Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 lEiðari Ég er oft hugsi yfir því hvernig oddvitar ríkisstjórnarinnar, Jó­hanna Sigurðardóttir forsætis­ráðherra og Steingrímur J. Sig fússon fjármálaráðherra, kom ast upp með allt sem þau gera og segja. Nýjasta dæmið er skuldabréfaútboð ríkisins fyrir einn milljarð Bandaríkjadala þar sem færri fengu en vildu. Það voru aðallega fagfjárfestar í Bandaríkjunum og Evrópu sem keyptu og var áhættuálag þeirra miklu lægra en gert var ráð fyrir. Stein grímur J. fjármálaráðherra sagði að útboðið markaði tímamót fyrir Ísland. „Við ­ tökur fjárfesta styðja skoðun okkar á því að endurreisn efnahagslífsins sé að heppnast og horfurnar séu góðar,“ sagði Steingrímur. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave sögðu Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Már Guðmundsson seðla ­ bankastjóri að erlendir fjárfestar myndu frysta Ísland ef þjóðin samþykkti ekki Ice save. Alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki myndu fella matið á Íslandi og þeir, sem vildu á annað borð lána þjóðinni, gerðu það á afarkjörum. Þetta var hræðsluáróður en þau komast upp með allt sem þau segja. Ég hafði orð á því í Icesave­umræðunni að peningar færu ekki í fýlu. Ef fyrirtæki hefði á annað borð ágætt eigið fé og traustar framtíðartekjur fyndust ævinlega ein hverjir sem vildu lána því. Finnst mér skulda bréfa­ útboð ríkisins erlendis renna stoð um undir þá kenningu. Vonandi hefur Steingrímur rétt fyrir sér um mat erlendu fjárfestanna á Íslandi. Hinn venjulegi Íslendingur skynjar hins vegar ástandið í atvinnulífinu ennþá sem brekku og að ríkisstjórninni sé ekki treystandi til að endurreisa atvinnulífið. Hann les að vísu um það í blöðunum að bankarnir þrír hafi hagnast um 70 milljarða á síðasta ári og það stefni í 80 milljarða hagnað þeirra á þessu ári; samtals 150 milljarða hagnað í dýpstu kreppu lýðveldisins. Hvaðan kemur þessi hagnaður? Hinn venjulegi Íslendingur veit að það hefur verið samdráttur tvö ár í röð. Skattar hafa verið hækkaðir og ýta undir frekari samdrátt. Yfir 15 þúsund manns eru atvinnulausir og fólksflótti er frá landinu. Verðbólga er í pípunum eftir ábyrgðar­ lausa kjarasamninga sem ríkisstjórnin ýtti undir. Seðlabankinn boðar hækkun vaxta í kjölfarið. Ströng gjaldeyrishöft hindra fjárfestingu í landinu. Ríkisstjórnin hefur áhuga á að rústa kvótakerfinu – merki ­ leg asta framlagi Íslendinga til alþjóðlegra sjávar útvegsmála. Ríkisstjórnin sér Ísland fyrir sér sem lokað þjóðfélag þar sem stýr ­ ingi n er æpandi – líkt og í kommúnista ríkj um. Ríkisstjórnin klúðraði stjórnlagaþinginu. Hæstiréttur dæmdi kosninguna til þing s ins ólögmæta en sá dómur hafði enga merk ­ ingu fyrir ríkisstjórnina sem breytti nafninu yfir í stjórnlagaráð og flestir hinna ólöglega kjörnu fulltrúa settust í ráðið eins og ekkert væri. Forsætisráðherra brýtur jafnréttislög í mannaráðningum en segist alls ekki hafa brotið þau heldur vandað til verksins. Árni Páll Árnason efnahags­ og við­ skipta ráð herra margendurtekur á fundum að leið in út úr kreppunni sé að afnema gjald eyris höftin og boðar „að opna markaði út á við“. Gjaldeyrishöftin eru ólögleg sam ­ kvæmt EES­samningnum. Hann fram lengir þau á Alþingi en fer nokkrum dög um síðar út til Brussel á samráðsfund umsóknar ríkja ESB og segir þar í ræðu að helstu áskor­ anir sínar í efnahagsmálum séu hröð­ un skuldaúrvinnslu heimafyrir, afnám gjald eyrishafta og „opnun markaða út á við“. EES­samningurinn gekk út á opnun mark aða innan Evrópu; frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls. Ráð ­ herrann þverbrýtur EES­samninginn en sækir á sama tíma um aðild að Evrópu sam ­ bandinu. Hvernig væri nú að byrja á því að standa við EES­samninginn? Hvernig rökræðir þú við svona ráðherra? Aðför ríkisstjórnarinnar að Geir H. Haarde er svo ósmekkleg og ranglát að engu tali tekur. Steingrímur J. sagðist vera með „sorg í hjarta“ eftir að hann setti Geir á sakamannabekk fyrir vanrækslu í starfi. Meginniðurstaðan í Rannsóknarskýrslu Al ­ þingis var að orsakir hrunsins væri að finna í örum vexti bankanna, en þeir störf uðu sam ­ kvæmt fjármagnsfrelsi EES­reglna, og vinnu ­ brögðum eigenda þeirra og stjórn enda. Þegar ákæran á hendur Geir H. Haarde er lesin er mjög erfitt að átta sig á ákæruatriðunum og hvað þá að það séu meiri líkur en minni á að hann verði sak felldur. Þvert á móti kom í ljós í Ice s ave ­umræðunni hversu snjall leikur það var hjá Geir að setja neyðarlögin og bjarga því sem bjargað varð þegar hinn alþjóðlegi fjármálafellibylur reið yfir land ið og úr varð bankahrun, gengis hrun og efnahagslegt hrun. Það er á ríkis stjórn inni að skilja að Geir hafi komið hinni al þjóðlegu fjármálakreppu af stað; hann sé höfuðsökudólgurinn. Þegar hópur fólks tekur til varnar með Geir stíga máls ­ metandi menn á stokk og segja að brennu ­ vargar geri hróp að slökkviliðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum. Ég spyr mig enn og aftur: Hvernig kemst ríkisstjórnin upp með að klúðra hverju málinu af öðru og fara nokkra hringi í umræðunni? Stjórnin kemst upp með allt! Jón G. Hauksson Ég spyr mig enn og aftur: Hvernig kemst ríkisstjórnin upp með að klúðra hverju málinu af öðru og fara nokkra hringi í umræðunni? Verkefni okkar eru misjöfn en öll þarfnast þau lausnar kpmg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.