Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 orka og iðnaður Bílaiðnaðurinn keppist nú við að koma fram með frambærilegar lausnir en það er mikill munur á því hvað er framkvæman­ legt og hvað vísindin segja að hægt sé að gera. Í því sambandi er vert að hafa í huga það sem kom fram í skýrslu McKinsey­ráð­ gjafarfyrirtækisins í desember síðastliðn­ um um stöðu rafbíla á markaði nú og í framtíðinni. Það var niðurstaða þeirra að engin ein tækni myndi verða allsráðandi á markaði í framtíðinni og ryðja annarri burtu. Þar sem aðstæður og kröfur verða mismunandi mun fjölbreytt tækni verða notuð eftir því hvar hún hentar. Hvað okkur Íslendinga varðar er ljóst að við getum vænst jákvæðrar þróunar sem ætti smám saman að lækka rekstrarkostn­ að bíla. Í raun veltur það fyrst og fremst á skattastefnu stjórnvalda hvernig bílaeig­ end ur koma út úr því en í dag er bíllinn mikil vægur tekjustofn fyrir ríkissjóð og óvíst að stjórnvöld vilji gefa það eftir svo auðveldlega. Ef við fyrst lítum á valkost, sem er við bæjardyrnar hjá okkur, þá gæti það metan sem fellur til í dag knúið um 5.000 bíla. Með smátilfæringum væri hægt að auka metanframleiðslu verulega, jafnvel svo að það gæti knúið um 20.000 bíla eða 10­15% af bílaflota okkar. Á síðasta ári var 150 bíl um breytt þannig að þeir geti notað met an. Núna bjóða bílaumboðin Hekla og Askja upp á átta gerðir bíla sem eru með fullkominn metanbúnað frá framleiðanda. Ör fjölgun er á þeim verkstæðum sem breyta eldri bílum svo þeir geti gengið fyrir metani. Spár gera ráð fyrir að í lok þessa árs verði um 1.000 bílar knúnir metani og samhliða fjölgun áfyllingarstöðva má ætla að metan sæki verulega á. Þessar tölur benda ekki til byltingar heldur jafnrar og stöðugrar þróunar. Aðrir innlendir orkugjafar, sem henta vel til að knýja bílaflota okkar og spara dýrmætan gjaldeyri, eru rafmagnsbílar og vetnisknúnir bílar. Auðvelt er að framleiða vetni hér á landi og í áðurnefndri skýrslu McKinsey eru leiddar líkur að því að fram til ársins 2025 geti verð vetnis lækkað um 70% miðað við núverandi framleiðsluverð úr metangasi. Þá er átt við framleiðsluverð erlendis en ekki hér heima þar sem metan er í raun hliðarafurð. En McKinsey segir að þetta sé háð skynsamlegri uppbyggingu innviða og dreifikerfa. Það segir sig sjálft að það verður ávallt mjög ódýrt að knýja rafmagnsbíla hér á landi, einfaldlega vegna þess að við höfum ódýrt og umhverfisvænt rafmagn. Í ljósi þess er í raun undarlegt hve lítið hefur verið gert til að flýta þessari þróun hér á landi. Þess er vænst að efnarafalar muni lækka um allt að 90% og rafhlöður um 80% fyrir 2020. Hve langt er í hagkvæma rafmagnsbíla er erfitt að segja en benda má á að nýleg könnun þýska rann sókn­ ar fyrirtækisins ADAC sýnir að töluvert dýrara sé að reka rafmagnsbíl en sambæri­ legan bíl með hefðbundnum drifbúnaði enn sem komið er. Rafmagnsbílar í virkri not kun á Íslandi eru nánast teljandi á fingr­ um annarrar handar. En á meðan við erum að leita að réttri framtíðartækni er að verða til mjög áhuga­ verð tækni og það eru tvinnbílar (hybrid). Eins og kemur fram hér annars staðar er Toyota með metnaðarfulla áætlun í gangi varðandi tvinntæknina en gert er ráð fyrir að allir þeirra bílar verði boðnir með þessa tækni fyrir árið 2020. Um leið er unnið að innleiðingu innstungu­ tækni (plug­in). Á milli 500 og 600 tvinnbílar hafa verið seldir á Íslandi, nánast allir af Toyota­ eða Lexus­gerð. Heildarfjöldi tvinn­ bíla í heiminum er þrjár milljónir. Nýaldarbílar Íslendinga Um síðustu áramót hófst verðstýring stjórnvalda þegar kemur að meng- un bíla. Bílar sem menga mikið eru núna dýrari en áður, bæði í innkaupum og rekstri, og það helst í hendur við hækkandi eldsneytisverð. TexTi: siGurður Már Jónsson Gæti knúið fimm þúsund metanbíla Það metan sem fellur til núna á Íslandi gæti knúið um 5.000 bíla. Með smátilfær­ ingum væri hægt að auka metanfram­ leiðslu verulega, jafnvel svo að það gæti knúið um 20.000 bíla eða 10­15% af bílaflota Íslendinga. eitt þúsund metanbílar í lok þessa árs Spár gera ráð fyrir að í lok þessa árs verði um 1.000 bílar knúnir metani og samhliða fjölgun áfyllingarstöðva má ætla að metan sæki verulega á. rafmagnsbílar Það verður ávallt mjög ódýrt að knýja raf­ magnsbíla hér á landi, einfaldlega vegna þess að við höfum ódýrt og umhverfis­ vænt rafmagn. Í ljósi þess er undarlegt hve lítið hefur verið gert til að flýta þessari þró un hér á landi. Rafhlöður að lækka í verði Þess er vænst að efnarafalar muni lækka um allt að 90% og rafhlöður um 80% fyrir 2020. Tvinnbílar á Íslandi Á milli 500 og 600 tvinnbílar hafa verið seldir á Íslandi, nánast allir af Toyota­ eða Lexus­gerð. Heildarfjöldi tvinnbíla í heimin­ um er þrjár milljónir.Það verður ávallt mjög ódýrt að knýja rafmagnsbíla hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.