Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Tekið á erfiðum starfsmannamálum Ingrid Kuhlman segir að margir stjórnendur eigi í erfiðleikum með að framkvæma nokkur stjórnunarleg verkefni. Eitt þeirra sé að ræða ófullnægjandi frammistöðu við starfsmenn. „Fyrsta viðtalið er að öllu jöfnu óformlegt; stjórnandinn ræðir mál ið og talar um það sem gerðist eða gerðist ekki. Hann segir hvað honum finnst og fær fram hugmyndir um hvernig hægt sé að leysa málin. Ef sama málið er farið að koma upp oftar er ástæða til að taka málin fastari tökum og vera með formlegt viðtal þar sem málin eru rædd af skynsemi og ábyrgð til að tryggja að allar hliðar komi fram – hvað gerðist, hvers vegna, hvernig eiga hlutirnir að vera, hverjar eru afleiðingarnar af því að gera ekki eins og á að gera, spyrja spurninga og fá fram aðgerðir til að laga málið. Hann þarf að láta koma fram að breytinga er þörf og að öðrum kosti muni fylgja afleiðingar eins og tilfærsla í starfi, áminning eða jafnvel brottrekstur.“ Ingrid segir að meðhöndlun erfiðra starfsmannamála verði að fara saman við skýra og uppbyggilega stjórnun; starfsmenn þurfi að vita hvar þeir hafa stjórnandann – hvað hann er að hugsa og hvað honum finnst um málin og hreinskilni verður að vera í umræðum og sanngirni í aðgerðum. „Stjórnendur stjórna fyrst og fremst með því að vera fyrirmynd­ ir í orðum og gerðum. Fólk er líklegra til að framfylgja beiðnum sem eru sanngjarnar og eðlilegar og líka ef það er sátt við málsmeðferðina.“ Ingrid nefnir þrjú atriði sem sé gagnlegt að hafa í huga þegar verið er að leita skýringa á hegðun eða leita leiða til að breyta hegðun fólks. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hvort eitthvað þurfi að skoða eða vinna með hjá einstaklingnum, til dæmis hvað varðar kunn­ áttu, viðhorf, líkamlega og andlega getu, þekkingu og reynslu eða menntun. Í öðru lagi þarf að athuga hvort eitthvað þurfi að skoða sem varðar samstarfið og samstarfsmennina svo sem hópþrýsting, menninguna á vinnustaðnum, starfsanda og lítinn stuðning. Þriðja atriðið er hvort eitthvað þurfi að skoða eða vinna með sem varðar skipulag svo sem starfslýsingar, verkferla, vinnu­ brögð, skipulag vinnunnar, upplýsingaflæði, aðbúnað eða aðstöðu.“ HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar: Nýttu þér núllgrunns-hugsun Þessi nálgun, sem á ensku kallast „zero based thinking“, bygg­ist á þeirri hugmyndafræði að við ættum af og til að staldra við og spyrja okkur: „Miðað við þær upplýsingar sem ég bý yfir núna, hverju ætti ég að hætta að sinna?“ Það sem plagar fólk hvað mest í dag og veldur hvað mestri streitu er eftirsjá og hvað það heldur í gamlar ákvarðanir. „Kannski hefði ég átt að…“ eða „bara ef ég hefði…“ eru algengar vangaveltur. Hollara væri að láta fortíðina eiga sig og fyrst og fremst læra af henni.“ Thomas segir að rannsóknir sýni að um 70% ákvarðana fólks og fyrirtækja reynist röng. Breytingar séu svo örar og forsendur breytist það ört að oftar en ekki reynist ákvarðanir rangar. „Með hliðsjón af þessu ættum við að íhuga hvort við ættum ekki að hætta að gera hluti sem bara kosta okkur peninga og tíma en skila engum árangri. Til dæmis hætta að selja vöru eða þjónustu sem skilar ekki neinum arði. Losa um fjárfestingar um leið og þær lækka í verði, ekki lifa í voninni um hækkun. Hætta í félaga­ samtökum sem skila þér ekki í átt að markmiðum þínum. Hætta verkefnum, viðskiptasamböndum og samskiptum sem skila ekki tilætluðum árangri. Segja upp starfsfólki sem ekki stendur sig eða segja upp í starfi sem þér leiðist. Stöðva tímaþjófa sem taka frá þér tíma og strika út kostnað sem skilar ekki neinu virði. Jack Welch talar mikið um „the reality principle“. Hann sagði að við ættum að horfa á heiminn eins og hann er, ekki eins og við vildum gjarnan hafa hann. Hann minnti á að von er ekki stefna í sjálfu sér þegar hann sagði eitt sinn: „Hope is not a strategy.““ STJÓRNUN Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis: þau hafa orðið Þarfir viðskiptavinarins Ásmundur Helgason segir að við markaðssetningu á vöru þurfi að leggja áherslu á hvaða þarfir sé verið að uppfylla. „Þegar fólk tekur ákvörðun um kaup á vöru eða þjónustu er það að uppfylla þörf. Vörur og þjónusta geta t.d. uppfyllt þarfir fólks um öryggi, stöðu í samfélaginu, sjálfsmynd og svo framveg­ is. Sum fyrirtæki átta sig vel á þessu á meðan önnur fyrirtæki auglýsa út frá öðrum þörfum í staðinn fyrir þörfum viðskiptavinar­ ins. Þetta er eins og þegar fyrstu pc­tölvurnar voru auglýstar. Sumir framleiðendur auglýstu innihaldið í tölvukassanum í staðinn fyrir hvað tölvan gæti gert fyrir viðskiptavininn; hvaða þarfir hún myndi uppfylla.“ Ásmundur segir að þetta sé fyrsta skrefið þegar farið er af stað með markaðssetningu – að spyrja hvaða þarfir eigi að uppfylla. „Út frá því er hægt að setja niður markmiðin sem á að ná með mark aðs­ sókninni. Þegar því er lokið má huga að miðlanotkun og lokaskrefið væri að fara í hugmyndavinnuna og skilgreina skila boðin. Þetta ferli er nokkurs konar hringur því þörf er á stöð ugu endur mati.“ AUGLÝSINGAR Ásmundur Helgason, markaðsfræð- ingur hjá Dynamo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.