Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 68
68 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Orka Og iðnaður eldsneytið brennur upp áður en það fer út í pústið. Krafturinn verður meiri og margir lýsa reynslu sinni þannig að auk meiri krafts sé mun léttara að aka, hvort sem það er bíll eða mótorhjól. Ef við tökum Harley David­ son, sem við lögðum áherslu á í upphafi, þá er slíkt hjól í kringum 250 kg og segja þeir sem eru með vetnisrafalinn að það sé eins og hjólið hafi lést um 50 kíló.“ Að sögn þeirra félaga hefur verið mun auðveldara að eiga við mótorhjólin. „Það sem helst háir því að jafnauðvelt sé að nota vetnisrafalinn í bíla og mótorhjól eru tölv­ urn ar sem eru í flestum nýlegum bílum í dag. Tölvurnar eru í raun allar prógrammer­ aðar fyrir bensínið og það sem truflar mest eru svokallaðir pústsensorar sem mæla súr efni, mæla hvað mikið er af óbrunnu elds neyti eftir á bílnum sem fer út í pústið. Alltaf fer eitthvað af óbrunnu eldsneyti í gegnum pústið þannig að þegar farið er að setja örlítið vetni og brenna upp allt bensínið heldur sensorinn að þarna sé alltof þunn blanda og hönnun tölvubúnaðarins gerir það að verkum að eyðslan eykst. Við höfum náð að bregðast við þessu vandamáli með sérstöku elektrónísku tæki sem við kaupum að utan og leiðir sensorinn í gegn og breytir signalinu.“ Hvað varðar vetnisrafalinn sjálfan fór mest ur tími þróunarinnar í að búa til rafal sem myndi endast. „Þarna stóð hnífurinn í kúnni. Aðallega var það tæring sem við vorum í vandræðum með en okkur tókst loks að koma í veg fyrir hana. Staðan í dag hjá okkur er sú að við erum nánast komnir alla leið með rafalinn og höfum 100% trú á tækinu sjálfu. Rafallinn smellpassar í alla bíla sem eru með það sem við getum kallað gamaldags mótor og mótorhjólin eru eins og sköpuð fyrir vetnisrafalinn. Síðan erum við að undirbúa að fara betur í tölvubílana en það er gífurleg vinna. Við eyddum löngum tíma í eina tilraun og þegar hún fór að virka var árangur erfiðisins mikill og bíllinn gjör­ breyttist í akstri og varð mun öflugri á lægri snúningi.“ Hvað varðar sparnað þá kemur hann þeg ar ekið er varlega eða í langakstri. „Mín reynsla,“ segir Helgi, „er að ég er með stór­ an Ford sem er 2,6 tonn og mér hefur alltaf fundist hann þungur og náði honum aldrei undir 18 lítrum í langkeyrslu. Nú eftir að ég er búinn að fínstilla vetnið inn á hann mældi ég leiðina til Akureyrar og til baka á kringum 95 km hraða og náði honum niður í 12,6 á hundraðið þrátt fyrir allar heiðar og brekkur á leiðinni. Þegar ég fer svo til Keflavíkur næ ég honum undir 12 á hundraðið þannig að þetta er talsverður árangur. Á móti kemur að bíllinn er orðinn svo skemmti legur í akstri að stundum á ég það til að verða eins og átján ára strákur sem er að setjast undir stýri á kraftmiklum bíl í fyrsta sinn, er alltaf að gefa í og þá er sparnaðurinn enginn. Þannig að segja má að ég nýti ekki sparnaðinn til fulls.“ Þegar er byrjað að kynna vetnisrafalinn í útlöndum, m.a. Bandaríkjunum og Bretlandi. „Við erum farnir af stað með mótorhjólin, enda mun auðveldari markaður að eiga við, og höfum sérstaklega beint sjónum að Harley Davidson þar sem við vitum að þau hjól eru dýr og eigendurnir vilja hafa þau fullkomin. Þess má svo geta að við vorum að fá sendan póst frá bresku blaði sem vill fá allar upplýsingar sendar til sín og gera prófanir og birta grein um árangurinn. Við höfum verið að kynna vöruna hér á landi með góðum árangri og munum gera átak í kynningu á erlendum markaði en þar sem þróunartíminn hefur verið mun lengri en áætað var er peningahliðin ekki alltof sterk hjá okkur. Vonandi rætist úr með allri þeirri athygli sem vetnisrafallinn hefur fengið.“ Helgi Hilmarsson og Sveinn Hrafnsson hafa verið að þróa vetnisrafal í mótorhjól og bíla í rúm þrjú ár og eru bjartsýnir á að árangur erfiðisins fari að skila sér. Bíllinn er orðinn svo skemmtilegur í akstri að stundum á ég það til að verða eins og átján ára strákur og gef í, en þá verður sparn­ aðurinn lítill.Vetnisrafallinn er ekki stór og er eins og hannaður fyrir mótorhjól og passar í alla bíla. Fagmennska í stóriðju snýst um sátt. Sátt á hnattræna vísu og sátt við samfélagið í kring. Sátt við stjórnvöld, viðskiptavini og starfsfólk. Sátt við lífríki náttúrunnar og það jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli nýtingar náttúruaðlinda til verðmætasköpunar og verndunar þeirra fyrir ágangi og eyðileggingu. Elkem á Íslandi nýtur góðs af þekkingu og metnaði í baklandi sínu hjá Elkem AS sem með vönduðum verkferlum og öflugu þróunarstarfi leitar víðtækrar sáttar um starfsemi sína víða um heim. Eftir ríflega þrjátíu ára rekstur verksmiðjunnar á Grundartanga er Elkem á Íslandi stolt af því að vera á meðal flaggskipanna í flota Elkem. Með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi leggjum við mikilvægt lóð á vogarskálar sáttar um framleiðslu hágæða málmblendis fyrir heimsbyggðina alla. SÁTT ze b ra Elkem Ísland | Grundartanga | 301 Akranes | elkem@elkem.is | elkem.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.