Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 143

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 143
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 143 S em markaðsstjóri hjá Ferðaskrifstofu Ís lands sé ég um alla markaðsstefnu og hönnun á fjórum vörumerkjum; Úrvali­Útsýn, Sumarferðum, Plúsferðum og Viðskiptaferðum Úrvals­Útsýnar. Öll merkin snúa að ferðaþjón­ ustu erlendis en eru samt sem áður með ólíkar áherslur og kúnnahóp sem gerir starfið mjög skemmtilegt og spennandi. Það getur samt verið mikil vinna og það koma nokkrir álagspunktar yfir árið, en ég fæ mikið frelsi til að vinna mitt starf og starfa með frábæru fólki sem gerir vinnuna bæði auðveldari og fjölbreyttari. Í byrjun júní vorum við með jómfrúflug á glænýjan áfanga­ stað sem heitir Almería. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar ferðast þangað í beinu flugi. Maður er alltaf með í maganum fyrir slíkt því aldrei er hægt að vera 100% viss um hvernig heppnast með nýja áfangastaði. Sem betur fer er mikil ánægja með staðinn og hefst sumarið með ágætum. Við finnum að ferða þráin hjá Íslendingum er meiri í ár en í fyrra og er framboðið á ferðum því meira þetta árið.“ Daði er spurður hvort kuldinn í byrjun sumars hafi ekki haft mikil áhrif á söluna á ferðum í sólina. „Salan hefur verið mjög góð hjá okkur. Það merkilega er samt að við finnum oft fyrir meiri sölu þegar sól og hlýtt er á Íslandi. Þá kemur fólk meira saman, er jákvæðara og fær þessa sólar­ landatilfinningu. Það er eins og kuldinn hafi þau áhrif að fólk dragi sig meira inn í hús og það verði meiri kvíði og neikvæðni. Þannig að ég vona innilega að það fari að hlýna hérna, þá get­ ur maður líka spilað meira golf.“ Daði er trúlofaður Írisi Elmu Jónsdóttur Guðmann. Hún er útskrifuð frá Háskóla Íslands sem stjórnmálafræðingur með áherslu á lögfræði. „Ég á rúm­ lega tveggja ára dóttur, Árelíu Dröfn, og verð að segja að föðurhlutverkið er það hlutverk sem hefur gefið mér mestan þroska og ánægju. Sjálfur er ég útskrifaður sem hagfræðing­ ur frá Háskóla Íslands og tók fjölmiðlafræði sem aukagrein. Mín helstu áhugamál eru tón­ list, að ferðast erlendis (auð­ vitað), hönnun og golf. Ég er í hljómsveit sem heitir Kakali. Hljóm sveitin er lítið þekkt en við gáfum út okkar fyrsta disk í fyrra. Ég spila þar á píanó en spila einnig á gítar og trommur. Ef mig vantar innblástur eða hugmyndir í vinnunni er ótrúlega gott að geta farið í tónlistina því þar þykir mér best að hugsa. Ég elska líka að spila golf. Það er alveg hættulegt hvað mér þykir það gaman, þótt ég sé alls ekki góður kylfingur. Það er fátt betra en að vakna klukkan sex á morgnana og ná níu holum áður en maður mætir í vinnu. Alveg magnað! Það allra besta við starfið er að ég fæ betra tækifæri til að ferð ast erlendis. Ég hef oft líkt ferða lögum við að lesa bók. Ef þú ert alltaf á sama staðnum hefurðu í raun bara lesið fyrsta kaflann í bókinni … og mig þyrstir í lestur. Á þessu ári hef ég farið til Tenerife, Almería, Alicante og Brighton. Besta ferð mín hingað til var samt, verð ég að segja, þegar ég fór, ásamt unnustu minni, í skemmtisigl­ ingu um Karíbahafið síðasta haust. Þjónustan gerist ekki betri, maturinn unaðslegur og áfangastaðirnir spennandi. Það var einstakt að vakna á hverjum morgni, ganga út á svalir og sjá nýjan áfangastað. Þetta mun allavega lifa lengi í minningunni. Við snorkluðum á Haítí í ferð sem er eitt af því magnaðasta sem ég hef gert, mæli hiklaust með því. Það var bara eins og maður væri staddur í kvikmyndinni Finding Nemo.“ Daði Guðjónsson – markaðsstjóri Ferðaskrifstofu Íslands „Ef mig vantar innblástur eða hugmyndir í vinnunni er ótrúlega gott að geta farið í tónlistina því þar þykir mér best að hugsa.“ Nafn: Daði Guðjónsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 16. desember 1982 Foreldrar: Guðjón Margeirsson og Margrét Jónsdóttir Maki: Íris Elma Jónsdóttir Guðmann Börn: Árelía Dröfn Daðadóttir Menntun: BA í hagfræði með fjöl­ miðlafræði sem aukagrein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.