Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 20
LOFTRÆSING Góð loftræsing er nauðsynleg vegna þess að: 1. í kæfandi hita eða of miklum kulda rýrna afköstin, slysahætt- an eykst og starfsgleði hrakar. 2. Léleg loftræsing, hiti, ryk eða reykur, stofna heilsunni i hættu, magna óánægju og auka fjar- verustundir frá vinnu. loftinu, á hreyfingu gegnum bygging- una. AuSvelt er að koma þeim fyrir á veggjum, súlum eða í lofti. Stillið þyrlurnar þannig, að megin- loftstraumurinn liggi fyrir ofan höfuð verkafólksins. En beinið ekki loft- straumnum að súlum, bitum eða öðr- um hindrunum, sem draga mjög úr hreyfingu loftsins. öðrum vélaútbúnaði, má leiða beint út úr byggingunni gegnum skerma, er staðsettir séu yfir eða í kringum hina heitu vélahluti, og koma þannig í veg fyrir ofhitun vinnusvæðisins. Hafið loftræsiútbúnað í þaki Heitt loft leitar að sjálfsögðu upp á við og verður að fá útrás. Loftlokar í þaki sjá fyrir útrásarleið, en nauð- synlegt er að hafa stórt loftop, stað- sett neðarlega (dyr eða glugga), svo að útiloft geti óhindrað streymt inn. / stað venjulegra þakglugga skyldu notaðir reykljórar eða felligluggar, er hœgt sé að stilla frá gólfi. Notið jafnframt opvíða, vatnsþétta loftloka í þaki, og gœtið þess, að þeir valdi ekki niðurstreymi lofts. Ef þörf krefur, komið þá sterkum rajmagnsþyrlum fyrir í loftinu til að tryggja útblástur heita loftsins. Til þess að rajmagnsþyrlurnar vinni vel, þarf að loka öllum nálœgum þak- gluggum og opum. Vindur, sem blæs yfir þak, sogar gjarnan loftið út um opna þakglugga þeim megin, sem loftstraumurinn liggur undan. Svonefnd „Monitor“- gerð á þökum (sjá mynd) gerir fært að opna þakglugga á hentugasta stað, með tilliti til vindáttar. Hitahlífar Draga má úr áhrifum hita, er geisl- ar frá bræðsluofnum og eldstæðum, með því að stilla gljáfægðum málm- hlífum (aluminium) kringum ofninn eða eldstæðið. Gæta þarf þess, að nægilegt rúm (minnst 12 þumlungar! sé fyrir loftstraum undir hlífinni og umhverfis hana. Leiðir til góðra skilyrða Heilsa og vellíðan eru mjög háð hreinu lofti, hæfilegri lofthreyfingu og hitastigi. Það er því nauðsynlegt, í fyrsta lagi að endurnýja stöðugt andrúmsloftið innan veggja með hreinu og fersku útilofti, annaðhvort eðlilega eða með vélaútbúnaði, og í öðru lagi að hafa gott vald á hreyf- ingu loftsins. Góð lofthreyfing í heitu og röku veðri svalar með því að flýta fyrir uppgufun svitans, en of hröð lofthreyfing í köldu veðri getur vald- ið hrolli og ofkælingu. í þriðja lagi er nauðsynlegt að hafa gott vald á hitastillingunni. Notið loftþyrlur Þegar ekki er hægt að koma glugg- um og útihurðum í bygginguna fyrir á hentugan hátt, né hafa þá nógu stóra til að tryggja góða loftræsingu í heitu og röku veðri, má framkalla gust með vélaútbúnaði. Notið rafmagnsþyrlur til að blása loftstraumi. yfir líkamann. JJtblásturs- þyrlur nœgja ekki einar sér. Þœr lcoma loftinu ekki á verulega lireyf- ingu. Komið fyrir rafmagnsþyrlum til að soga inn hreint loft, og sé byggingin stór, notið þá fleiri þyrlur til að halda HITI OG VINNUSKILYRÐI í málmsteypum, stálsmiðjum, mat- vælaverksmiðjum o. s. frv. verður að gera ráðstafanir til að koma í veg fyr- ir, að hiti sá, er myndast við starf- semina, spilli vinnuskilyrðum. Háar byggingar með góðum loftræsiútbún- aði í þaki eru mjög hagkvæmar. Notið loítræsiskerma Megnið af hitanum og gufunni, sem stafar frá heitum geymum eða fi I rft rfi Illa leilcnað hús. Heilir ytri veggir og innri skilrúm samsíSa gluggum geta hindrað lojt- Endurbœtl skilyrði. Þyrlum hefur verið komið jyrir (1 og 2) til að skapa jullnœgj- andi lojtrás, og með því að koma fyrir Ijór- umí þaki. 112 IÐNAÐARMÁT-

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.