Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 R úblan ehf. er eign Arn dís­ ar Bjargar Sigurgeirsdótt­ ur verslunareiganda og Báru Kristinsdóttur ljós­ myndara. Þær eru hjón. Arndís segir að Bára reyni að halda sig fjarri versl­ un arrekstri og taki heldur myndir. Því hvílir þunginn af daglegum rekstri Rúblunnar á Arndísi. Nafnið Rúblan vísar til sagna um að hús Máls og menningar við Laugaveg hafi að hluta verið byggt fyrir rúblur frá Moskvu. Það stóð fullbúið árið 1970 og fékk strax við urnefnið Rúblan – en aldrei hefur neitt sannast um rúblurnar. Arndís Björg er enginn nýgræðingur í rekstri búða. Þar á hún meira en 25 ára feril að baki og kom meira að segja við sem fram­ kvæmdastjóri í verslun Máls og menningar frá 2002 til 2003. Þaðan flutti hún sig í eigin búð, Iðu við Lækjargötu. Hún þekkir því vel til á markaði bóka, ritfanga, gjafavöru og minjagripa í Reykjavík. Byrjaði í Haugkaupum „Þetta byrjaði allt með því að ég tók þátt í svokölluðu „trainee program“ hjá Hagkaup­ um árið 1983,“ segir Arndís. „Það var strang ur skóli en mjög gagnlegur og eftir­ minnilegur.“ Sigurður Gísli Pálmason var þá forstjóri Hagkaupa en síðar tók Jón Ásbergs­ son við því starfi. Arndís segir að hún hafi komið inn í hópi fimm nemenda fyrir þjálfun í verslunarrekstri. Námið gekk meðal annars út á að finna út hvar hæfileikar hvers og eins lægju. „Ég taldi mig hafa hæfileika við innkaup,“ segir Arndís. „Niðurstaðan varð þó sú að mér léti betur að stjórna og það hef ég gert síðan!“ Arndís segist eiga góðar minningar um þennan tíma og fólkið í fyrirtækinu. Hún varð í framhaldi af námskeiðinu verslunar­ og starfsmannastjóri hjá Hagkaupum. Nám, vinna og nýr rekstur En svo ákváðu hún og Bára að leggja land undir fót og fóru í nám í Gautaborg í Svíþjóð, Bára í ljósmyndun en Arndís í við­ skipta fræði. Þetta tók fjögur ár – frá 1987 til 1991 að viðbættu einu ári á Flórída. Að námi loknu lá leiðin á ný til Hagkaupa í margvísleg verk efni. „Þegar ég kom aftur var Jón Ás­ bergsson enn forstjóri en skömmu síðar tók Óskar Magnússon lögmaður við, hann sem nú er útgefandi Morgunblaðsins,“ segir Arndís. Í tíð Óskars varð hún starfsmannastjóri Hagkaupa. Árið 1996 flutti hún sig til Skelj­ ungs, einnig við stjórnun, og sá um allar bensínstöðvarnar, bæði þær eiginreknu, sem voru um tuttugu talsins, og einnig ben sínstöðvarnar úti á landi sem voru milli þrjátíu og fjörutíu. Eftir það vann hún í skamman tíma hjá Máli og menningu áður en hún hóf eigin rekstur. „Við byrjuðum að undirbúa stofnun Iðu árið 2003,“ segir Arndís. „Ég tel að við höf­ um fundið þar okkar syllu á þessum mark­ aði. Við erum með gjafavöru og bækur, bæði erlendar og íslenskar.“ Arndís kallar það „þráhyggju“ að verða að selja íslenskar bækur. Ekki sé mikið upp úr því að hafa. „Bókaútgefendur selja bækur í stórmarkaði í sex vikur á ári, stundum á miklu betri kjörum en við bóksalar höfum allt árið í kring,“ segir Arndís. „Einnig það að útgefendur eru með fleiri fleiri útsölumark aði á ári hverju.“ Upp og niður brekkuna En lendir Arndís ekki í samkeppni við sjálfa sig með rekstri tveggja búða á nær sama stað í miðborg Reykjavíkur? Hún telur svo ekki vera. Iða og Mál og menning séu ólíkar búðir og markmiðið er að Mál og menn ing verði á ný leiðandi bókabúð eins og hún var. „Mál og menning hefur alltaf verið bók­ abúðin sem selur mest af íslenskum bók­ Rúblan eignast Mál og menningu Rúblupeningar eru við Laugaveginn. Það var Rúblan ehf. sem keypti bókabúð Máls og menningar við Lauga veg og opnaði hana aft- ur eftir níu daga lokun. Í þessu húsi má eiginlega ekkert annað vera en bókabúð – slík er hefðin sem komin er á bókabúð á þessu horni. Arndís Björg Sigurgeirdóttir og Bára Kristins dóttir hafa keypt hina fornfrægu bókabúð Máls og menn- ingar og stofnað félagið Rúbluna um reksturinn. TexTi: Gísli krisTJánsson Myndir: Geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.