útsýni, og auðvelt er að hreinsa þá og mála að innanverðu jrá. Hemill er á löm- unum, þannig að gluggarnir haldast stöð- ugir í hvaða stöðu sem er jrá 30°—120° ejtir því hvaða lamir eru notaðar. anna frá því að þeir fara frá verk- smiðju og þar til þeir eru settir í. Rannsóknir sýna, að það er ekki nóg að grunnmála glugga, áður en hann er settur í (einkum og sér í lagi, ef hann skyldi vera steyptur í), það þarf a. m. k. að tvimála hann og helzt þrímála. Annars tekur viðurinn í sig raka, áður en hann er málaður, og árangurinn er sá, að málning flagnar mjög fljótt af honum aftur. Almennt Síðan 1942 hafa Trésmiðjan og Timburverzlunin verið rekin sem tvö sjálfstæð fyrirtæki. Hafa bæði fyrir- tækin átt því láni að fagna, að til þeirra hafa ráðizt ágætir starfsmenn, sem sumir hafa nú starfað þar um áratugi. Fast starfslið Trésmiðjunnar er um 35 manns, greidd vinnulaun voru um 2,5 milljónir króna og framleiðslu- verðmæti um 10 milljónir króna s.l. ár. Timburverzlunin greiðir einnig um 2,5 milljónir króna í vinnulaun, og heildarsala þar var um 13 milljónir króna síðasta ár. Mesti timburflutningur á einu ári 10. mynd. Hurðir slípaðar í bandslípivél. 9. mynd. Spónn skorinn í spónskurðarvél. hefur numið um 2500 standörðum eða um 400.000 teningsfetum. Forstjóri Timburverzlunarinnar er Haraldur Sveinsson, en verksmiðju- stjóri Trésmiðjunnar Sveinn K. Sveinsson verkfræðingur. Myndir nr. 1, 2, 8, 9 og 10 eru teknar af Gunnari Rúnar. Myndir nr. 3, 4, 5, 6, 7 og 11 eru teknar af Olafi K. Magnússyni. 108 IÐN4ÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.