Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 fyrir tækja og á markaði. c) Þáttur óvissu, hugmynda fræði og valda baráttu í þróun þjóðfélags gerðarinnar.“ Þú kynntist prófessorunum Gylfa Þ. Gíslasyni og Ólafi Björnssyni. Hvað lærðir þú af þeim? „Ég held ég hafi næstum ekkert lært af þeim í hagfræði, þar sem ég fór utan strax að loknu stúdentsprófi og stundaði ekki nám við Háskóla Íslands. Gylfi og Ólafur hafa báðir verið mér fyrirmynd. Ég kynntist Gylfa þegar ég var í menntaskóla. Við Þorsteinn Gylfason vorum skóla­ bræður og góðir vinir. Gylfi hafði, að mér fannst, meiri áhuga á bókmenntum, tónlist og myndlist en á félagsvísindum. Þessi viðhorf hafa eiginlega loðað við mig og klofið mig að endilöngu. Ólafur, held ég, var hagfræðingur af líf og sál. Hann var heilsteyptur maður og heiðarlegur og ég var honum yfirleitt innilega sammála um efnahagsmálin. Við vorum samstarfsmenn um árabil en ég kynntist honum ekki að nokkru marki persónulega.“ Aðeins um kennarann Þráin Eggertsson. Hvernig myndir þú sjálfur lýsa honum? „Þegar ég var unglingur fékk ég andúð á kennurum, eiginlega þar til ég settist í Menntaskólann í Reykjavík. Þá fyrst naut ég þess að vera í skóla. Þegar ég var við nám í Ohio var mér boðið að kenna en ég vildi fremur aðstoða við rannsóknir. Ég sá mig ekki sem kennara. Síðasta árið mitt við Ohio State University var ég knúinn til að kenna og áttaði mig þá loks á því að mér leið mjög vel í kennarapontunni. Ég held að þetta séu einhverjir leikaradraumar. Mér þykir líka vænt um unga fólkið sem kemur í tíma hjá mér; nýt þess að tala við þau. Ég held ég læri meira af þeim en þau af mér. Í New York komu nemendurnir úr öllum heimshornum og sömu sögu er að segja hér í Hertie School í Berlín. Það er ótrúlega lærdómsríkt að blanda geði við ungt fólk víða að úr heimsbyggðinni.“ Hvað geturðu sagt mér um uppvaxtarárin á Íslandi og fjölskylduna? „Foreldrar mínir, Þrúður Gunnarsdóttir og Eggert Gíslason, fæddust árið 1904 og eru bæði látin. Þau spruttu úr grasi á sjávarbýlum rétt norðan við Blönduós. Þekktust í æsku og voru reyndar skyld. Fólkið mitt steig á örfáum árum út úr gamla Íslandi og inn í iðnbyltingu tvö. Pabbi minntist þess stundum þegar hann sá í fyrsta sinn hús lýst upp með rafmagni. Hann hafði farið unglingur suður til sjó­ róðra og umrætt hús var í Grindavík. Þegar mamma var um tvítugt fóru hún og systkini hennar öll nema elsta systirin til Ameríku. Hún lærði hárgreiðslu í Winni­ peg en sneri svo aftur til Íslands eftir nokkur ár og giftist pabba. Ég á marga ætt ingja í Norður­Ameríku og hef fæsta þeirra séð. Jón, bróðir mömmu, sneri einnig aftur til Íslands. Hann er afi Bjarna Bene­ diktssonar alþingismanns. Pabbi fór um tvítugt, minnir mig, til Reykjavíkur með sínu fólki. Þetta voru uppgangstímar og kornungur keypti pabbi í félagi við Bessa bróður sinn fiski skip og myndarlegt steinhús innarlega við Laugaveg, hús sem enn stendur. En svo kom kreppan og fjölskyldan tapaði öllu. Foreldrar mínir komust smám saman aftur til nokkurra álna en nú voru þau afskaplega varkár. Pabbi stundaði verslun og viðskipti í fremur smá0um stíl. Við bjugg um í leiguhúsnæði við Hverfisgötu þar til ég var 15 ára gamall og lengst af áttum við ekki bíl. Þeir sem stunda við skipti til langs tíma þurfa umfram allt að afla sér trausts og það er gert með því að standa við orð sín og skuldbindingar. Traust skiptir hins vegar tiltölulega litlu máli í akademíunni. Þegar ég var að alast upp var lenska að tala illa um kaupmenn og heildsala eins og þeir væru þorparar upp til hópa. Mín reynsla hefur verið sú að kaupmenn, ef frá eru taldir „farandsalar“, eru að jafnaði heiðarlegri en prófessorar. Hlutfall farandsala virðist þó hafa aukist á nýrri öld í viðskiptalífi Íslendinga og nálægra þjóða! Og aftur að varkárninni. Þegar íslensku bankarnir tóku að bólgna og þenjast út með meiri hraða en gerðist annars staðar í heiminum – þeir voru á lista yfir þá 10 banka í heimi sem hraðast uxu – gat ég ekki séð að þetta væri eðlileg þróun. Velti því jafnvel fyrir mér hvort erlendir aðilar notuðu íslenska banka til að baða fé sitt. Strax um og upp úr 2004 þegar ég rakst á merka Íslendinga, svo sem fyrrverandi forsætisráðherra, æðstu embættismenn þjóðarinnar eða prófessora, gerði ég mér far um að spyrja hvað væri að gerast í bankamálum þjóðarinnar. Ég fékk alltaf sama svarið. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað væri að gerast og það væri aðeins spurning um það hvenær kerfið myndi hrynja. Ég man aðeins eftir einum við­ mæl anda sem taldi stöðuna sterka og fjár­ málakerfið í góðu lagi. Það hvarflaði ekki að mér að eiga allt mitt undir þessu kerfi. Ég neita því þó ekki að mér brá í brún þegar bankarnir hrundu eins og spilaborg – og við Íslendingar stóðum uppi einang­ raðir. Hrunið á evrusvæðinu er hins vegar eins og kvikmynd í hægagangi sem er rétt að byrja.“ Þú verður sjötugur 23. apríl. Hvernig ætlarðu að halda upp á afmælið? „Ég hef fundið viðeigandi eyðieyju til að hugleiða tímamótin, en ég ætla að fresta því um eitt ár að halda upp á afmælið! Félagar mínir í Háskóla Íslands stefna að smáráðstefnu vorið 2012 og munu bjóða þangað nokkrum innlendum og erlendum vinum mínum. Og þá verður haldið upp á afmælið.“ Galbraith sagði einnig að hagkerfi Banda ríkj­ anna mundi hrynja ef sam keppnislöggjöf lands ins væri fylgt eftir af alvöru og að að gerðir bandarískra sam keppnisyfirvalda gegn stórfyrirtækjum væru sýndarmennska, táknrænar fórnir. Hann er alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University og var um árabil gistiprófessor við Columbia- háskólann í New York og ýmsa aðra bandaríska há skóla, eins og Stanford og Washington-háskóla í St. Louis. Skuldlaus banki! Spennandi húsnæði til sölu eða leigu Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997 og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega rammbyggt, hefur eins metra þykka steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti, hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg. Skotheld bygging Húsnæði með 100 íbúðum er til sölu eða leigu. Húsið er 3.359 m2 á þremur hæðum. Það var byggt árið 1976 og er í mjög góðu ástandi. Baðherbergi og eldhús er í öllum íbúðum og húsnæðið gæti því hentað vel undir stúdentagarða, lýðheilsuskóla, ráðstefnur o.fl. Húsið er staðsett í heilsu­ þorpinu á Ásbrú. Lýðháskóli Atlantic Studios er 4.730 m2 kvikmyndaver í flug skýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher. Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi, með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage) þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er þjónustuaðstaða með búningsherbergjum, skrifstofum og kaffistofu. Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var meðal annars tekin upp í verinu. Atlantic Studios Húsnæðið er 292 m2 og hýsti áður banka. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og var byggt árið 1956. Gengið er inn á fyrstu hæð í afgreiðslu með afgreiðsluborðum. Á fyrstu hæð eru einnig tvær skrifstofur, baðherbergi og peningaskápur. Á efri hæð eru sjö skrifstofur af ýmsum stærðum ásamt baðherbergi. Húsnæðið hentar vel undir skrifstofur, verslun eða aðra þjónustu. Hið sögufræga Andrews­leikhús er til sölu eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningar­ salur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið 2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er 100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar undir leik­ eða kvikmyndasýningar, tónleika eða ráðstefnur. Andrews-leikhúsið Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir á www.asbru.is/fasteignir. Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er um breytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Á Ásbrú er stór háskólagarður, spenn andi nám í boði hjá Keili, kvik myndaver, heilsuþorp í fararbroddi heilsu ferða mennsku, tækniþorp þar sem alþjóðlegt gagnaver er að rísa og fjöldi áhugaverðra sprota fyrirtækja. Mikil upp bygg ing er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla, verslun og veitingastað. P IP A R \T B W A -S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.