Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 57 orka og iðnaður nefnir meðal annars nýja tækni til þess að vinna orku úr vindi, sjávarföllum, við seltu­ skil og jafnvel úr sólarorku auk mögu leika á að vinna jarðhitaorku dýpra og á stöðum þar sem hún nú er ekki talin aðgengi leg. Orkumálastjóri segir að Íslendingar framleiði nú fimm sinnum meira rafmagn en þeir þurfi til þess að reka venjulegt þjóð­ félag án stóriðju. „Raforkuframleiðslan úr vatnsafli er um þrisvar sinnum meiri en við þyrftum ef hér væri ekki stóriðja. Ef við gefum okkur að hana megi tvöfalda þá eigum við sexfalt afl mið að við núverandi þörf. Höfum í huga að orkusölusamningar til stóriðju eru til tak­ markaðs tíma og munu til lengri tíma ekki geta keppt í verði við raforkunotkun til almennra nota þegar þörfin vex á almenn­ um raforkumarkaði.“ Fjölbreyttari Fyrirtæki Uppbygging í orkuiðnaði er að mörgu leyti góður kostur, að mati Guðna. „Í þjóðfélög­ un um í kringum okkur eru menn að leita að kostum til fjárfestingar til þess að styrkja atvinnulífið. Það er ekki þar með sagt að við séum laus við öll vandamál, það er eng in atvinnuuppbygging. Mikill sjór fylgir mikl­ um fiski eins og menn sögðu í gamla daga þegar þeir voru að ausa bátana.“ Orkumálastjóri bendir á að markaðurinn sé að breytast. „Eftirspurnin eftir íslenskri raforku er að aukast og fleiri og fjölbreytt­ ari fyrirtæki að koma inn eins og samning­ urinn um raforkusölu til kísilvers í Helgu­ vík sýnir. Það er ekki bara áliðnaðurinn sem vill kaupa raforkuna, heldur einnig netþjónabú, annar málmiðnaður og hvers kyns efnaiðnaður. Vegna þessarar auknu eftirspurnar og auknu fjölbreytni getum við vonast til að verð og kjör muni batna og fleiri atvinnutækifæri skapast. Auk þess má nefna að orkuskipti í bílum eru þegar hafin. Hins vegar má búast við að lengri tími líði þar til orkuskipti verða möguleg í skipaflot­ anum þótt þar séu vissulega tækifæri til orkusparnaðar og betri orkunýtingar.“ leita þarF jaFnvægis Guðni leggur áherslu á að auðvitað verði að stíga varlega til jarðar. „Náttúruverndar­ sinnar hafa mikið til síns máls og það sem verið er að gera í rammaáætlun um nýt ingu vatnsafls og jarðvarma er að skapa jafnvægi milli sjónarmiða þeirra og hinna sem vilja fleiri virkjanir. Það starf sem unn­ ið hefur verið innan rammaáætlunar er mikilvægt skref til þess að á kerfisbundinn og heildstæðan hátt megi meta og flokka mismunandi virkjunarkosti svo að hægt verði að ákveða hvaða svæði tengd þeim þarf að friða til þess að vernda lífríkið og tryggja komandi kynslóðum, og þeim sem sækja okkur heim, aðgang að óspilltum náttúrusvæðum. Í hugtakinu sjálfbær þróun felst að jafnframt því sem við stönd­ um vörð um náttúruna þá er hlutverk okkar líka að skapa afkomendum okkar efna hagslegt og félagslegt umhverfi og forsendur til þess að njóta sambærilegra lífs kjara og þeirra sem við njótum. Þarna þarf stöðugt að leita jafnvægis og þetta jafn vægi getur breyst með nýjum viðhorf­ um og nýrri þekkingu.“ Rammaáætlunin á að vera tilbúin á næstu mánuðum, að því er Guðni greinir frá. „Það er mikilvægt að yfirstandandi áfanga þess starfs ljúki sem fyrst og að hann týnist ekki í moldviðri aukaatriða þegar menn reyna að styrkja málstað sinn. Þá getum við haldið áfram uppbyggingunni. Það sem er jákvætt nú er að nýtingarkostirnir eru orðn ir fjölbreyttari. Við erum að fá önnur orku frek iðnfyrirtæki en álver sem hafa verið ákaflega traust í viðskiptum en verið gagnrýnd fyrir tiltölulega fá störf á hverja orkueiningu.“ Guðni tekur það fram að þótt Ísland búi yfir miklum ónýttum auðlindum séu þær ekki óþrjótandi. Mat á umfangi og afli orku lindanna sé ávallt háð mörgum óvissu­ þáttum. „Þeir lúta til dæmis að annarri mögu legri landnýtingu, hagkvæmni og um hverfissjónarmiðum.“ Þegar rætt er um græna orku er átt við orkunotkun sem ekki teng- ist kolefnislosun eða sérstökum hættulegum geislavirkum úrgangi eða annarri mengun. Það er stundum talað um endurnýjanlega orku sem er önnur skilgreining á grænni orku. „Það má eiginlega segja að það verði engin ein lausn eins og verið hefur í heim­ inum í dag. Núna eru nær allir bílar keyrðir á bensíni eða dísil. Í framtíðinni mun þetta miðast við auðlindir á hverjum stað. Á Ís­ landi væri mjög æskilegt ef við brenndum öllu því metani sem við getum framleitt úr því sorpi sem við höfum. Síðan má gera ráð fyrir blöndu af rafgeyma­ og vetnisbílum,“ segir Jón Björn Skúlason, framkvæmda stjóri Íslenskrar NýOrku, en hann er jafn framt verefnastjóri samstarfsins Græna orkan sem iðnaðarráðherra setti á laggirnar í fyrra­ sumar. Stefnumótun, markmiðasetning og að­ gerða áætlun fyrir orkuskipti í samgöngum fram til 2020 eiga að liggja fyrir nú í maí samkvæmt þingsályktunartillögu sem lögð græn orka á bílana Eldsneyti á bíla mun í framtíðinni miðast við auðlindir á hverjum stað. Notkun metans hér á landi fer sívaxandi nú þegar bensínverð hækkar ört. Nýtni á eldsneyti verður best í rafgeymabílum, að sögn framkvæmdastjóra Íslenskrar NýOrku. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku: TexTi: inGibJörG b. sveinsdóTTir Mynd: Geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.