Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 27

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 27
getur verið mjög lítill (1 penny á klst.). Framleiðandi er Gourock Ropework Co. Ltd. Port Glasgow, Skotlandi. Heimildarrit: Industrial Equipment News, Ap. 1959. European Technical Digest No 3269. Soglyftitæki fyrir hluti með sléttu yfirborði Hjá mörgum fyrirtækjum er málm- þynnum, plötum og borðum staflað lárétt, og gerir það tilfærslu þessara hluta bæði erfiða og tímafreka. Auk þess getur efnið orðið fyrir skemmd- um við slíka meðhöndlun. Einkum hættir málmþynnum til að aflagast í flutningum. Með soglyftitæki, er myndin sýnir, er auðvelt að taka út úr stafla og flytja til plötur úr málmi, plasti, gleri, krossviði, pappa eða hvers konar þynnur með sléttu yfirborði. Neðri hluti lyftitækisins er soghaus úr gúmi, sem aðeins þarf að þrýsta að yfirborði plötunnar. Þrýstingur- inn við yfirborðið myndar festingu, sem heldur um 40 kg þunga. Með því að þrýsta á fjöður er hluturinn aftur Iosaður. Framleiðandi er Gummi-Maag A.G. Ziirich, Sviss. Ileimildarrit: Technica, No. 4, 1958. European Technical Digest No 2756. /. B j. þýddi. — L. L. valdi. ^yammaia: Bezti leiðtoginn er sá, sem lætur rétta fólkið leysa hvert verkefni og hefur næga sjálfstjórn til að blanda sér ekki í verk þess, nteðan verið er að vinna þau. — Roosevelt. um, svo að hægt er að nota gripklærn- ar til að taka upp plötur milli liárra stafla. Gripin eru hæfileg fyrir 65— 100 cm breidd eða 100—150 cm breidd, og lyftikraftur er 5—10 smá- lestir. Framleiðandi er Ernst Rath, G.m.b.H., Ferndorf, Kreis Siegen. Heimildarrit: Industrie-Anzeiger, Aug. 1958, No. 65. European Technical Digest No. 2793. Uppblásinn skáli Skálabyggingar, sem hægt er að blása upp, eru nú fáanlegar í ýmsum stærðum, og eru þær yfirleitt notaðar til sömu þarfa og stór tjöld, t. d. sam- komu- eða veizlutjöld. Engin þörf er fyrir súlur eða kaðla í slíkum vistar- verum, og eru þær því lausar við allar slíkar hindranir, bæði að utan og inn- an. Loftþenslu byggingarinnar er hald- ið við með stöðugum loftstraumi með lágum þrýstingi frá loftskrúfu. Þessi stöðuga tilfærsla á lofti tryggir jafna loftrás, og á veturna má hita loftið upp. Tvennar dyr með spenniútbún- aði eru á hverjum skála, en jafnvel þótt þær séu skildar eftir opnar, hefur það engin veruleg áhrif á stinna þenslu byggingarinnar. Skálar þessir eru gerðir úr fóðruðu nælonefni, sem hefur þann kost — auk þess að veita fullnægjandi styrk og þéttleika — að hleypa í gegn hæfi- legri birtu í dagsljósi. Byggingar af þessari gerð má blása upp á 10 mínútum, og kostnaðurinn við að halda loftþenslunni stöðugri IÐiVAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.