Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 109

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 109
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 109 jafnréttisstEfna fyrirtækja Hjá Alcoa Fjarðaáli starfa á fimmta hundrað starfs­manna og eru um 22% þeirra konur, en markmið fyrirtækisins eru metnað­ arfull og er stefnt að því að konur verði í framtíðinni um helmingur starfsmanna. Innan fyrirtækisins er starfandi jafnrétt­ isnefnd sem nýverið lauk endurkoðun á jafnréttisstefnu Fjarðaáls. Stefnan er byggð á gildum fyrirtækisins sem eru sjö talsins og er áhersla lögð á jöfn tækifæri kynjanna til allra starfa, sambærileg laun karla og kvenna fyrir svipuð störf auk þess sem stefnt er að jöfnu hlutfalli kvenna og karla innan fyrirtækisins. Guðný Björg Hauksdóttir mannauðsstjóri Fjarðaáls segir jafnréttisáætlun fyrirtækis­ ins ekki bara stefnu þess í jafnréttismálum, heldur sé einnig í henni aðgerðaáætlun þar sem jafnréttisnefnd úthluti verkefnum til stjórnenda fyrirtækisins sem miða að því að ná fram settum markmiðum. Nú eru um 22% starfsmanna Fjarðaáls konur sem þykir að sögn Guðnýjar gott í áliðnaði, „en okkar markmið hafa frá upphafi verið skýr, við stefnum að því að konur verði um helmingur starfsmanna,“ segir hún. Konur í framkvæmdastjórn eru 31% og 26% sérfræðinga Fjarðaáls eru konur. Það er líka gaman að minnast á það að meðal sumarstarfsmanna okkar eru konur 30%, sem segir okkur að ungar konur líta greini­ lega á álver sem tækifæri fyrir sig“. álver góður vinnuStaður fyrir konur Fjarðaál hefur verið í rekstri í fjögur ár og segir Guðný Björg að því hafi fylgt ákveðnar áskoranir þegar sett var á lagg­ irnar stórt framleiðslufyrirtæki í litlu sam­ félagi með takmarkað atvinnusóknarsvæði. Íbúum á svæðinu hafði fækkað umtalsvert áður en bygging álversins hófst, atvinnu­ tækifæri fyrir konur voru af skornum skammti og því hafi það verið töluverð ás­ korun að ráða fólk til starfa hjá fyrirtækinu, „og ljóst að við þyrftum að líta á allt landið sem okkar ráðningarsvæði strax frá upp­ hafi,“ segir Guðný Björg. „Við ákváðum að leggja mikla áherslu á að laða konur til starfa og höfum alla tíð talað opinskátt um að álver sé góður kostur sem vinnustaður, fyrir konur jafnt sem karla. Við gerðum ýmislegt til að vekja athygli kvenna á vinnustaðnum, m.a. með auglý s­ ingum sem höfðuðu til þeirra og sérstök um kvennafundum,“ segir Guðný Björg. Hún nefnir m.a. minnistæðan fund sem efnt var til þegar ráðningar starfsmanna stóðu sem hæst. Álverið var enn í byggingu, úrhellisrigning var og við bjuggumst ekki við að nokkur sála mætti á fundinn. „En austfirskar konur létu það ekki á sig fá og um 300 konur komu í heimsókn og fengu kynningu á fyrirtækinu og framtíðarstör­ fum sem í boði voru.“ vegferðin öll farin með jafnrétti að leiðarljóSi Þá nefnir Guðný Björg að Fjarðaál haldi veglega upp á kvennadaginn 19. Júní ár hvert og bjóði til sín konum af svæðinu. „Ég tel mjög mikilvægt að halda upp á daga og minnast viðburða sem tengjast konum á einhvern hátt, það gefur lífinu lit og þjappar að auki konum saman og veitir þeim ákveðinn kraft,“ segir hún. Sjálf er hún ákaflega stolt af því að starfa hjá fyrirtæki í áliðnaði, „ekki síður en að starfa hjá fyrirtæki sem leggur jafnríka áherslu á jafnréttismál og Fjarðaál gerir. Það hefur verið bæði skemmtilegt og krefjandi að starfa hér við uppbyggingu fyrirtækisins og við höfum þurft að takast á við margar áskoranir til að komast þangað sem við erum nú. Vegferðin hefur öll verið farin með jafnrétti að leiðarljósi og að því búum við,“ segir Guðný Björg. fjarðaál leggur áherslu á að laða konur til starfa: Stefnt að því 50% starfsmanna verði konur „Nú eru um 22% starfsmanna Fjarðaáls konur sem þykir að sögn Guðnýjar gott í áliðnaði, „en okkar markmið hafa frá upphafi verið skýr, við stefnum að því að konur verði um helmingur starfsmanna,“ segir hún. Fjarðaál Guðný Björg fyrir framan gamla Sómastaðahúsið sem stendur ofan við álver Fjarðaáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.