Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 103
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 103 Ólíkur stjórnunarstíll kvenna og karla og hlut tekn ingu. Þær leggja sig fram um að skilja vandamálin til hlítar og leggja raunsætt mat á áskoranir, sem byggist bæði á til finningum og staðreyndum. Ávinningur kvenlegra áhrifa Sá ávinningur sem getur falist í eiginleikum kvenlegs stjórnunar­ stíls er fjölbreyttur. Konur eiga til dæmis auðveldara en karlar með að biðja um upplýsingar og leiðbeiningar og opinbera skort á þekkingu. Oft getur stolt og hræðsla við niðurlægingu staðið í vegi fyrir því að óskað sé aðstoðar eða nauðsynlegra upp­ lýsinga og þekkingar sé aflað. Ef ekkert er sagt er afleiðingin oft minni framleiðni. Konur líta gjarnan á spurning­ una „Hvað viltu gera?“ sem upp haf að umræðum um val ­ kosti og sameiginlegri ákvarð­ anatöku meðan karlar líta á þessa sömu spurningu sem beiðni um ákveðið svar eða lausn. Þessi eiginleiki kvenna opnar fyrir að velt sé upp hug­ myndum, rætt um mismunandi möguleika, kosti þeirra og galla og ákvarðanir eru því oft betur ígrundaðar. Þegar hraði ákvarðanatöku er mikill er oft litið fram hjá mikilvægum mögu­ leikum og áhrifaþáttum. Konur eiga auðveldara með að ræða áhyggjur sínar en karl­ ar og gera það ekki einungis í þeim tilgangi að kalla á hjálp eða að fá ábendingar um lausn­ ir, heldur einnig til að auðvelda sér að skilja vandamálið sem þær eru að kljást við. Ef karlar viðra áhyggjur sínar er það oftar í þeim tilgangi að fá frest til að takast á við vandamálið síðar. Þannig eru konur ekki eins feimn ar við að opna umræður og hlusta á aðra til að auka inn sæi og flýta fyrir ákvörðun um lausn. Konur eiga það til að meta úrslitakosti sem karlar setja sem alvarlegar hótanir fremur en aðferð í samningatækni. Í þessu getur falist að konur taki það sem sagt er of bókstaflega. Konur leggja áherslu á að segja það sem þær meina og meina það sem þær segja og reikna með að karlar geri það sama. Konur hafa tilhneigingu til að láta efasemdir sínar varðandi ákvarðanir í ljós á meðan karlar hafa tilhneigingu til að draga úr þeim. Þess vegna er stundum litið svo á að konur standi ekki nægilega fast í lappirnar varðandi ákvarðanir og valkosti. Viðskiptavinir og hagsmuna­ aðilar vilja flestir forðast óvissu og því kann það að vera meira aðlaðandi að hlusta á þann sem lýsir fullri vissu en þann sem vekur athygli á óvissuþátt­ unum. Til lengri tíma litið eru þó upplýstar ákvarðanir og meiri vitneskja meira virði. Konur hvetja gjarnan fólk til aðgerða með því að vera leið andi, koma með tillögur og útskýra ávinning, á meðan karl ar nota meira fyrirmæli eða skip anir í þeim tilgangi. Báðar leiðirnar geta verið skilvirkar en aðeins við réttar aðstæður. Skipanir geta átt vel við þegar hraði er mikill og öryggi er í húfi en í mörgum tilfellum er leiðandi stjórnun árangursríkari en skipandi. Að gefa starfsfólki svigrúm og sveigjanleika til að uppgötva á eigin spýtur og reyna nýjar leiðir getur verið mun áhrifaríkara og skilað mun meiri árangri en fyrirmæli sem veita ekkert svigrúm til þróunar. Það sem við þurfum að vita Það hversu ólík konur og karlar geta verið í samskiptum og stjórnunarstíl skapar ótal tækifæri. Til að nýta tækifærin þurfa bæði konur og karlar að viðurkenna muninn, vera meðvit­ uð um tækifærin sem felast í honum og leggja sig fram um að fjarlægja hindranir sem skap ast þegar ólík sjónarmið og skoðanir skarast. jafnréttisstEfna fyrirtækja Það getur verið gagnlegt fyrir báða aðila að hafa í huga að ekki er alltaf allt sem sýnist: 1. Konur og karlar beita mismunandi líkamstjáningu. 2. Konur tala gjarnan niður og gera lítið úr sérþekkingu sinni eða hæfni á meðan karlar hafa tilhneigingu til að vilja draga athygli að sér. 3. Karlar eiga auðveldara með að taka við viðurkenningu og hrósi fyrir verk sín en konur. 4. Konum hættir til að draga úr áhrifum gagnrýni með jákvæðum athugasemdum á meðan karlar geta sagt neikvæða hluti umbúðalaust. 5. Konur hafa tilhneigingu til að þakka fyrir allt mögulegt þótt ekki sé beinlínis þörf á því. Karlar líta á slíkar þakkir sem veikleikamerki. 6. Konur spyrja gjarnan „hvað finnst þér?“ til að byggja undir sameiginlegan skilning. Karlar túlka þessa spurningu gjarnan sem vanmátt og skort á sjálfstrausti. 7. Konur nýta sér lítinn raddstyrk til að virka sannfærandi og ná fram samþykki á meðan karlar nýta mikinn raddstyrk til að ná athygli og valdi á samtalinu. 8. Konum finnst skorta á að karlar segi nógu skýrt frá hvað þær gera rétt. Körlum finnst skorta á að konur segi skýrt frá hvað þeir gera rangt. Það er ljóst að það sama á við í viðskiptalífinu og í lífinu almennt. Ef eðlilegur vöxtur og þróun á að eiga sér stað er nauðsynlegt að bæði kynin komi að málum. Flestir eru í dag sammála um að árangursrík stjórnun sé lærð hegðun en ekki bundin í genum og því geti bæði kynin tileinkað sér áhrifaríkar aðferðir í stjórnun þótt líffræðilegar, samfélagslegar, menningar- legar eða uppeldislegar aðstæður geri sumum það auðveldara en öðrum. Fyrir konur sem vilja komast til aukinna áhrifa gæti því verið áhrifaríkast að leggja áherslu á kvenlega eiginleika og styrkleika sem þeim eru eðlislægir og gangast við þeim fremur en að keppast við að ná árangri á nákvæm- lega sömu forsendum og með sömu aðferðum og karlmenn. Fyrir karla sem vilja ná auknum árangri er ekki úr vegi að skoða fordómalaust hvaða tækifæri geta legið í þessum svokölluðu kvenlegu eiginleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.