Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 35
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 35 Nýjar tölur frá Kína, sem nú er annað stærsta hagkerfi heimsins, sýna óvænt að þar er halli á vöruskiptajöfnuðinum í fyrsta sinn í langan tíma; að þeir flytja meira inn en út. Bendir þetta til að hagkerfi Kína sé eitthvað að kólna? „Sendiherra Kína í Þýskalandi heimsótti okkur í Hertie School í Berlín fyrir nokkr­ um dögum og þessar spurningar bar á góma. Sendiherrann minnti okkur á að Kínverjar eru að ganga frá nýrri fimmára­ áætlun sem verður þeirra fyrsta græna fimmára­áætlun, að hans sögn. Það sem Kínverjar óttast mest er að ríkið gliðni, klofni í tvo eða fleiri hluta. Af sögulegum ástæðum hvílir þessi mara á leiðtogunum. Efna hagsbatinn í Kína hefur verið ójafn milli þjóðfélagshópa og landshluta, sem er reyndar algengt í hagsögunni á þessu stigi efnahagsþróunar. Í Kína er einnig hættuleg spenna milli alræðis Kommúnistaflokksins og valddreifingarinnar í atvinnulífinu. Minn góði lærimeistari, Douglass North, hefur fylgst vel með Kína og marg oft heimsótt háskóla þar og ráðamenn. Ég spyr hann yfirleitt þegar við ræðum saman hvernig hann meti horfurnar í Kína. Hann hefur jafnan verið bjartsýnn, þar til nú í október í Boston. North var nýkominn frá Kína, 89 ára að aldri. Ég spurði að venju: Heldurðu að dæmið gangi upp hjá Kín verjum, ef litið er til langs tíma? Og í fyrsta skipti var svarið: Nei, ég trúi því ekki lengur. North er engin véfrétt en dæmið er orðið ansi flókið hjá Kínverjum, þótt þeir séu ótrúlega úrræðagóðir. Ég vona að þeir snúi ekki baki við valddreifingu og reyni að sameina þjóðina með hernaðarbrölti eða þá að borgarastyrjöld brjótist út. Mér þætti æskilegast að þeir fyndu hægt og rólega leiðina til lýðræðis. Ég hef auðvitað enga hugmynd um hvort það gerist.“ Á sama tíma og Asía blómstrar virðist fátæktin hafa fest sig endanlega í sessi í löndum Afríku. Hvernig er best að leysa krónískan efna hags- vanda þróunarríkja í Afríku? „Vandi flestra Afríkuþjóða, sem búa við sára fátækt, er pólitískur. Stjórnvöld hafa meiri áhuga á hagsmunum valdaklíkunnar en almennum framförum. Innviðir atvinnu­ lífsins og góð hagstjórn eru það sem hag ­ fræðin kallar samgæði og sam gæði þjóna yfirleitt ekki hagsmunum valda klík unnar. Það verður á einhvern hátt að riðla valda ­ jafnvæginu sem heldur þessum klíkum gangandi. Og það er ekki á færi hag fræð ­ inga og jafnvel ekki stjórn mála fræð inga! Undanfarin 40 ár hefur Bótsvana, landlukt ríki í Afríku, búið við örasta hagvöxt í heimi. Leyndarmál Bótsvana er það að stjórnvöld þar gáfu efn hagsmálum og stöðugleika forgang um fram önnur markmið. Ef það er gert blasir við hvernig á að halda á málum – í stór um dráttum. Það blasir hins vegar ekki við hvernig á að skipta óábyrgum stjórn völdum út í öðrum Afríkuríkjum og setja í staðinn stjórnarherra sem hafa svipuð markmið og ráðamenn í Bótsvana. Það er rétt að skjóta því inn neðanmáls, að því miður hefur eyðnisjúkdómurinn leikið Bóts vanabúa grátt undanfarin ár.“ Tekjumuninum í hagkerfi kommúnismans var stundum lýst þannig að þar væri tekjumunur ekki mikill því allir hefðu það jafnslæmt. Getur eitthvert hagkerfi bætt lífskjör nema með því að leggja áherslu á að stækka kökuna; lands fram- leiðsluna? „Þetta er ekki alls kostar rétt. 1972 skrifaði ég efnahagspistla í Morgunblaðið tvisvar í mánuði. Eitt sinn skrifaði ég pistil þar sem greint var frá nýlegri rannsókn á tekju skiptingu – vinurinn Gini skýtur upp kollinum. Þar kom á daginn að skipt ing tekna í Ráðstjórnarríkjunum var svipuð og í Bretlandi – og höfðu þó nokkrir tugir milljóna manna verið myrtir í Ráðstjórnar­ ríkjunum með það að markmiði að jafna tekjurnar – að því er spunamenn sögðu. Pistlinum mínum var illa tekið í sendiráði Ráðstjórnarríkjanna sem mótmælti óformlega við atvinnurekanda minn, Seðla­ bankann, en ég varð þó ekki fyrir neinum óþægindum. Almennt er fullyrðing þín hárrétt. Sem tæki til að bæta lífskjör er árlegur hagvöxtur margfalt mikilvægari en jöfnun tekna. Ef svo væri ekki mætti auðveldlega þurrka út fátæktarböl Afríku­ búa með því að jafna tekjur þeirra. Í fram kvæmd er jöfnun lífskjara flóknara mál en ætla mætti. Á að jafna tekjur, ráð­ stöfunartekjur, neyslu eða velferð þegn­ anna? Einnig má geta þess, að það er ekki góð hagfræði að bera saman tekjur innan eins árs. Það á að miða við ævitekjur. Í sumum sérfræðigreinum hefja menn ekki störf fyrr en um þrítugt. Flugmenn vinna yfirleitt ekki þar til þeir eru sjötugir – eða þar til þeir eru hundrað og eins árs, eins og Ronald Coase.“ Lenín reyndi að koma á fyrirmyndarhagkerfi kommúnismans í Sovétríkjunum og Maó í Kína. Þessi hugmyndafræði hrundi vegna fátæktar og nýir tímar urðu með frelsinu sem var innleitt í þessum löndum. Er frelsið og einkaeignarrétturinn á framleiðslutækjum hið raunverulega afl hagvaxtarins? „Kerfi sem leyfir samkeppni í leitinni að nýrri tækni er lykill framfara hjá há­ þró uðum ríkjum. Um nýja tækni ríkir alger óvissa. Það má líkja leitinni að nýj­ ungum í vísindum og tækni við hóp manna sem leitar að hlut sem er falinn í myrkvuðu herbergi. Líkurnar á því að hlut urinn finnist aukast eftir því sem fleiri leita. Hver einstaklingur hefur sína leitaraðferð. Sumir fara með veggjum, aðrir þreifa á gluggunum, enn aðrir fara í hringi á gólfinu. Þegar fjöldi þeirra sem leita og fjölbreytileiki leitaraðferða er aukinn aukast einnig líkurnar á því að hluturinn finnist. Séreignarréttur á framleiðslutækjunum og öflug samkeppni eykur líkurnar á framförum í vísindum, tækni og skipulagsmálum. Og ekki má gleyma þætti öflugra háskóla og rann­ sóknastofnana á vegum ríkisins. Ráðstjórn­ arríkin réðu ekki við að keppa við Vestur­ lönd á sviði hátækni, miðstjórnar skipulagið náði ekki utan um óvissu, leit og nýju þekkingargreinarnar – nema í geimrann­ sóknum og vopnabúnaði þar sem sett var upp skipulag sem leyfði frumleika og fram­ tak og var ólíkt hinu almenna efnahags­ skipu lagi í Sovétríkjunum.“ Er til eitthvert land sem er með hið fullkomna og óspillta hagkerfi? „Nei.“ Þú hefur skrifað bók um háskaleg hagkerfi. Hvern­ ig lítur hið klassíska háskalega hagkerfi út? „Hagkerfi eru almennt háskaleg fyrirbæri. Rómaveldi leið undir lok – með sín World Class­gufuböð. Ráðstjórnarríkin liðu undir lok. Bretland klikkaði einmitt þegar iðn­ byltingin gamla hafði skilað góðum arði. Lönd í Afríku og Mið­Austurlöndum sem búa við olíuauð ná sér ekki á strik. Óvænt er evrusvæðið að sogast niður í klósettskálina og Bandaríkin riða. Og svo er hrunið okkar. Hagkerfi eru ekki aðeins háskaleg fyrirbæri heldur ríkir á þeim vett vangi mikil óvissa og óvæntir atburðir gerast – eins og í sjálfri náttúrunni.“ Í Kína er ríkisrekinn kapítalismi sem Deng Xiao Ping er höfundur að, en hann opnaði Kína fyrir erlendum fjárfestum og leyfði bændum að selja á mörkuðum. Hvernig útskýrir þú þennan ríkisrekna kapítalisma? „Mér líkar best sú skýring á efnahags undr­ inu í Kína að um sé að ræða skynsamleg viðbrögð miðstjórnar Kommúnistaflokksins við óróa og rekstrartilraunum í sveitum landsins. Landið er víðfeðmt og tök mið­ stjórnar víða veik. Óleyfilegar tilraunir með nýtt skipulag (takmarkaðan séreignar rétt) í landbúnaði í sveitum, sem ekki voru í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.