Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 13 fyrst & frEmst TexTi: SVAVA jÓnSdÓTTir myndir: geir ÓlAfSSon hlær hressi lega. Þetta er eins og hreingern­ ing. Fólk ætti að gera þetta á hverjum degi.“ Gleðin smitar Ásta segir að á vinnustöðum væri gott að byrja á hláturjóga í fimm til fimmtán mínútur á dag. „Sum fyrirtæki bjóða upp á jóga, sem er hið besta mál, og einhverja leikfimi­ tíma á morgnana. Ég tel að hláturjóga gæti alveg breytt andrúmsloftinu í fyrirtækinu. Það er hægt að efla samvinnu, samkennd, samvinnuanda, umburðarlyndi, hjálpsemi og skilning á milli fólks innan fyrirtækis með því að stunda hláturjóga. Vinnuafköstin verða meiri vegna þess að það er hægt að láta sér líða betur í vinnunni. Sumum líður illa í vinnunni og þá hægist á öllu en fólk verður jákvæðara ef það stundar hláturjóga. Þar með lærir það að gleðj ast yfir öllu smálegu sem það gerir og nýtur þess. Fólk öðlast meira sjálfstraust.“ Ásta segir að stjórnendur í fyrirtækjum séu oft einangraðir frá undirmönnum sínum og kannski hræddir við að afhjúpa sig þar sem þeir myndu þá missa einhver tök eða völd. „Ég hef verið í fyrirtækjum þar sem stjórnendur hafa tekið þátt í hláturjóga og ég held í rauninni að þeir hafi meiri völd yfir því sem gerist innan fyrirtækisins vegna þess að þeir hafa alla með sér. Og skiln­ ingurinn á milli fólks er meiri. Stjórnendur geta spilað á starfsmennina með því að vera sjálfir jákvæðir og vera ekki hræddir við að missa nein tök þótt þeir gleðjist með hinum. Gleðin sem fylgir hláturjóga smitar út frá sér út í allt fyrirtækið og síðan áfram. Það er eins og þessar jákvæðu hugsanir séu bylgjur sem fara út í loftið og efla bæði innra starf og styrkja starfsemina út á við.“ Mikil guðsgjöf Stundum er fólki ekki hlátur í hug en með því að virkja hláturtaugarnar meðvitað og af einskærri ákvörðun er hægt að láta sér líða betur. „Ég geri mér sífellt betur grein fyrir því hvað það er mikil guðsgjöf að geta hlegið; og það upphátt.“ Ásta segir að þegar hlegið er sé líkaminn að bregðast við einhverju áreiti. „Það verður samdráttur í þindinni sem virkjar kirtla í brjóstholi og hálsi auk þess að hafa áhrif á heilann. Heilinn fer að framleiða endorfín og fleiri efni sem auka vellíðan og gera manni auðveldara að takast á við erfið viðfangs­ efni.“ Hún bendir á að sumir leiti í alls konar efni svo sem vímuefni og fleira sem deyfir t.d. óbærilegar tilfinningar. „Það er til önnur leið. Hlátur er heilbrigð leið; þetta er einhver heilbrigðasta leið sem til er.“ Sumum finnst óþægilegt að prófa hlátur­ jóga. „Ég tel að það sé vegna þess að fólk þorir ekki eða það telur að hláturjóga henti sér ekki. Það er hrætt við að leita að barninu í sjálfu sér, leyfa því að vera frjálst og leika lausum hala. Hláturjóga kemur ekki í staðinn fyrir neitt en það styður allt gott hvort sem það er mataræði eða líkamsrækt og svo er það streitulosandi. Það er svo ótrúlega margt sem maður getur haft upp úr því að stunda hláturjóga. Fólk verður fyrst og fremst að vera opið og hafa vilja til þess að breyta og bæta líf sitt. Í öðru lagi fá þeir meiri kímnigáfu sem stunda hláturjóga. Það er styttra í hláturinn.“ Ásta er líka með þriggja tíma námskeið sem hún kallar „hláturjóga með jákvæðu ívafi“. „Þá vek ég athygli á því sem maður fer að temja sér þegar maður stundar hláturjóga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.