Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 145

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 145
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 145 „Ég tók að mér fyrir rúmu ári að vera formaður í barna- og unglingaráði knattspyrnu- deildar Stjörnunnar sem heldur uppi öflugri starfsemi og þar starfa ég með frábæru fólki. Mikið af mínum frítíma fer í það starf sem er mjög skemmtilegt og gefandi.“ V innuvernd er þjón­ ustufyrirtæki sem sinnir fyrirtækjum, stofnunum og sveitar­ félögum á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar. Hjá okkur starfar fólk sem er með menntun á heil­ brigðissviði, læknar, hjúkrunar­ fræðingar, vinnuvistfræðingur og sálfræðingar. Þjónusta okkar snýr yfirleitt að starfsmönnum fyrirtækja og getur vinna okkar legið í því að aðstoða fyrirtæki með lögbundið heilsu­ og vinnu ­ verndarstarf samkvæmt vinnu ­ verndarlögunum en þar koma lágmarkskröfur fram. Mörg fyrirtæki gera gott betur en fara eingöngu eftir lögbundnu heilsu­ og vinnuverndarstarfi og bjóða aukna þjónustu sem getur verið umfangsmikil og þá erum við að aðstoða fyrirtækin í skipulagn ­ ingu á slíkri þjónustu og auð ­ vitað við framkvæmdina. Það er svo ekkert launungarmál að hluti af okkar starfi er að aðstoða fyrirtæki þegar vandamál koma upp og vinna úr þeim þannig að þetta er hvorttveggja, bruna­ varnir og slökkvistarf.“ Vinnuvernd á fimm ára afmæli í haust og segir Valgeir að haldið verði upp á þau tímamót með ýmsum hætti og um leið vakin athygli á starfsemi fyrirtækisins í leiðinni. „Starf mitt er að halda utan um reksturinn og vera í sam skiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við okkur og að kynna okkur gagnvart nýjum aðilum, en ég sinni einnig tals­ vert af verkefnum á vinnustöðum þegar það á við og menntun mín nýtist, en ég er lærður sjúkra­ þjálfari. Hvað varðar reksturinn þá hefur hann gengið vel á þessum fimm árum. Við fundum eins og margir að 2009 var ekki nógu gott ár en við héldum vel sjó og höfum verið að styrkjast og erum bjartsýn á framtíðina.“ Eins og áður segir er Valgeir menntaður sjúkraþjálfari. „Ég útskrifaðist 1999 og sneri mér fljótt að vinnuverndarstörfum jafnframt hefðbundinni sjúkra­ þjálfun, hef starfað í Gáska og er einn af eigendum þess fyrirtækis. Gáski er svo aðili að Vinnuvernd. Ég hef svo smám saman á síðustu árum dregið úr hefðbundinni sjúkraþjálfun enda í nógu að snúast hjá Vinnu­ vernd.“ Eiginkona Valgeirs er Hanna Lóa Friðjónsdóttir sem er mennt­ uð íþróttakennari og er að taka við starfi rekstrarstjóra hjá fimleika­ deild Stjörnunnar í Garðabæ og eiga þau þrjú börn. „Við verjum miklu af okkar frítíma í íþróttir, krakkarnir eru á kafi í íþróttum og mikið og skemmtilegt stúss í kringum þau. Ég tók að mér fyrir rúmu ári að vera formaður í barna­ og unglingaráði knatt­ spyrnudeildar Stjörnunnar sem heldur uppi öflugri starfsemi og þar starfa ég með frábæru fólki. Mikið af mínum frítíma fer í það starf sem er mjög skemmtilegt og gefandi. Ég er nýkominn frá Vestmannaeyjum þar sem pæjumótið var og á leiðinni aftur þangað þar sem nú er komið að strákunum í peyjamótinu. Fyrir utan íþróttirnar hef ég haft mikinn áhuga á myndlist og ljósmyndum, tók mikið af ljós ­ myndum en vegna anna hef ég lítið sinnt þessu áhugamáli mínu síðustu ár. Stangveiðin er sömu­ leiðis skemmtileg. Hvað varðar sumarið þá ætlar fjölskyldan að reyna að ferðast og elta góða veðrið, en þess má geta að við fórum í gott frí yfir jól og áramót til Kanaríeyja sem var mjög vel heppnuð ferð og mikil tilbreyting.“ Valgeir Sigurðsson – framkvæmdastjóri Vinnuverndar fólk Nafn: Valgeir Sigurðsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 2. janúar 1972 Foreldrar: Sólrún Hafsteinsdóttir og Sigurður Jónsson Maki: Hanna Lóa Friðjónsdóttir. Börn: Vignir Fannar, 16 ára, Hekla Mist, 11 ára, Arnar Ingi, 8 ára Menntun: Sjúkraþjálfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.